Innlent

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði telur að samningar Samtaka atvinnulífsins við Eflingu og Matvís henti ekki sínum félagsmönnum. Hann vill að samtökin fái sæti við kjarasamningsborðið og skoðar að leita til ríkissáttasemjara. 

Við ræðumvið framkvæmdastjóra Samtakanna í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf. Enn standa viðræður Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í Karphúsinu en fundur hófst klukkan tíu í morgun. Settur sáttasemjari segir fund gærdagsins ekki hafa miklu skilað. 

Svo er það konudagurinn, sem er haldinn hátíðlegur í dag. Eins og á hverju ári er mikið að gera hjá blómasölum enda er um stærsta blómasöludag ársins að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×