Forseti spænsku deildarinnar vill að forseti Barcelona segi af sér Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. febrúar 2023 12:30 Javier Tebas, forseti La Liga. EPA-EFE/OLIVIER HOSLET Þó það gangi loks vel innan vallar hjá Barcelona þá hefur enn einn skandallinn bankað upp á. Hefur Javier Tebas, forseti La Liga, sagt opinberlega að Joan Laporta, forseti Barcelona, ætti að segja af sér. Þannig er mál með vexti að nýverið komst í fréttirnar að Barcelona hefði greitt fyrirtæki í eigu José María Enríquez Negreira allt að 1,4 milljónir evra [217 milljónir íslenskra króna] frá árunum 2016 til 2018. Téður José María var á þessum tíma varaformaður spænsku dómaranefndarinnar. Loks þegar Börsungar virtust vera að finna taktinn innan vallar eftir döpur misseri þá kemur þetta mál upp á yfirborðið. La Liga, spænska úrvalsdeildin, getur ekkert aðhafst í málinu að svo stöddu vegna regluverks spænskrar knattspyrnu en Tebas vill einfaldlega að Laporta segi af sér nema forseti Börsunga geti útskýrt þessar 33 greiðslur upp á 217 milljónir íslenskra króna. Hann tekur fram að hann sé búinn að hafa samband við ríkissaksóknara og mun heyra bæði í UEFA og FIFA sé þess þörf. Þá sló Tebas því upp að mögulega væri um að ræða alvarlegra mál heldur en það sem Juventus er að glíma við á Ítalíu. Voru 15 stig dregin af Juventus á dögunum. Barcelona sjálft hefur hafið rannsókn á málinu en ekki er ljóst hvenær niðurstöðu er að vænta úr því. Tebas hefur að sama skapi sagt að Barcelona fái ekki að rannsaka málið eitt og óstudd. Á meðan sú rannsókn fer fram halda lærisveinar Xavi áfram að reyna endurheimta spænska meistaratitilinn en liðið er sem stendur á toppi La Liga. Joan Laporta, forseti Barcelona.EPA-EFE/Alejandro Garcia Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Þannig er mál með vexti að nýverið komst í fréttirnar að Barcelona hefði greitt fyrirtæki í eigu José María Enríquez Negreira allt að 1,4 milljónir evra [217 milljónir íslenskra króna] frá árunum 2016 til 2018. Téður José María var á þessum tíma varaformaður spænsku dómaranefndarinnar. Loks þegar Börsungar virtust vera að finna taktinn innan vallar eftir döpur misseri þá kemur þetta mál upp á yfirborðið. La Liga, spænska úrvalsdeildin, getur ekkert aðhafst í málinu að svo stöddu vegna regluverks spænskrar knattspyrnu en Tebas vill einfaldlega að Laporta segi af sér nema forseti Börsunga geti útskýrt þessar 33 greiðslur upp á 217 milljónir íslenskra króna. Hann tekur fram að hann sé búinn að hafa samband við ríkissaksóknara og mun heyra bæði í UEFA og FIFA sé þess þörf. Þá sló Tebas því upp að mögulega væri um að ræða alvarlegra mál heldur en það sem Juventus er að glíma við á Ítalíu. Voru 15 stig dregin af Juventus á dögunum. Barcelona sjálft hefur hafið rannsókn á málinu en ekki er ljóst hvenær niðurstöðu er að vænta úr því. Tebas hefur að sama skapi sagt að Barcelona fái ekki að rannsaka málið eitt og óstudd. Á meðan sú rannsókn fer fram halda lærisveinar Xavi áfram að reyna endurheimta spænska meistaratitilinn en liðið er sem stendur á toppi La Liga. Joan Laporta, forseti Barcelona.EPA-EFE/Alejandro Garcia
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira