Innlent

Tekinn á 172 kíló­metra hraða

Bjarki Sigurðsson skrifar
Ökumaðurinn ók eftir götu þar sem hámarkshraði er áttatíu kílómetrar á klukkustund þegar hann var stöðvaður. 
Ökumaðurinn ók eftir götu þar sem hámarkshraði er áttatíu kílómetrar á klukkustund þegar hann var stöðvaður.  Vísir/Vilhelm

Ökumaður var stöðvaður í Reykjavík í nótt þar sem hann ók á 172 kílómetra hraða á svæði þar sem hámarkshraði er áttatíu kílómetrar á klukkustund. Hann var sviptur ökuréttindum á staðnum til bráðabirgða. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarinnar þar sem farið er yfir mál gærkvöldsins og næturinnar. 

Í vesturbæ Reykjavíkur var tilkynnt um hávaða í heimahúsi klukkan tuttugu mínútur yfir miðnætti. Enginn hávaði reyndist í húsinu þegar lögreglan mætti á svæðið og því engin ástæða til afskipta. 

Tilkynnt var um innbrot í verslun í Reykjavík en þjófurinn komst af vettvangi með minniháttarverðmæti. Málið er í rannsókn. 

Klukkan hálf tvö í nótt barst lögreglu tilkynning um að kviknað hafi í gröfu. Þegar lögreglu bar að garði var grafan alelda og slökkvilið réði niðurlögum eldsins. 

Þá voru þrír ökumenn stöðvaðir og grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Tveimur þeirra var sleppt eftir sýnatöku en sá þriðji var vistaður í þágu rannsóknar málsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×