Lögmaður Trumps í sigti saksóknara Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2023 10:25 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. EPA/JIM LO SCALZO Alríkissaksóknarar sem halda utan um rannsókn Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á meðhöndlun Donalds Trumps, fyrrverandi forseta á leynilegum skjölum, vilja fá upplýsingar um samskipti Trumps og lögmanns hans. Þessi samskipti eru trúnaðarmál en saksóknararnir hafa leitað til dómara til að fá aðgang að þeim og fá lögmanninn í yfirheyrslu hjá ákærudómstól. Krafa saksóknaranna byggir samkvæmt frétt New York Times á lagaákvæði um lögmannatrúnað sem er til marks um að þeir telja lögmanninn, sem heitir Evan Corcoran, hafa veitt Trump ráð eða þjónustu varðandi það að fremja glæp. Eins og frægt er lögðu starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hald á mikið magn opinberra og leynilegra gagna í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi og heimili Trumps í Flórída, þegar húsleit var gerð þar í ágúst í fyrra. Trump vill meina að hann eigi muni og gögn sem hald var lagt á og einnig að trúnaður ríki um önnur gögn. Lögum samkvæmt hefði Trump átt að afhenda Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna öll opinber gögn í hans vörslu er hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar í fyrra. Fram hefur komið að af þessum þrettán þúsund skjölum eru um hundrað þeirra ríkisleyndarmál og sum þeirra sögð mjög mikilvæg leyndarmál. Meðal þess sem áðurnefndir saksóknarar eru að skoða er hvort Trump og starfsfólk hans hafi brotið lög með því að verða ekki við kröfum um að gögnunum yrði skilað. Dómsmálaráðuneytið stefndi Trump í maí í fyrra og krafðist þess að hann skilaði öllum opinberum skjölum og gögnum sem hann hafði tekið með sér úr Hvíta húsinu. Þá hafði Trump skilað hluta skjalanna og fundust nærri því tvö hundruð leynileg skjöl meðal þeirra. Hétu því að engin skjöl væru eftir Corcoran hitti rannsakendur í júní og lét þá fá rúmlega þrjátíu skjöl vegna stefnunnar. Annar lögmaður Trumps, sem heitir Christina Bobb, skrifaði svo undir yfirlýsingu um að engin frekari opinber gögn hefðu fundist í Mar-a-Lago, sveitarklúbb og heimili Trumps í Flórída. „Ítarleg leit“ hefði verið framkvæmd. Bobb sagði rannsakendum að Corcoran hefði upprunalega skrifað þá yfirlýsingu en hún hefði bætt nokkrum varnöglum við hana áður en hún skrifaði undir. Þegar starfsmenn FBI leituðu í húsnæðinu í ágúst fundu þeir þó mikið magn opinberra gagna og þar á meðal meira en hundrað leynileg skjöl. Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna skipaði í fyrra sérstakan rannsakenda til að halda utan um rannsóknina. Corcoran bar nýverið vitni fyrir ákærudómstól í Washington DC og samkvæmt heimildum New York Times neitaði hann að svara spurningum á grunni trúnaðar milli lögmanns og skjólstæðings. Ákærudómstóll er fyrirbæri vestanhafs þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir vitnisburð og gögn í ákveðnum málum og kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur vegna meintra brota. Talsmaður Trumps sagði í samtali við NYT að um pólitískar nornaveiðar væru að ræða og að markmiðið væri að koma í veg fyrir endurkjör Trumps í forsetakosningunum á næsta ári. Í miklum lagalegum vandræðum Trump stendur frammi fyrir margskonar lagavandræðum. Meðal annars stendur hann frammi fyrir mögulegri ákæru í Georgíu vegna afskipta hans af framkvæmd forsetakosninganna 2020 þar. Hann hefur einnig nýverið verið sektaður fyrir tilhæfulausa málsókn og fyrirtæki hans var nýlega dæmt fyrir skattsvik. Þar að auki hefur Trump sjálfur verið kærður fyrir nauðgun. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Haley fer fram gegn Trump Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, lýsti því yfir í morgun að hún ætli í forsetaframboð. Hún er sú fyrsta sem lýsir yfir framboði eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, lýsti því yfir í nóvember í fyrra að hann ætlaði að gera aðra atlögu að Hvíta húsinu. 14. febrúar 2023 14:02 Neitaði oftar en 400 sinnum að svara spurningum saksóknara Donald Trump neitaði oftar en 400 sinnum að svara spurningum sem lagðar voru fyrir hann við yfirheyrslur vegna rannsóknar yfirvalda í New York. Þetta sést á myndskeiði af yfirheyrslunni sem CBS News hefur undir höndum. 1. febrúar 2023 07:44 Trump snýr aftur á Facebook og Instagram Samfélagsmiðlafyrirtækið Meta, sem rekur bæði Facebook og Instagram, hefur ákveðið að veita Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, aftur aðgang að samfélagsmiðlunum. Honum var hent af miðlunum í kjölfar árásanna á þinghús Bandaríkjanna þann. 6. janúar 2021. 25. janúar 2023 23:41 Neitar Schiff og Swalwell um sæti í leyniþjónustunefnd Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segist ætla að meina tveimur þingmönnum Demókrataflokksins aðgang að þingnefnd þar sem fjallað er um málefni leyniþjónusta Bandaríkjanna. Hann segist ekki vera að hefna sín, heldur sé ástæðan sú að þingmennina skorti heilindi. 25. janúar 2023 16:11 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Krafa saksóknaranna byggir samkvæmt frétt New York Times á lagaákvæði um lögmannatrúnað sem er til marks um að þeir telja lögmanninn, sem heitir Evan Corcoran, hafa veitt Trump ráð eða þjónustu varðandi það að fremja glæp. Eins og frægt er lögðu starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hald á mikið magn opinberra og leynilegra gagna í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi og heimili Trumps í Flórída, þegar húsleit var gerð þar í ágúst í fyrra. Trump vill meina að hann eigi muni og gögn sem hald var lagt á og einnig að trúnaður ríki um önnur gögn. Lögum samkvæmt hefði Trump átt að afhenda Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna öll opinber gögn í hans vörslu er hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar í fyrra. Fram hefur komið að af þessum þrettán þúsund skjölum eru um hundrað þeirra ríkisleyndarmál og sum þeirra sögð mjög mikilvæg leyndarmál. Meðal þess sem áðurnefndir saksóknarar eru að skoða er hvort Trump og starfsfólk hans hafi brotið lög með því að verða ekki við kröfum um að gögnunum yrði skilað. Dómsmálaráðuneytið stefndi Trump í maí í fyrra og krafðist þess að hann skilaði öllum opinberum skjölum og gögnum sem hann hafði tekið með sér úr Hvíta húsinu. Þá hafði Trump skilað hluta skjalanna og fundust nærri því tvö hundruð leynileg skjöl meðal þeirra. Hétu því að engin skjöl væru eftir Corcoran hitti rannsakendur í júní og lét þá fá rúmlega þrjátíu skjöl vegna stefnunnar. Annar lögmaður Trumps, sem heitir Christina Bobb, skrifaði svo undir yfirlýsingu um að engin frekari opinber gögn hefðu fundist í Mar-a-Lago, sveitarklúbb og heimili Trumps í Flórída. „Ítarleg leit“ hefði verið framkvæmd. Bobb sagði rannsakendum að Corcoran hefði upprunalega skrifað þá yfirlýsingu en hún hefði bætt nokkrum varnöglum við hana áður en hún skrifaði undir. Þegar starfsmenn FBI leituðu í húsnæðinu í ágúst fundu þeir þó mikið magn opinberra gagna og þar á meðal meira en hundrað leynileg skjöl. Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna skipaði í fyrra sérstakan rannsakenda til að halda utan um rannsóknina. Corcoran bar nýverið vitni fyrir ákærudómstól í Washington DC og samkvæmt heimildum New York Times neitaði hann að svara spurningum á grunni trúnaðar milli lögmanns og skjólstæðings. Ákærudómstóll er fyrirbæri vestanhafs þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir vitnisburð og gögn í ákveðnum málum og kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur vegna meintra brota. Talsmaður Trumps sagði í samtali við NYT að um pólitískar nornaveiðar væru að ræða og að markmiðið væri að koma í veg fyrir endurkjör Trumps í forsetakosningunum á næsta ári. Í miklum lagalegum vandræðum Trump stendur frammi fyrir margskonar lagavandræðum. Meðal annars stendur hann frammi fyrir mögulegri ákæru í Georgíu vegna afskipta hans af framkvæmd forsetakosninganna 2020 þar. Hann hefur einnig nýverið verið sektaður fyrir tilhæfulausa málsókn og fyrirtæki hans var nýlega dæmt fyrir skattsvik. Þar að auki hefur Trump sjálfur verið kærður fyrir nauðgun.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Haley fer fram gegn Trump Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, lýsti því yfir í morgun að hún ætli í forsetaframboð. Hún er sú fyrsta sem lýsir yfir framboði eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, lýsti því yfir í nóvember í fyrra að hann ætlaði að gera aðra atlögu að Hvíta húsinu. 14. febrúar 2023 14:02 Neitaði oftar en 400 sinnum að svara spurningum saksóknara Donald Trump neitaði oftar en 400 sinnum að svara spurningum sem lagðar voru fyrir hann við yfirheyrslur vegna rannsóknar yfirvalda í New York. Þetta sést á myndskeiði af yfirheyrslunni sem CBS News hefur undir höndum. 1. febrúar 2023 07:44 Trump snýr aftur á Facebook og Instagram Samfélagsmiðlafyrirtækið Meta, sem rekur bæði Facebook og Instagram, hefur ákveðið að veita Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, aftur aðgang að samfélagsmiðlunum. Honum var hent af miðlunum í kjölfar árásanna á þinghús Bandaríkjanna þann. 6. janúar 2021. 25. janúar 2023 23:41 Neitar Schiff og Swalwell um sæti í leyniþjónustunefnd Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segist ætla að meina tveimur þingmönnum Demókrataflokksins aðgang að þingnefnd þar sem fjallað er um málefni leyniþjónusta Bandaríkjanna. Hann segist ekki vera að hefna sín, heldur sé ástæðan sú að þingmennina skorti heilindi. 25. janúar 2023 16:11 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Haley fer fram gegn Trump Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, lýsti því yfir í morgun að hún ætli í forsetaframboð. Hún er sú fyrsta sem lýsir yfir framboði eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, lýsti því yfir í nóvember í fyrra að hann ætlaði að gera aðra atlögu að Hvíta húsinu. 14. febrúar 2023 14:02
Neitaði oftar en 400 sinnum að svara spurningum saksóknara Donald Trump neitaði oftar en 400 sinnum að svara spurningum sem lagðar voru fyrir hann við yfirheyrslur vegna rannsóknar yfirvalda í New York. Þetta sést á myndskeiði af yfirheyrslunni sem CBS News hefur undir höndum. 1. febrúar 2023 07:44
Trump snýr aftur á Facebook og Instagram Samfélagsmiðlafyrirtækið Meta, sem rekur bæði Facebook og Instagram, hefur ákveðið að veita Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, aftur aðgang að samfélagsmiðlunum. Honum var hent af miðlunum í kjölfar árásanna á þinghús Bandaríkjanna þann. 6. janúar 2021. 25. janúar 2023 23:41
Neitar Schiff og Swalwell um sæti í leyniþjónustunefnd Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segist ætla að meina tveimur þingmönnum Demókrataflokksins aðgang að þingnefnd þar sem fjallað er um málefni leyniþjónusta Bandaríkjanna. Hann segist ekki vera að hefna sín, heldur sé ástæðan sú að þingmennina skorti heilindi. 25. janúar 2023 16:11