Leikmenn Kanada í verkfalli Hjörvar Ólafsson skrifar 11. febrúar 2023 22:54 Christine Sinclair í leik með kanadíska landsliðinu. Vísir/Getty Leikmenn kanadíska kvennalandsliðsins í fótbolta hafa ákveðið að fara í verkfall. Leikmenn liðsins hafa áhyggjur af því að aðbúnaður verði ekki nægilega góðu næstu misserin en þeir eru orðnir leiðir á því að berjast fyrir því að hlutirnir færist í átt að jafnrétti þegar kemur að aðbúnaði karlaliðsins og umgjörð í kringum liðin. Leikmenn liðsins sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í gær þar sem lýst var yfir ósætti þeirra og áhyggjum af því að hlutirnir myndu ekki færast í rétta átt á næstunni. Christine Sinclair, fyrirliði liðsins, segir verkfallið yfirvofandi en hún segir útlit fyrir að aðbúnaður í næstu verkefnum liðsins verði það slæmur að það muni hafa slæm áhrif á spilamennsku og frammistöðu leikmanna. Sif Atladóttir, leikmaður Selfoss og verkefnastjóri hjá Leikmannasamtökum Íslands, vakti athygli á baráttu kollega sinna á twitter-síðu sinni fyrr í dag. Solidarity is key https://t.co/6r7XXpeomu— Sif Atladóttir (@sifatla) February 11, 2023 Kanada á að mæta Bandaríkjunum í vináttulandsleik á SheBelieves mótonu þann 17. febrúar næstkomandi. „Liðið ákvað það saman að grípa til aðgerða og frá og með þessari stundu munum við ekki taka þátt í neinum verkefnum á vegum kanadíska knattspyrnusambandsins, hvort sem það er að æfa eða spila undir merkjum Kanada," segir Sinclair í samtali við TSN um stöðu mál. „Þetta er að sjálfsögðu mjög erfið ákvörðun þar sem við sem afreksíþróttamenn viljum spila fyrir Kanada og erum stolt af því að leika fyrir þjóð okkar. Nú er hins vegar nóg komið og við einfaldlega verðum að setja fótinn niður," segir framherjinn. Kanada, sem er í sjötta sæti FIFA styrkleikalistans er að búa sig undir að spila á heimsmeistaramótinu Í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næst sumar. Liðið varð Ólympíumeistari árið 2021. Áform eru um að skera niður útgjöld til kanadíska liðsins og það var kornið sem fyllti mælinn hjá leikmönnum liðsins. „Við væntum þess og finnst okkur eiga skilið að fá sama aðbúnað og karlaliðið fær. Það er lágmarkskrafa að okkar mati að sett verði nægt fé í undirbúning okkar fyrir heimsmeistaramótið til þess að við getum búið okkur almennilega undir þetta stóra verkefni," segir í yfirlýsingu leikmanna kanadíska liðsins. Karlalið Kanada stendur heilshugar með kollegum sínum en þeir gripu til sömu aðgerða vegna ósættis um hvernig staðið var að því að deila út þeim peningum kanadíska knattspyrnusambandið fékk fyrir þátttöku Kanada á heimsmeistaramótinu í Katar í desember síðastliðnum. Sáttafundur var boðaður milli forsvarsmanna kanadíska knattspyrnusambandsins og fulltrúa leikmanna kvennaliðsins í dag. Mest lesið Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Elsa setti þrjú heimsmet og varð Evrópumeistari fimmta árið í röð Sport Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Handbolti Dagskráin: Risaleikur í Meistaradeildinni í Manchester Sport Sendi pabba sínum hugljúf skilaboð fyrir Super Bowl leikinn Sport Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Fótbolti Albert fékk bara níu mínútur í tapi á móti Inter Fótbolti Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Albert fékk bara níu mínútur í tapi á móti Inter Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Feyenoord rak eftirmann Arne Slot Rekinn fyrir sjö vikum en er nú mættur aftur Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni „Fólk má alveg dæma mig“ Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Skoraði með fyrstu snertingunni og fékk síðan rautt spjald í sigri Barcelona Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Panathinaikos mætir Víkingum með tvo tapleiki á bakinu Tvær þrennur í níu marka stórsigri Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Glódís bjargaði marki og áfram heldur sigurganga Bayern Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Bjarki kom inn á fyrir Mikael í eins marks tapi Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Sjá meira
