Heita kartaflan Sigmar Guðmundsson skrifar 23. febrúar 2023 10:30 Það dylst engum þessa dagana að Íslandsmetið í að kasta heitri kartöflu á milli sín er í stórhættu. Við þekkjum þetta allt of vel. Verðbólgan fer af stað og verður nánast undantekningarlaust hærri og þrálátri hér en í nágrannalöndunum. Sem viðbragð við henni fáum við Íslendingar reglulega stýrivaxtahækkanir sem enda gjarnan upp í rjáfri með þeim afleiðingum að heimilum og fyrirtækjum blæðir hressilega. Höggið sem við fáum núna er sérlega þungt. Hver ber ábyrgð? Það er heita kartaflan. Fjármálaráðherra og seðlabankastjóri hafa nú sameinast um að benda fingrinum að kjarasamningum um og kasta því kartöflunni til aðila vinnumarkaðarins. Þeir voru reyndar báðir á því fyrir áramót að þessir samningar væru innan þolmarka en þegar þörfin fyrir annan sökudólg jókst, í réttu hlutfalli við hækkandi vexti og verðbólgu, breyttist það venju samkvæmt. Seðlabankastjóri og fjármálaráðherra eru líka sammála um að það þjóni engum tilgangi að leita að sökudólgum, sem er auðvitað það sem menn segja þegar þeir vilja ekki kannast við ábyrgð sína. Svo eru þeir báðir sammála um að kenna hvor öðrum um. Seðlabankastjóri kastar kartöflunni til fjármálaráðherra og bendir á lélega stjórn hans á ríkisfjármálum. Fjármálaráðherra grípur jarðeplið en kastar því strax til baka og bendir á að bankinn hafi ekki spáð rétt fyrir um verðbólguna . Forsætisráðherra bætti um betur á dögunum og sagði berum orðum að Seðlabankinn bæri höfuðábyrgð. Í áratugi hefur þessi þreytti samkvæmisleikur ráðamanna, Seðlabanka og aðila vinnumarkaðarins bugað verðbólgu og vaxtapínda þjóð. Menn benda hver á annan í leit að sökudólgi og reyna að sannfæra fólk um að ábyrgðin liggi annarstaðar en hjá þeim sjálfum. Stundum er heitu kartöflunni kastað til þjóðarinnar sem eyðir víst of miklu í sólarvörn og sandala á fjarlægum ströndum. Núna súpum við Íslendingar seiðið af því að hagstjórn ríkisstjórnarinnar er í molum, sturlaður vöxtur ríkisútgjalda er órækur vitnisburður um það. Einnig má efast um að svona stórkarlalegar vaxtahækkanir, í umhverfi fastra vaxta og verðtryggingar, bíti með réttum hætti. Allt þetta þarf að vera í lagi, hvort sem hér er notuð króna eða evra. Það sem við bætist í íslensku samfélagi, og er okkar stærsta vandamál, er risavaxinn kerfisvandi sem ýkir allar efnahagssveiflur og veldur stórfelldum búsifjum hjá heimilum og fyrirtækjum. Það er auðvitað mikið áhyggjuefni að bæði seðlabankastjóri og fjármálaráðherra séu svo uppteknir við að benda hvor á annan, á sama tíma og ekki má leita að sökudólgum, að þeir sjái hvorugur hið raunverulega vandamál. Þessi staurblinda, sem ég held reyndar að sé valkvæð, er efnahagsvandi í sjálfu sér. Sú firra að tæplega 400.000 manna þjóð haldi fast í pínuoggulitla örmynt í ólgusjó alþjóðaviðskipta er hið raunverulega allt umlykjandi vandamál. Einn minnsti gjaldmiðill í heimi er helsta ástæða þess að Íslendingar borga meira fyrir nauðsynjar og miklu, miklu, hærri vexti en nágrannaþjóðirnar. Örmyntin er líka ein helsta ástæða þess að vaxtakostnaður íslenska ríkisins, sem hlutfall af landsframleiðslu, er hærri en flestra Evrópulanda og miklu hærri en í nágrannalöndunum. Þetta hlutfall er hærra á Íslandi en á Ítalíu og Grikklandi og við vitum vel hvernig staða ríkisfjármála er þar. Íslenska krónan er heita kartaflan. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Íslenska krónan Alþingi Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Það dylst engum þessa dagana að Íslandsmetið í að kasta heitri kartöflu á milli sín er í stórhættu. Við þekkjum þetta allt of vel. Verðbólgan fer af stað og verður nánast undantekningarlaust hærri og þrálátri hér en í nágrannalöndunum. Sem viðbragð við henni fáum við Íslendingar reglulega stýrivaxtahækkanir sem enda gjarnan upp í rjáfri með þeim afleiðingum að heimilum og fyrirtækjum blæðir hressilega. Höggið sem við fáum núna er sérlega þungt. Hver ber ábyrgð? Það er heita kartaflan. Fjármálaráðherra og seðlabankastjóri hafa nú sameinast um að benda fingrinum að kjarasamningum um og kasta því kartöflunni til aðila vinnumarkaðarins. Þeir voru reyndar báðir á því fyrir áramót að þessir samningar væru innan þolmarka en þegar þörfin fyrir annan sökudólg jókst, í réttu hlutfalli við hækkandi vexti og verðbólgu, breyttist það venju samkvæmt. Seðlabankastjóri og fjármálaráðherra eru líka sammála um að það þjóni engum tilgangi að leita að sökudólgum, sem er auðvitað það sem menn segja þegar þeir vilja ekki kannast við ábyrgð sína. Svo eru þeir báðir sammála um að kenna hvor öðrum um. Seðlabankastjóri kastar kartöflunni til fjármálaráðherra og bendir á lélega stjórn hans á ríkisfjármálum. Fjármálaráðherra grípur jarðeplið en kastar því strax til baka og bendir á að bankinn hafi ekki spáð rétt fyrir um verðbólguna . Forsætisráðherra bætti um betur á dögunum og sagði berum orðum að Seðlabankinn bæri höfuðábyrgð. Í áratugi hefur þessi þreytti samkvæmisleikur ráðamanna, Seðlabanka og aðila vinnumarkaðarins bugað verðbólgu og vaxtapínda þjóð. Menn benda hver á annan í leit að sökudólgi og reyna að sannfæra fólk um að ábyrgðin liggi annarstaðar en hjá þeim sjálfum. Stundum er heitu kartöflunni kastað til þjóðarinnar sem eyðir víst of miklu í sólarvörn og sandala á fjarlægum ströndum. Núna súpum við Íslendingar seiðið af því að hagstjórn ríkisstjórnarinnar er í molum, sturlaður vöxtur ríkisútgjalda er órækur vitnisburður um það. Einnig má efast um að svona stórkarlalegar vaxtahækkanir, í umhverfi fastra vaxta og verðtryggingar, bíti með réttum hætti. Allt þetta þarf að vera í lagi, hvort sem hér er notuð króna eða evra. Það sem við bætist í íslensku samfélagi, og er okkar stærsta vandamál, er risavaxinn kerfisvandi sem ýkir allar efnahagssveiflur og veldur stórfelldum búsifjum hjá heimilum og fyrirtækjum. Það er auðvitað mikið áhyggjuefni að bæði seðlabankastjóri og fjármálaráðherra séu svo uppteknir við að benda hvor á annan, á sama tíma og ekki má leita að sökudólgum, að þeir sjái hvorugur hið raunverulega vandamál. Þessi staurblinda, sem ég held reyndar að sé valkvæð, er efnahagsvandi í sjálfu sér. Sú firra að tæplega 400.000 manna þjóð haldi fast í pínuoggulitla örmynt í ólgusjó alþjóðaviðskipta er hið raunverulega allt umlykjandi vandamál. Einn minnsti gjaldmiðill í heimi er helsta ástæða þess að Íslendingar borga meira fyrir nauðsynjar og miklu, miklu, hærri vexti en nágrannaþjóðirnar. Örmyntin er líka ein helsta ástæða þess að vaxtakostnaður íslenska ríkisins, sem hlutfall af landsframleiðslu, er hærri en flestra Evrópulanda og miklu hærri en í nágrannalöndunum. Þetta hlutfall er hærra á Íslandi en á Ítalíu og Grikklandi og við vitum vel hvernig staða ríkisfjármála er þar. Íslenska krónan er heita kartaflan. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun