Stjörnur Fox efuðust bak við tjöldin um ásakanir um kosningasvindl Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2023 11:02 Nokkrir af vinsælustu þáttastjórnendum Fox News príða veggi höfuðstöðva fyrirtækisins. Getty/Erik McGregor Þáttastjórnendur og forsvarsmenn Fox News töluðu sín á milli um verulegar efasemdir um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað Donald Trump sigur í forsetakosningunum 2020. Þau sögðust telja að viðmælendur þeirra eins og lögmaðurinn Sidney Powell væru að ljúga að áhorfendum þeirra. Engu að síður fjölluðu þau ítrekað um ásakanirnar og ýttu undir þær. Þetta kemur fram í tölvupóstum og skilaboðum sem þau sendu hvort öðru og lögmenn fyrirtækisins Dominion Voting Systems, sem framleiðir kosningavélar sem notaðar eru víða í Bandaríkjunum, komu höndum yfir vegna lögsóknar gegn Fox. Dominion hefur höfðað mál gegn mörgum aðilum og fyrirtækjum vegna umfangsmikilla ásakana um að fyrirtækið hafi staðið í kosningasvindli. Forsvarsmenn Dominion hafa sakað Fox um meiðyrði en samkvæmt frétt New York Times gæti vinsælasta sjónvarpsstöð Bandaríkjanna verið dæmd til að greiða miklar skaðabætur, eða 1,6 milljarð dala. Dómsskjöl sem opinberuð voru í gærkvöldi innihalda mikið af samskiptum yfirmanna og starfsmanna Fox. Trump og fulltrúar hans héldu því ítrekað fram í kjölfar kosninganna að kosningasvindl hefði kostað Trump sigur. Engar upplýsingar hafa litið dagsins ljós sem gefa til kynna að það sé rétt. Margar af ásökunum um kosningasvindl beindust að Dominion og að vélar fyrirtækisins hefðu verið forritaðar til að breyta atkvæðum sem Trump fékk í atkvæði til Bidens. Powell hélt því meðal annars fram að um alþjóðlegt samsæri kommúnista væri að ræða og að vélarnar hefðu verið framleiddar í Venesúela. Hæddust að viðmælendum Meðal vinsælustu þáttastjórnenda Fox eru þau Tucker Carlson, Sean Hannity og Laura Ingraham. Samskipti þeirra sýna að þau hæddust ítrekað að tveimur ráðgjöfum Trumps, þeim Powell og Rudy Giuliani. „Sidney Powell er að ljúga. Ég gómaði hana. Þetta er klikkað,“ skrifaði Carlson í skilaboðum til Ingraham þann 18. nóvember, skömmu eftir kosningarnar. Þann sextánda hafði hann sent sambærileg skilaboð til pródúsents „Sidney er gjörsamlega klikkuð. Enginn mun vinna með henni. Það sama á við Rudy,“ svaraði Ingraham. Carlson svaraði um hæl: „Áhorfendur okkar eru gott fólk og þau munu trúa þessu.“ Í öðrum skilaboðum lýsti Carlson Powell, sem var tíður gestur á Fox, sem stjórnlausri eldflaug og sagði hana stórhættulega. Tucker Carlson (fyrir miðju) með þeim Marjorie Taylor Greene, þingkonu Repúblikanaflokksins og Donald Trump, fyrrverandi forseta.EPA/JUSTIN LANE Murdoch trúði ekki ásökununum Rupert Murdoch, stjórnarformaður Fox News, hafði ekki mikla trú á ásökunum um kosningasvindl og yfirlýsingum Trumps um kosningasvindl sem klikkuðum. Þegar hann horfði á Giuliani og Powell í sjónvarpinu sendi hann skilaboð á einn af yfirmönnum Fox og sagði: „Þetta er hræðilegt og ég óttast að þetta muni skemma alla.