Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Óvissustig almannavarna er í gildi á landinu vegna aftakaveðurs og samhæfingarmiðstöð verður opnað í hádeginu. Miklu hvassvirði er spáð fram eftir kvöldi, gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi, og fólki ráðið frá ferðalögum.

Forseti ASÍ segir havaríið við ráðherrabústaðinn í gær ekki tilefni yfirlýsingar sem miðstjórn ASÍ gaf út í gær þar sem orðræðan í kjaraviðræðum SA og Eflingar er gagnrýnd. Hann segist styðja baráttu Eflingar og er tilbúinn að sinna verkfallsvörslu þegar kallið kemur.

Jarðskjálftahrinan sem hófst á Reykjaneshrygg í gær er hefðbundin og tengist ekki eldsumbrotum, að sögn náttúruvársérfræðings. 

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar skaut föstum skotum að ríkisstjórninni í stefnuræðu sinni á landsþingi Viðreisnar nú fyrir hádegi. Stjórnarliðar kenni Tenerife-ferðum almennings um efnahagsvandann sem blasir við - og þá bar hún ráðherra saman við "einspilara á velli" án alls leikskipulags. 

Og við ræðum að sjálfsögðu við nýkrýnda Idol-stjörnuna, Sögu Matthildi, sem hafði betur geng Kjalari í æsispennandi úrslitaviðureign söngvaranna tveggja í Idolinu í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×