Leikmenn liðsins sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í gær þar sem lýst var yfir ósætti þeirra og áhyggjum af því að hlutirnir myndu ekki færast í rétta átt á næstunni. Christine Sinclair, fyrirliði liðsins, segir verkfallið yfirvofandi en hún segir útlit fyrir að aðbúnaður í næstu verkefnum liðsins verði það slæmur að það muni hafa slæm áhrif á spilamennsku og frammistöðu leikmanna. Sif Atladóttir, leikmaður Selfoss og verkefnastjóri hjá Leikmannasamtökum Íslands, vakti athygli á baráttu kollega sinna á twitter-síðu sinni fyrr í dag. Solidarity is key https://t.co/6r7XXpeomu— Sif Atladóttir (@sifatla) February 11, 2023 Kanada á að mæta Bandaríkjunum í vináttulandsleik á SheBelieves mótonu þann 17. febrúar næstkomandi. „Liðið ákvað það saman að grípa til aðgerða og frá og með þessari stundu munum við ekki taka þátt í neinum verkefnum á vegum kanadíska knattspyrnusambandsins, hvort sem það er að æfa eða spila undir merkjum Kanada," segir Sinclair í samtali við TSN um stöðu mál. „Þetta er að sjálfsögðu mjög erfið ákvörðun þar sem við sem afreksíþróttamenn viljum spila fyrir Kanada og erum stolt af því að leika fyrir þjóð okkar. Nú er hins vegar nóg komið og við einfaldlega verðum að setja fótinn niður," segir framherjinn. Kanada, sem er í sjötta sæti FIFA styrkleikalistans er að búa sig undir að spila á heimsmeistaramótinu Í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næst sumar. Liðið varð Ólympíumeistari árið 2021. Áform eru um að skera niður útgjöld til kanadíska liðsins og það var kornið sem fyllti mælinn hjá leikmönnum liðsins. „Við væntum þess og finnst okkur eiga skilið að fá sama aðbúnað og karlaliðið fær. Það er lágmarkskrafa að okkar mati að sett verði nægt fé í undirbúning okkar fyrir heimsmeistaramótið til þess að við getum búið okkur almennilega undir þetta stóra verkefni," segir í yfirlýsingu leikmanna kanadíska liðsins. Karlalið Kanada stendur heilshugar með kollegum sínum en þeir gripu til sömu aðgerða vegna ósættis um hvernig staðið var að því að deila út þeim peningum kanadíska knattspyrnusambandið fékk fyrir þátttöku Kanada á heimsmeistaramótinu í Katar í desember síðastliðnum. Sáttafundur var boðaður milli forsvarsmanna kanadíska knattspyrnusambandsins og fulltrúa leikmanna kvennaliðsins í dag.
Mest lesið Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Elsa setti þrjú heimsmet og varð Evrópumeistari fimmta árið í röð Sport Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Handbolti Dagskráin: Risaleikur í Meistaradeildinni í Manchester Sport Sendi pabba sínum hugljúf skilaboð fyrir Super Bowl leikinn Sport Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Fótbolti Albert fékk bara níu mínútur í tapi á móti Inter Fótbolti Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Albert fékk bara níu mínútur í tapi á móti Inter Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Feyenoord rak eftirmann Arne Slot Rekinn fyrir sjö vikum en er nú mættur aftur Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni „Fólk má alveg dæma mig“ Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Skoraði með fyrstu snertingunni og fékk síðan rautt spjald í sigri Barcelona Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Panathinaikos mætir Víkingum með tvo tapleiki á bakinu Tvær þrennur í níu marka stórsigri Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Glódís bjargaði marki og áfram heldur sigurganga Bayern Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Bjarki kom inn á fyrir Mikael í eins marks tapi Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Sjá meira