“ Sjá einnig: Murdoch snýr baki við Trump Við vitnaleiðslur sagði Sean Hannity, þáttastjórnandi, að hann hefði ekki trúað Powell í eina sekúndu. Eins og blaðamaður Washington Post bendir á, kemur fram í dómsskjölunum að Hannity sagði fólki að Trump hefði tapað kosningunum með lögmætum hætti og þyrfti að sætta sig við það. Hins vegar sagði hann áhorfendum sínum á Fox allt annað. Hannity ýtti ítrekað undir ósannar yfirlýsingar um kosningasvindl og gróf undan trausti áhorfenda á kosningaferlið. Though Hannity said in private that he knew Trump needed accept the election results, look at what the host presented to his viewers each night: https://t.co/qOS5w1N7LV— ErikWemple (@ErikWemple) February 17, 2023 Lögmenn Dominion segja að ekki einn einasti starfsmaður Fox, sem bar vitni í málinu, hafi sagst trúa ásökunum um kosningasvindl sem beindust að Dominion. Í lögsókn fyrirtækisins segir að starfsmenn Fox hafi vísvitandi dreift óhróðri um Dominion og að veitt gestum vettvang til að varpa fram yfirlýsingum sem starfsmenn og yfirmenn Fox vissu að væru ósannar. Sjá einnig: Framleiðendur kosningavéla stefna á fleiri lögsóknir Segja ásakanirnar fréttnæmar Lögmenn Fox segja aftur á móti, samkvæmt AP fréttaveitunni, að með lögsókninni sé Dominion að ráðast á fyrsta viðauka stjórnarskrár bandaríkjanna, sem snýr að málfrelsi og frelsi fjölmiðla. Markmiðið sé að refsa Fox fyrir að fjalla um eitt af stærstu fréttamálum þessa tíma. Það að sitjandi forseti og fulltrúar hans héldu því fram að kosningasvindl hefði átt sér stað. Þær yfirlýsingar væru fréttnæmar. Lögmennirnir segja einnig að þegar fulltrúar Dominion lýstu yfir mótmælum gegn ummælum um kosningasvindl hafi einnig verið fjallað um það. Þættir þeirra Carlsons, Hannity og Ingraham eru skilgreindir sem skoðanaþættir og þurfa þau því ekki að lúta sömu reglum og fréttastofur vestanhafs. Sjá einnig: Trump og Fox í eina sæng í kosningabaráttunni Það svigrúm nýttu þau sér til að fjalla um ásakanir Trumps. Frá starfsstöðvum Fox í New York.AP/Mark Lennihan Yfirmenn harðorðir í garð þáttastjórnenda Í dómsskjölunum kemur einni fram að yfirmenn Fox ræddu það að þáttastjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar væru óáreiðanlegir og jafnvel klikkaðir. Einn sagði um Mariu Bartiromo að hún hlustaði sífellt á samsæringa og þeir notuðu hana til að dreifa áróðri þeirra. Annar yfirmaður sagði að ríkissjónvarp Norður-Kóreu gerði ekki eins einhliða þætti og Lou Dobbs. Annar yfirmaður lýsti Dobbs sem klikkuðum og yfirmenn sögðu svipaða hluti um Jeanine Pirro og jafnvel um þá Tucker Carlson og Sean Hannity. It's not Media Matters saying these things. It's Fox executives. pic.twitter.com/wLgUetR7AO— Oliver Darcy (@oliverdarcy) February 17, 2023 Vildu láta reka fréttakonu fyrir að leiðrétta tíst Trumps Dómsskjölin sýna einnig fram á deilur milli fréttadeildar Fox og þáttastjórnenda. Þann 12. nóvember töluðu þau Ingraham, Carlson og Hannity um fréttakonuna Jacqui Heinrich, sem hafði fjallað um tíst frá Donald Trump þar sem hann vísaði meðal annars í umfjöllun Hannity og Dobbs og talaði um Dominion og kosningasvindl. Heinrich sagði í eigin tísti að tíst Trumps innihéldi rangfærslur og að ekkert benti til þess að kosningasvindl hefði átt sér stað. Carlson sendi Hannity skilaboð og bað hann um að láta reka Heinrich vegna þessarar umfjöllunar. „Gerðu það láttu reka hana. Í alvörunni. Hvað í helvítinu? Ég er hneykslaður. Þetta verður að stöðva strax, þá meina ég í kvöld. Þetta kemur niður á fyrirtækinu, hlutabréfavirði hefur lækkað. Ég er ekki að grínast.