Saka Röskvu um að verja ekki hagsmuni stúdenta Máni Snær Þorláksson skrifar 15. febrúar 2023 21:10 Háskóli Íslands Vísir/Vilhelm Ályktunartillaga Vöku um að leggjast gegn gjaldskyldu á bílastæðum við Háskóla Íslands var vísað frá á fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands í gær. Allir stúdentaráðsfulltrúar Röskvu kusu gegn ályktuninni. Vaka gagnrýnir Röskvu fyrir að verja ekki hagsmuni stúdenta. Til stendur að hefja gjaldtöku fyrir bílastæði við Háskóla Íslands. Um er að ræða bílastæði á malarplani við háskólann en hingað til hefur fólk ekki þurft að borga fyrir að leggja bílnum þar. Óhætt er að segja að þessi mögulega gjaldskylda sé umdeild. Viðmælendur sem ræddu við Ísland í dag voru til dæmis ekki allir á sama máli þegar þeir voru spurðir út í málið í síðustu viku. Hreyfingin sé ekki að verja hagsmuni stúdenta Á fundi stúdentaráðs í gær lagði Dagur Kárason, oddviti Vöku og fulltrúi í Stúdentaráði, fram ályktunartillögu gegn gjaldskyldu á bílastæðum Háskóla Íslands. Samkvæmt yfirlýsingu frá Vöku lagði fulltrúi Röskvu til að ályktunartillögunni yrði vísað frá þegar hún var tekin upp á fundinum. „Allir stúdentaráðsfulltrúar Röskvu kusu gegn ályktun Vöku, en fulltrúar Vöku kusu gegn frávísuninni. Efni tillögunnar sjálfrar var ekki einu sinni tekið til umræðu,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er vísað til færslu sem Röskva birti á Instagram-síðu í kjölfar fundarins. Í færslunni er fullyrt að óhjákvæmilegt sé að háskólinn komi á gjaldskyldu á bílastæðin. Í yfirlýsingu Vöku er þessi fullyrðing gagnrýnd: „Fulltrúar Röskvu firra sig þar með ábyrgð sinni til að standa gegn auknum álögum á stúdenta. Í yfirlýsingunni benda þau einnig á U-passann sem lausn fyrir þá sem keyra þurfa. Staðreyndin er sú, eins og Vaka hefur bent á áður, að strætókerfið hentar einfaldlega ekki þörfum stórs hluta stúdenta jafnvel þó að verðið væri lækkað. Það á til að mynda við um stúdenta sem búa á ytri svæðum höfuðborgarsvæðisins eða á landsbyggðinni, eru foreldrar eða sinna skyldum með skóla eins og vinnu.“ Að lokum segir Vaka að með þessu hafi Röskva skýrt afstöðu sína í verki. Með þessu sé hreyfingin ekki að verja beina hagsmuni stúdenta. Mikilvægt að leita lausna Í svörum frá Rebekku Karlsdóttir, forseta Stúdentaráðs, við fyrirspurnum fréttastofu, segir hún að samkvæmt samþykktri stefnu Stúdentaráðs sé eitt helsta málefni ráðsins framtíð háskólasvæðisins sem felur í sér samþjöppun á starfsemi háskólans, þéttara skipulag og bættar almenningssamgöngur. „Þá er lögð áhersla á grunnþjónustukjarna í Vatnsmýrinni sem skuli þjónusta stúdenta, starfsfólk og nærliggjandi svæði, fleiri stúdentaíbúðir og eflingu vistvænna samgöngukosta, til að mynda með innleiðingu samgöngukorts á hagstæðu verði, líkt og Stúdentaráð hefur þegar talað um sem U-passa og Háskóli Íslands tekið tillit til. Passinn er að fyrirmynd U-pass sem þekkist erlendis og veitir aðgang að fjölmörgum samgöngukostum.“ Þá segir hún að allt frá því að áform Háskóla Íslands um að taka upp gjaldskyldu á bílastæðum skólans komu fyrst upp hafi skrifstofa Stúdentaráðs ítrekað við háskólayfirvöld að U-passinn skuli verða að veruleika samhliða þeim áformum og að mikilvægt sé að leitað verði lausna fyrir þá stúdenta sem þurfa að reiða sig á bíl. „Stúdentaráð hefur jafnframt beitt sér gagnvart stjórnvöldum fyrir auknu fjármagni til almenningssamgangna til þess að hægt sé að innleiða U-passa, sjá yfirlýsingu ráðsins hér. Háskólayfirvöld hafa tekið vel í kröfur Stúdentaráðs og bindur skrifstofan miklar vonir við að útfærsla og framkvæmd á téðum áformum verði vel ígrunduð, sem og að farsælar lausnir verði fundnar fyrir stúdenta og starfsfólk.