„Fannst þetta vera Meistaradeildarleikur og jafnvel meira“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. febrúar 2023 23:01 Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, og Xavi, þjálfari Barcelona. Alex Caparros/Getty Images Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, var ánægður með spilamennsku sinna manna er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Barcelona í Evrópudeildinni í kvöld. Hann hefði þó þegið sigur, enda fannst honum sínir menn stjórna leiknum. „Mér fannst við stjórna leiknum fyrir utan kannski 15 mínútur í fyrri hálfleik. Þá vorum við í örlitlum vandræðum, en við stjórnuðum leiknum stærsta hlutann og sköpuðum okkur mikið af færum,“ sagði Hollendingurinn eftir leikinn. „Ég var pínu vonsvikinn með það að staðan væri enn 0-0 í hálfleik því við hefðum átt að skora og þau færi sem þeir fengu bjuggum við til fyrir þá.“ „En þetta var frábær leikur þar sem tvö sókndjörf lið voru að mætast. Mér fannst þetta vera Meistaradeildarleikur og jafnvel meira en það þannig ég naut leiksins í botn. En þetta endaði 2-2 og við þurfum að klára dæmið á Old Trafford,“ sagði Ten Hag. Eftir að hafa lent undir snemma í síðari hálfleik snéru gestirnir frá Manchester taflinu sér í hag og níu mínútum eftir að hafa lent undir var liðið komið með forystuna. Hollendingurinn hrósaði sínum mönnum fyrir að koma til baka, en skaut einnig á dómara leiksins þar sem honum fannst Marcus Rashford eiga að fá víti í leiknum. „Það er mikill karakter og áræðni í þessu liði. Trúin sem við höfðum á því að við myndum skora fyrsta markið sem er svo mikilvægt var til staðar en við gerðum það ekki. En síðan snúum við þessu við þegar við lendum undir og mér fannst dómararnir líka hafa mikil áhrif á leikinn.“ „Mér fannst klárlega brotið á Rashford. Við getum svo rætt það hvort hann hafi verið fyrir utan teig, en þá er þetta rautt spjald því hann var kominn einn á mót markmanni. Þetta hafði mikil áhrif, ekki bara á þennan leik heldur einvígið í heild og dómarar geta ekki gert svona mistök.“ Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Allt jafnt fyrir stórleikinn á Old Trafford Barcelona og Manchester United áttust við í fyrri viðureign liðanna í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 2-2 og því verður allt undir þegar liðin mætast á Old Trafford í seinni leiknum að viku liðinni. 16. febrúar 2023 19:42 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Leik lokið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
„Mér fannst við stjórna leiknum fyrir utan kannski 15 mínútur í fyrri hálfleik. Þá vorum við í örlitlum vandræðum, en við stjórnuðum leiknum stærsta hlutann og sköpuðum okkur mikið af færum,“ sagði Hollendingurinn eftir leikinn. „Ég var pínu vonsvikinn með það að staðan væri enn 0-0 í hálfleik því við hefðum átt að skora og þau færi sem þeir fengu bjuggum við til fyrir þá.“ „En þetta var frábær leikur þar sem tvö sókndjörf lið voru að mætast. Mér fannst þetta vera Meistaradeildarleikur og jafnvel meira en það þannig ég naut leiksins í botn. En þetta endaði 2-2 og við þurfum að klára dæmið á Old Trafford,“ sagði Ten Hag. Eftir að hafa lent undir snemma í síðari hálfleik snéru gestirnir frá Manchester taflinu sér í hag og níu mínútum eftir að hafa lent undir var liðið komið með forystuna. Hollendingurinn hrósaði sínum mönnum fyrir að koma til baka, en skaut einnig á dómara leiksins þar sem honum fannst Marcus Rashford eiga að fá víti í leiknum. „Það er mikill karakter og áræðni í þessu liði. Trúin sem við höfðum á því að við myndum skora fyrsta markið sem er svo mikilvægt var til staðar en við gerðum það ekki. En síðan snúum við þessu við þegar við lendum undir og mér fannst dómararnir líka hafa mikil áhrif á leikinn.“ „Mér fannst klárlega brotið á Rashford. Við getum svo rætt það hvort hann hafi verið fyrir utan teig, en þá er þetta rautt spjald því hann var kominn einn á mót markmanni. Þetta hafði mikil áhrif, ekki bara á þennan leik heldur einvígið í heild og dómarar geta ekki gert svona mistök.“
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Allt jafnt fyrir stórleikinn á Old Trafford Barcelona og Manchester United áttust við í fyrri viðureign liðanna í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 2-2 og því verður allt undir þegar liðin mætast á Old Trafford í seinni leiknum að viku liðinni. 16. febrúar 2023 19:42 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Leik lokið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Allt jafnt fyrir stórleikinn á Old Trafford Barcelona og Manchester United áttust við í fyrri viðureign liðanna í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 2-2 og því verður allt undir þegar liðin mætast á Old Trafford í seinni leiknum að viku liðinni. 16. febrúar 2023 19:42