“ Sjá einnig: Fréttamenn og þáttastjórnendur Fox deila Hannity sendi í kjölfarið skilaboð á einn af yfirmönnum Fox og lýsti yfir óánægju með tíst Heinrich. Hann sagðist ekki skilja hvernig starfsfólk fréttastofu Fox gæti hagað sér með þessum hætti. Heinrich eyddi tísti sínu. Réttarhöldin í máli Dominion gegn Fox eiga að hefjast í apríl. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Telja vitni hafa logið um tilraunir Trumps til að snúa úrslitunum Sérstakur ákærudómstóll sem var kallaður saman til þess að rannsaka tilraunir Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020 í Georgíu telur að sum vitni hafi framið meinsæri. Hann mælir með að saksóknari gefi út ákærur. 16. febrúar 2023 17:51 Lögmaður Trumps í sigti saksóknara Alríkissaksóknarar sem halda utan um rannsókn Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á meðhöndlun Donalds Trumps, fyrrverandi forseta á leynilegum skjölum, vilja fá upplýsingar um samskipti Trumps og lögmanns hans. Þessi samskipti eru trúnaðarmál en saksóknararnir hafa leitað til dómara til að fá aðgang að þeim og fá lögmanninn í yfirheyrslu hjá ákærudómstól. 15. febrúar 2023 10:25 Haley fer fram gegn Trump Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, lýsti því yfir í morgun að hún ætli í forsetaframboð. Hún er sú fyrsta sem lýsir yfir framboði eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, lýsti því yfir í nóvember í fyrra að hann ætlaði að gera aðra atlögu að Hvíta húsinu. 14. febrúar 2023 14:02 Neitaði oftar en 400 sinnum að svara spurningum saksóknara Donald Trump neitaði oftar en 400 sinnum að svara spurningum sem lagðar voru fyrir hann við yfirheyrslur vegna rannsóknar yfirvalda í New York. Þetta sést á myndskeiði af yfirheyrslunni sem CBS News hefur undir höndum. 1. febrúar 2023 07:44 Sakamálarannsóknin sneri að Trump sjálfum Sérstakur rannsakandi sem William Barr, dómsmálaráðherra Donalds Trumps, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skipaði til að rannsaka uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu, rannsakaði Trump sjálfan um tíma. 27. janúar 2023 12:25 Fjármálastjóri Trumps dæmdur í fangelsi fyrir skattsvik Allen Howard Weisselberg, sem starfaði lengi sem fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trumps, fyrrum Bandaríkjaforseta, var í dag dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir skattvsvik. 10. janúar 2023 23:29 Assange bauð röngum Hannity upplýsingar um Demókrata „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity.“ 30. janúar 2018 14:15 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Þetta kemur fram í tölvupóstum og skilaboðum sem þau sendu hvort öðru og lögmenn fyrirtækisins Dominion Voting Systems, sem framleiðir kosningavélar sem notaðar eru víða í Bandaríkjunum, komu höndum yfir vegna lögsóknar gegn Fox. Dominion hefur höfðað mál gegn mörgum aðilum og fyrirtækjum vegna umfangsmikilla ásakana um að fyrirtækið hafi staðið í kosningasvindli. Forsvarsmenn Dominion hafa sakað Fox um meiðyrði en samkvæmt frétt New York Times gæti vinsælasta sjónvarpsstöð Bandaríkjanna verið dæmd til að greiða miklar skaðabætur, eða 1,6 milljarð dala. Dómsskjöl sem opinberuð voru í gærkvöldi innihalda mikið af samskiptum yfirmanna og starfsmanna Fox. Trump og fulltrúar hans héldu því ítrekað fram í kjölfar kosninganna að kosningasvindl hefði kostað