Skúli í Subway fær tugi milljóna frá Icelandair Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 11. febrúar 2023 10:39 Húsnæði Reykjavík Konsúlat Hotel við Hafnarstræti 17-19 er í eigu Suðurhúsa, sem er í meirihlutaeigu Skúla Gunnars Sigfússonar, sem gjarnan hefur verið kenndur við Subway. Icelandair Hotels Icelandair Group ber að greiða Suðurhúsi ehf. tæpar 138 milljónir vegna vangoldinnar húsleigu. Suðurhús er í meirihlutaeigu Skúla í Subway en húsnæðið sem um ræðir hýsir hótelið Konsúlat Hótel við Hafnarstræti 17-19. Deiluna má rekja til þess að Beryaja Hotels, áður Flugleiðahótel, hafi tekið húsnæði við Hafnarstræti 17-19 á leigu árið 2014. Þegar Covidfaraldurinn stóð sem hæst, frá apríl 2020 fram í nóvembermánuð sama árs, greiddi hótelkeðjan aðeins 20% af umsaminni leigu. Því var borið við að óviðráðanleg ytri atvik, jafnan kennd við hugtakið force majeure, leiddu til þess að ekki bæri að greiða fulla leigu samkvæmt samningnum. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu árið 2021 að hótelkeðjunni bæri að greiða Suðurhúsum vangoldnu leiguna, enda væri ekkert force majeure ákvæði að finna í samningnum. Enginn tölulegur ágreiningur hafi verið um greiðslurnar, enda hafi Icelandair aðeins greitt 20% af leigunni um hríð. Þessari niðurstöðu undi hótelkeðjan ekki og áfrýjaði til Landsréttar. Í nýbirtum dómi réttarins kröfðust Beryaja Hotels og Icelandair Group þess að vera sýknaðir af öllum kröfum Suðurhúss. Til vara að kröfur yrðu lækkaðar verulega. Mikið tap var á rekstri hótelkeðjunnar vegna kórónuveirufaraldursins árið 2020 og var hótelinu, Reykjavík Konsúlat, lokað vegna faraldursins. Aftur var byggt á reglunni um ófyrirsjáanleg og óviðráðanleg ytri atvik, force majeure, enda hafi efndir verið ómögulegar vegna Covid. Suðurhús var ósammála málsástæðunni og sagði fjárskort ekki þýða að menn gætu sleppt því að borga leigu. Því var Landsréttur sammála, enda meginregla kröfuréttar að fjárskortur leysi menn ekki undan slíkum skuldbindingum. Beryaja notið góðs af mótvægisaðgerðum Landsréttur taldi að kórónuveirufaraldurinn hafi falið í sér force majeure aðstæður, enda hafi verið um ófyrirsjáanlegan og óviðráðanlegan atburð að ræða. Það þýði þó ekki að greiðsla hótelkeðjunnar samkvæmt samningnum falli niður. Þá var einnig talið að ekki væru efni til þess að leggja endanlegu áhættu faraldursins á leigusala. Berjaya hefði notið góðs af ýmsum mótvægisaðgerðum stjórnvalda og Suðurhús hafi lagt út kostnað við öflun og rekstur leiguhúsnæðisins í Hafnarstræti. Komist var að þeirri niðurstöðu að Beryaja Hotels og Icelandair Group bæri sameiginlega að greiða 109 milljónir króna, en Icelandair Group bæri eitt ábyrgð á greiðslu tæpra 137 milljóna vegna vangoldinnar húsaleigu. Munurinn á fjárhæð í dómi héraðsdóms og Landsréttar skýrist af því að Landsréttur taldi rétt að greiða bæri dráttarvexti frá því í september 2021, ekki frá því í apríl eins og hérðasdómur hafði gert. Dómsmál Icelandair Reykjavík Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira
Deiluna má rekja til þess að Beryaja Hotels, áður Flugleiðahótel, hafi tekið húsnæði við Hafnarstræti 17-19 á leigu árið 2014. Þegar Covidfaraldurinn stóð sem hæst, frá apríl 2020 fram í nóvembermánuð sama árs, greiddi hótelkeðjan aðeins 20% af umsaminni leigu. Því var borið við að óviðráðanleg ytri atvik, jafnan kennd við hugtakið force majeure, leiddu til þess að ekki bæri að greiða fulla leigu samkvæmt samningnum. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu árið 2021 að hótelkeðjunni bæri að greiða Suðurhúsum vangoldnu leiguna, enda væri ekkert force majeure ákvæði að finna í samningnum. Enginn tölulegur ágreiningur hafi verið um greiðslurnar, enda hafi Icelandair aðeins greitt 20% af leigunni um hríð. Þessari niðurstöðu undi hótelkeðjan ekki og áfrýjaði til Landsréttar. Í nýbirtum dómi réttarins kröfðust Beryaja Hotels og Icelandair Group þess að vera sýknaðir af öllum kröfum Suðurhúss. Til vara að kröfur yrðu lækkaðar verulega. Mikið tap var á rekstri hótelkeðjunnar vegna kórónuveirufaraldursins árið 2020 og var hótelinu, Reykjavík Konsúlat, lokað vegna faraldursins. Aftur var byggt á reglunni um ófyrirsjáanleg og óviðráðanleg ytri atvik, force majeure, enda hafi efndir verið ómögulegar vegna Covid. Suðurhús var ósammála málsástæðunni og sagði fjárskort ekki þýða að menn gætu sleppt því að borga leigu. Því var Landsréttur sammála, enda meginregla kröfuréttar að fjárskortur leysi menn ekki undan slíkum skuldbindingum. Beryaja notið góðs af mótvægisaðgerðum Landsréttur taldi að kórónuveirufaraldurinn hafi falið í sér force majeure aðstæður, enda hafi verið um ófyrirsjáanlegan og óviðráðanlegan atburð að ræða. Það þýði þó ekki að greiðsla hótelkeðjunnar samkvæmt samningnum falli niður. Þá var einnig talið að ekki væru efni til þess að leggja endanlegu áhættu faraldursins á leigusala. Berjaya hefði notið góðs af ýmsum mótvægisaðgerðum stjórnvalda og Suðurhús hafi lagt út kostnað við öflun og rekstur leiguhúsnæðisins í Hafnarstræti. Komist var að þeirri niðurstöðu að Beryaja Hotels og Icelandair Group bæri sameiginlega að greiða 109 milljónir króna, en Icelandair Group bæri eitt ábyrgð á greiðslu tæpra 137 milljóna vegna vangoldinnar húsaleigu. Munurinn á fjárhæð í dómi héraðsdóms og Landsréttar skýrist af því að Landsréttur taldi rétt að greiða bæri dráttarvexti frá því í september 2021, ekki frá því í apríl eins og hérðasdómur hafði gert.
Dómsmál Icelandair Reykjavík Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira