Gestirnir frá Kópvogi leiddu með einu til tveimur mörkum fyrstu mínútur leiksins, en heimakonur vöknuðu þó fljótt til lífsins og voru komnar með fimm marka forskot þegar fyrri hálfleikur var rúmlega hálfnaður. Sá munur hélst á liðunum út fyrri hálfleikinn og staðan var 18-13 egar liðin gengu til búningsherberbergja.
Selfyssingar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og skoruðu fimm af fyrstu sex mörkunum eftir hlé. Munurinn var því kominn upp í tíu mörk og í von HK-inga orðin afar veik. Selfyssingar héldu gestunum í hæfilegri fjarlægð það sem eftir lifði leiks og niðurstaðan varð öruggur níu marka sigur liðsins, 36-27, og sæti í undanúrslitum Powerade-bikarsins því tryggt.
Katla María Magnúsdóttir átti frábæran leik í liði Selfyssinga og skoraði 14 mörk úr 18 skotum fyrir liðið. Cornelia Hermansson var einnig í stuði í marki heimakvenna og varði 13 skot. Í liði HK-inga var Embla Steindórsdóttir atkvæðamest með sjö mörk.