Trump sigur. Engar upplýsingar hafa litið dagsins ljós sem gefa til kynna að það sé rétt. Margar af ásökunum um kosningasvindl beindust að Dominion og að vélar fyrirtækisins hefðu verið forritaðar til að breyta atkvæðum sem Trump fékk í atkvæði til Bidens. Powell hélt því meðal annars fram að um alþjóðlegt samsæri kommúnista væri að ræða og að vélarnar hefðu verið framleiddar í Venesúela. Hæddust að viðmælendum Meðal vinsælustu þáttastjórnenda Fox eru þau Tucker Carlson, Sean Hannity og Laura Ingraham. Samskipti þeirra sýna að þau hæddust ítrekað að tveimur ráðgjöfum Trumps, þeim Powell og Rudy Giuliani. „Sidney Powell er að ljúga. Ég gómaði hana. Þetta er klikkað,“ skrifaði Carlson í skilaboðum til Ingraham þann 18. nóvember, skömmu eftir kosningarnar. Þann sextánda hafði hann sent sambærileg skilaboð til pródúsents „Sidney er gjörsamlega klikkuð. Enginn mun vinna með henni. Það sama á við Rudy,“ svaraði Ingraham. Carlson svaraði um hæl: „Áhorfendur okkar eru gott fólk og þau munu trúa þessu.“ Í öðrum skilaboðum lýsti Carlson Powell, sem var tíður gestur á Fox, sem stjórnlausri eldflaug og sagði hana stórhættulega. Tucker Carlson (fyrir miðju) með þeim Marjorie Taylor Greene, þingkonu Repúblikanaflokksins og Donald Trump, fyrrverandi forseta.EPA/JUSTIN LANE Murdoch trúði ekki ásökununum Rupert Murdoch, stjórnarformaður Fox News, hafði ekki mikla trú á ásökunum um kosningasvindl og yfirlýsingum Trumps um kosningasvindl sem klikkuðum. Þegar hann horfði á Giuliani og Powell í sjónvarpinu sendi hann skilaboð á einn af yfirmönnum Fox og sagði: „Þetta er hræðilegt og ég óttast að þetta muni skemma alla.“ Sjá einnig: Murdoch snýr baki við Trump Við vitnaleiðslur sagði Sean Hannity, þáttastjórnandi, að hann hefði ekki trúað Powell í eina sekúndu. Eins og blaðamaður Washington Post bendir á, kemur fram í dómsskjölunum að Hannity sagði fólki að Trump hefði tapað kosningunum með lögmætum hætti og þyrfti að sætta sig við það. Hins vegar sagði hann áhorfendum sínum á Fox allt annað. Hannity ýtti ítrekað undir ósannar yfirlýsingar um kosningasvindl og gróf undan trausti áhorfenda á kosningaferlið. Though Hannity said in private that he knew Trump needed accept the election results, look at what the host presented to his viewers each night: https://t.co/qOS5w1N7LV— ErikWemple (@ErikWemple) February 17, 2023 Lögmenn Dominion segja að ekki einn einasti starfsmaður Fox, sem bar vitni í málinu, hafi sagst trúa ásökunum um kosningasvindl sem beindust að Dominion. Í lögsókn fyrirtækisins segir að starfsmenn Fox hafi vísvitandi dreift óhróðri um Dominion og að veitt gestum vettvang til að varpa fram yfirlýsingum sem starfsmenn og yfirmenn Fox vissu að væru ósannar. Sjá einnig: Framleiðendur kosningavéla stefna á fleiri lögsóknir Segja ásakanirnar fréttnæmar Lögmenn Fox segja aftur á móti, samkvæmt AP fréttaveitunni, að með lögsókninni sé Dominion að ráðast á fyrsta viðauka stjórnarskrár bandaríkjanna, sem snýr að málfrelsi og frelsi fjölmiðla. Markmiðið sé að refsa Fox fyrir að fjalla um eitt af stærstu fréttamálum þessa tíma. Það að sitjandi forseti og fulltrúar hans héldu því fram að kosningasvindl hefði átt sér stað. Þær yfirlýsingar væru fréttnæmar. Lögmennirnir segja einnig að þegar fulltrúar Dominion lýstu yfir mótmælum gegn ummælum um