“ Hagsmunir stúdenta Bílastæði Háskólar Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Til stendur að hefja gjaldtöku fyrir bílastæði við Háskóla Íslands. Um er að ræða bílastæði á malarplani við háskólann en hingað til hefur fólk ekki þurft að borga fyrir að leggja bílnum þar. Óhætt er að segja að þessi mögulega gjaldskylda sé umdeild. Viðmælendur sem ræddu við Ísland í dag voru til dæmis ekki allir á sama máli þegar þeir voru spurðir út í málið í síðustu viku. Hreyfingin sé ekki að verja hagsmuni stúdenta Á fundi stúdentaráðs í gær lagði Dagur Kárason, oddviti Vöku og fulltrúi í Stúdentaráði, fram ályktunartillögu gegn gjaldskyldu á bílastæðum Háskóla Íslands. Samkvæmt yfirlýsingu frá Vöku lagði fulltrúi Röskvu til að ályktunartillögunni yrði vísað frá þegar hún var tekin upp á fundinum. „Allir stúdentaráðsfulltrúar Röskvu kusu gegn ályktun Vöku, en fulltrúar Vöku kusu gegn frávísuninni. Efni tillögunnar sjálfrar var ekki einu sinni tekið til umræðu,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er vísað til færslu sem Röskva birti á Instagram-síðu í kjölfar fundarins. Í færslunni er fullyrt að óhjákvæmilegt sé að háskólinn komi á gjaldskyldu á bílastæðin. Í yfirlýsingu Vöku er þessi fullyrðing gagnrýnd: „Fulltrúar Röskvu firra sig þar með ábyrgð sinni til að standa gegn auknum álögum á stúdenta. Í yfirlýsingunni benda þau einnig á U-passann sem lausn fyrir þá sem keyra þurfa. Staðreyndin er sú, eins og Vaka hefur bent á áður, að strætókerfið hentar einfaldlega ekki þörfum stórs hluta stúdenta jafnvel þó að verðið væri lækkað. Það á til að mynda við um stúdenta sem búa á ytri svæðum höfuðborgarsvæðisins eða á landsbyggðinni, eru foreldrar eða sinna skyldum með skóla eins og vinnu.“ Að lokum segir Vaka að með þessu hafi Röskva skýrt afstöðu sína í verki. Með þessu sé hreyfingin ekki að verja beina hagsmuni stúdenta. Mikilvægt að leita lausna Í svörum frá Rebekku Karlsdóttir, forseta Stúdentaráðs, við fyrirspurnum fréttastofu, segir hún að samkvæmt samþykktri stefnu Stúdentaráðs sé eitt helsta málefni ráðsins framtíð háskólasvæðisins sem felur í sér samþjöppun á starfsemi háskólans, þéttara skipulag og bættar almenningssamgöngur. „Þá er lögð áhersla á grunnþjónustukjarna í Vatnsmýrinni sem skuli þjónusta stúdenta, starfsfólk og nærliggjandi svæði, fleiri stúdentaíbúðir og eflingu vistvænna samgöngukosta, til að mynda með innleiðingu samgöngukorts á hagstæðu verði, líkt og Stúdentaráð hefur þegar talað um sem U-passa og Háskóli Íslands tekið tillit til. Passinn er að fyrirmynd U-pass sem þekkist erlendis og veitir aðgang að fjölmörgum samgöngukostum.“ Þá segir hún að allt frá því að áform Háskóla Íslands um að taka upp gjaldskyldu á bílastæðum skólans komu fyrst upp hafi skrifstofa Stúdentaráðs ítrekað við háskólayfirvöld að U-passinn skuli verða að veruleika samhliða þeim áformum og að mikilvægt sé að leitað verði lausna fyrir þá stúdenta sem þurfa að reiða sig á bíl. „Stúdentaráð hefur jafnframt beitt sér gagnvart stjórnvöldum fyrir auknu fjármagni til almenningssamgangna til þess að hægt sé að innleiða U-passa, sjá yfirlýsingu ráðsins hér. Háskólayfirvöld hafa tekið vel í kröfur Stúdentaráðs og bindur skrifstofan miklar vonir við að útfærsla og framkvæmd á téðum áformum verði vel ígrunduð, sem og að farsælar lausnir verði fundnar fyrir stúdenta og starfsfólk.“
Hagsmunir stúdenta Bílastæði Háskólar Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira