Íslenski hópurinn í Tyrklandi: „Þetta er mjög slæmt ástand“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. febrúar 2023 10:24 Til stendur að setja upp færanlegan spítala við hlið þess sem fyrir er. Landsbjörg Erlendur Birgisson verkfræðingur, meðlimur íslenska hópsins í Antayka í Tyrklandi, aðstoðaði svissnesku björgunarsveitina fyrir helgi við leit að einstakling í rústum í borginni. Fregnir höfðu borist af því að heyrst hefði í manni í rústunum en leit bar ekki árangur. Sjúkraflutningamaður segir ástandið mjög slæmt. Íslenski hópurinn lenti í Tyrklandi fyrr í vikunni og kom sér fyrir við Hatay Expo svæðið í Antayka-borg. Unnið er að samhæfingu og stjórnun aðgerða ásamt heimamönnum og fólki frá Hollandi, Sviss, Austurríki og Grikklandi. Aðgerðir íslenska hópsins ganga vel og björgunarsveitarmenn frá öllum löndum eru til aðstoðar. Vinnuvélar hafa verið notaðar til að búa til nokkurs konar göng í rústunum.Landsbjörg Erlendur lagði mat á ástand rústar, þar sem talið var að manninn væri að finna, og gerði tillögu um að vinnuvél yrði notuð til að halda opnum nokkurs konar göngum inn í rústina. Laust brak torveldaði aðgerðir töluvert, en leitarhundar voru sendir inn um göngin. Tveir björgunarsveitarmenn voru sendir inn á eftir hundunum með hlustunartæki en leitin bar ekki árangur. Þá fóru þau Ragna Sif Árnadóttir læknir og Björn J. Gunnarsson sjúkraflutningamaður, ásamt Andra Rafni Helgasyni frá Landhelgisgæslunni, að sjúkrahúsinu í Antayka til að kanna aðstæður. Beðið er eftir færanlegu sjúkrahúsi frá Bandaríkjunum og til stendur að koma sjúkrahúsinu upp fyrir utan það, sem fyrir er. Landsbjörg greinir frá verkefnum íslenska hópsins í tilkynningu. Björgunarsveitarmenn að störfum.Landsbjörg Björn J. Gunnarsson sjúkraflutningamaður segir ástandið slæmt. „Amerísk hjálparsamtök eru að koma með gríðarstóran færanlegan spítala með mjög mörgum rúmum og skurðaðstöðu. Það sem við sáum á vettvangi var að spítalinn var að stóru leyti óstarfhæfur og var nánast allur kominn út á götu - út á bílaplan. Og þar var verið að flytja alls konar spítaladót og spítalabúnað í tjöld þar sem verið er að setja upp í rauninni meira heldur en fyrstu-hjálpar aðstoð, heldur hreinlega spítala í tjöldum úti á plani. Þannig að þörfin á þessari aðstoð frá Ameríkönum er mjög brýn. Þetta er mjög slæmt ástand.“ Tyrkland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Eldgos og jarðhræringar Hjálparstarf Náttúruhamfarir Björgunarsveitir Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Bara tvö eftir Fimm manna fjölskylda og sextán ára piltur eru á meðal þeirra sem fundust á lífi í Tyrklandi í dag, heilum fimm dögum eftir gríðarlegan jarðskjálfta á mánudag. Þúsundir barna hafa orðið munaðarlaus í hamförunum, þar á meðal sýrlensk systkini sem upplifðu ólýsanlegan hrylling. 11. febrúar 2023 20:01 Færri bjargað í dag og eyðileggingin algjör Ríflega 22 þúsund eru nú sagðir látnir eftir skjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi en einhverjum hefur verið bjargað úr rústum bygginga í dag eftir meira en hundrað klukkustundir. Björgunarstarf er þó að renna út á tíma en aðgerðarstjórnandi íslenska teymisins segir töluvert færri finnast á lífi. 10. febrúar 2023 16:56 Tíu daga barni bjargað úr rústunum Björgunarsveitir í Tyrklandi björguðu í dag tíu daga gömlu barni og móður þess úr rústum húsnæðis sem hrundi í jarðskjálftunum miklu í vikunni. 10. febrúar 2023 14:12 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Íslenski hópurinn lenti í Tyrklandi fyrr í vikunni og kom sér fyrir við Hatay Expo svæðið í Antayka-borg. Unnið er að samhæfingu og stjórnun aðgerða ásamt heimamönnum og fólki frá Hollandi, Sviss, Austurríki og Grikklandi. Aðgerðir íslenska hópsins ganga vel og björgunarsveitarmenn frá öllum löndum eru til aðstoðar. Vinnuvélar hafa verið notaðar til að búa til nokkurs konar göng í rústunum.Landsbjörg Erlendur lagði mat á ástand rústar, þar sem talið var að manninn væri að finna, og gerði tillögu um að vinnuvél yrði notuð til að halda opnum nokkurs konar göngum inn í rústina. Laust brak torveldaði aðgerðir töluvert, en leitarhundar voru sendir inn um göngin. Tveir björgunarsveitarmenn voru sendir inn á eftir hundunum með hlustunartæki en leitin bar ekki árangur. Þá fóru þau Ragna Sif Árnadóttir læknir og Björn J. Gunnarsson sjúkraflutningamaður, ásamt Andra Rafni Helgasyni frá Landhelgisgæslunni, að sjúkrahúsinu í Antayka til að kanna aðstæður. Beðið er eftir færanlegu sjúkrahúsi frá Bandaríkjunum og til stendur að koma sjúkrahúsinu upp fyrir utan það, sem fyrir er. Landsbjörg greinir frá verkefnum íslenska hópsins í tilkynningu. Björgunarsveitarmenn að störfum.Landsbjörg Björn J. Gunnarsson sjúkraflutningamaður segir ástandið slæmt. „Amerísk hjálparsamtök eru að koma með gríðarstóran færanlegan spítala með mjög mörgum rúmum og skurðaðstöðu. Það sem við sáum á vettvangi var að spítalinn var að stóru leyti óstarfhæfur og var nánast allur kominn út á götu - út á bílaplan. Og þar var verið að flytja alls konar spítaladót og spítalabúnað í tjöld þar sem verið er að setja upp í rauninni meira heldur en fyrstu-hjálpar aðstoð, heldur hreinlega spítala í tjöldum úti á plani. Þannig að þörfin á þessari aðstoð frá Ameríkönum er mjög brýn. Þetta er mjög slæmt ástand.“
Tyrkland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Eldgos og jarðhræringar Hjálparstarf Náttúruhamfarir Björgunarsveitir Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Bara tvö eftir Fimm manna fjölskylda og sextán ára piltur eru á meðal þeirra sem fundust á lífi í Tyrklandi í dag, heilum fimm dögum eftir gríðarlegan jarðskjálfta á mánudag. Þúsundir barna hafa orðið munaðarlaus í hamförunum, þar á meðal sýrlensk systkini sem upplifðu ólýsanlegan hrylling. 11. febrúar 2023 20:01 Færri bjargað í dag og eyðileggingin algjör Ríflega 22 þúsund eru nú sagðir látnir eftir skjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi en einhverjum hefur verið bjargað úr rústum bygginga í dag eftir meira en hundrað klukkustundir. Björgunarstarf er þó að renna út á tíma en aðgerðarstjórnandi íslenska teymisins segir töluvert færri finnast á lífi. 10. febrúar 2023 16:56 Tíu daga barni bjargað úr rústunum Björgunarsveitir í Tyrklandi björguðu í dag tíu daga gömlu barni og móður þess úr rústum húsnæðis sem hrundi í jarðskjálftunum miklu í vikunni. 10. febrúar 2023 14:12 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Bara tvö eftir Fimm manna fjölskylda og sextán ára piltur eru á meðal þeirra sem fundust á lífi í Tyrklandi í dag, heilum fimm dögum eftir gríðarlegan jarðskjálfta á mánudag. Þúsundir barna hafa orðið munaðarlaus í hamförunum, þar á meðal sýrlensk systkini sem upplifðu ólýsanlegan hrylling. 11. febrúar 2023 20:01
Færri bjargað í dag og eyðileggingin algjör Ríflega 22 þúsund eru nú sagðir látnir eftir skjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi en einhverjum hefur verið bjargað úr rústum bygginga í dag eftir meira en hundrað klukkustundir. Björgunarstarf er þó að renna út á tíma en aðgerðarstjórnandi íslenska teymisins segir töluvert færri finnast á lífi. 10. febrúar 2023 16:56
Tíu daga barni bjargað úr rústunum Björgunarsveitir í Tyrklandi björguðu í dag tíu daga gömlu barni og móður þess úr rústum húsnæðis sem hrundi í jarðskjálftunum miklu í vikunni. 10. febrúar 2023 14:12