kosningasvindl hafi einnig verið fjallað um það. Þættir þeirra Carlsons, Hannity og Ingraham eru skilgreindir sem skoðanaþættir og þurfa þau því ekki að lúta sömu reglum og fréttastofur vestanhafs. Sjá einnig: Trump og Fox í eina sæng í kosningabaráttunni Það svigrúm nýttu þau sér til að fjalla um ásakanir Trumps. Frá starfsstöðvum Fox í New York.AP/Mark Lennihan Yfirmenn harðorðir í garð þáttastjórnenda Í dómsskjölunum kemur einni fram að yfirmenn Fox ræddu það að þáttastjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar væru óáreiðanlegir og jafnvel klikkaðir. Einn sagði um Mariu Bartiromo að hún hlustaði sífellt á samsæringa og þeir notuðu hana til að dreifa áróðri þeirra. Annar yfirmaður sagði að ríkissjónvarp Norður-Kóreu gerði ekki eins einhliða þætti og Lou Dobbs. Annar yfirmaður lýsti Dobbs sem klikkuðum og yfirmenn sögðu svipaða hluti um Jeanine Pirro og jafnvel um þá Tucker Carlson og Sean Hannity. It's not Media Matters saying these things. It's Fox executives. pic.twitter.com/wLgUetR7AO— Oliver Darcy (@oliverdarcy) February 17, 2023 Vildu láta reka fréttakonu fyrir að leiðrétta tíst Trumps Dómsskjölin sýna einnig fram á deilur milli fréttadeildar Fox og þáttastjórnenda. Þann 12. nóvember töluðu þau Ingraham, Carlson og Hannity um fréttakonuna Jacqui Heinrich, sem hafði fjallað um tíst frá Donald Trump þar sem hann vísaði meðal annars í umfjöllun Hannity og Dobbs og talaði um Dominion og kosningasvindl. Heinrich sagði í eigin tísti að tíst Trumps innihéldi rangfærslur og að ekkert benti til þess að kosningasvindl hefði átt sér stað. Carlson sendi Hannity skilaboð og bað hann um að láta reka Heinrich vegna þessarar umfjöllunar. „Gerðu það láttu reka hana. Í alvörunni. Hvað í helvítinu? Ég er hneykslaður. Þetta verður að stöðva strax, þá meina ég í kvöld. Þetta kemur niður á fyrirtækinu, hlutabréfavirði hefur lækkað. Ég er ekki að grínast.“ Sjá einnig: Fréttamenn og þáttastjórnendur Fox deila Hannity sendi í kjölfarið skilaboð á einn af yfirmönnum Fox og lýsti yfir óánægju með tíst Heinrich. Hann sagðist ekki skilja hvernig starfsfólk fréttastofu Fox gæti hagað sér með þessum hætti. Heinrich eyddi tísti sínu. Réttarhöldin í máli Dominion gegn Fox eiga að hefjast í apríl.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Telja vitni hafa logið um tilraunir Trumps til að snúa úrslitunum Sérstakur ákærudómstóll sem var kallaður saman til þess að rannsaka tilraunir Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020 í Georgíu telur að sum vitni hafi framið meinsæri. Hann mælir með að saksóknari gefi út ákærur. 16. febrúar 2023 17:51 Lögmaður Trumps í sigti saksóknara Alríkissaksóknarar sem halda utan um rannsókn Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á meðhöndlun Donalds Trumps, fyrrverandi forseta á leynilegum skjölum, vilja fá upplýsingar um samskipti Trumps og lögmanns hans. Þessi samskipti eru trúnaðarmál en saksóknararnir hafa leitað til dómara til að fá aðgang að þeim og fá lögmanninn í yfirheyrslu hjá ákærudómstól. 15. febrúar 2023 10:25 Haley fer fram gegn Trump Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, lýsti því yfir í morgun að hún ætli í forsetaframboð. Hún er sú fyrsta sem lýsir yfir framboði eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, lýsti því yfir í nóvember í fyrra að hann ætlaði að gera aðra atlögu að Hvíta húsinu. 14. febrúar 2023 14:02 Neitaði oftar en 400 sinnum að svara spurningum saksóknara Donald Trump neitaði oftar en 400 sinnum að svara spurningum sem lagðar voru fyrir hann við yfirheyrslur vegna rannsóknar yfirvalda í New York. Þetta sést á myndskeiði af yfirheyrslunni sem CBS News hefur undir höndum. 1. febrúar 2023 07:44 Sakamálarannsóknin sneri að Trump sjálfum Sérstakur rannsakandi sem William Barr, dómsmálaráðherra Donalds Trumps, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skipaði til að rannsaka uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu, rannsakaði Trump sjálfan um tíma. 27. janúar 2023 12:25 Fjármálastjóri Trumps dæmdur í fangelsi fyrir skattsvik Allen Howard Weisselberg, sem starfaði lengi sem fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trumps, fyrrum Bandaríkjaforseta, var í dag dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir skattvsvik. 10. janúar 2023 23:29 Assange bauð röngum Hannity upplýsingar um Demókrata „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity.“ 30. janúar 2018 14:15 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Telja vitni hafa logið um tilraunir Trumps til að snúa úrslitunum Sérstakur ákærudómstóll sem var kallaður saman til þess að rannsaka tilraunir Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020 í Georgíu telur að sum vitni hafi framið meinsæri. Hann mælir með að saksóknari gefi út ákærur. 16. febrúar 2023 17:51
Lögmaður Trumps í sigti saksóknara Alríkissaksóknarar sem halda utan um rannsókn Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á meðhöndlun Donalds Trumps, fyrrverandi forseta á leynilegum skjölum, vilja fá upplýsingar um samskipti Trumps og lögmanns hans. Þessi samskipti eru trúnaðarmál en saksóknararnir hafa leitað til dómara til að fá aðgang að þeim og fá lögmanninn í yfirheyrslu hjá ákærudómstól. 15. febrúar 2023 10:25
Haley fer fram gegn Trump Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, lýsti því yfir í morgun að hún ætli í forsetaframboð. Hún er sú fyrsta sem lýsir yfir framboði eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, lýsti því yfir í nóvember í fyrra að hann ætlaði að gera aðra atlögu að Hvíta húsinu. 14. febrúar 2023 14:02
Neitaði oftar en 400 sinnum að svara spurningum saksóknara Donald Trump neitaði oftar en 400 sinnum að svara spurningum sem lagðar voru fyrir hann við yfirheyrslur vegna rannsóknar yfirvalda í New York. Þetta sést á myndskeiði af yfirheyrslunni sem CBS News hefur undir höndum. 1. febrúar 2023 07:44
Sakamálarannsóknin sneri að Trump sjálfum Sérstakur rannsakandi sem William Barr, dómsmálaráðherra Donalds Trumps, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skipaði til að rannsaka uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu, rannsakaði Trump sjálfan um tíma. 27. janúar 2023 12:25
Fjármálastjóri Trumps dæmdur í fangelsi fyrir skattsvik Allen Howard Weisselberg, sem starfaði lengi sem fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trumps, fyrrum Bandaríkjaforseta, var í dag dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir skattvsvik. 10. janúar 2023 23:29
Assange bauð röngum Hannity upplýsingar um Demókrata „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity.“ 30. janúar 2018 14:15