Heita kartaflan Sigmar Guðmundsson skrifar 23. febrúar 2023 10:30 Það dylst engum þessa dagana að Íslandsmetið í að kasta heitri kartöflu á milli sín er í stórhættu. Við þekkjum þetta allt of vel. Verðbólgan fer af stað og verður nánast undantekningarlaust hærri og þrálátri hér en í nágrannalöndunum. Sem viðbragð við henni fáum við Íslendingar reglulega stýrivaxtahækkanir sem enda gjarnan upp í rjáfri með þeim afleiðingum að heimilum og fyrirtækjum blæðir hressilega. Höggið sem við fáum núna er sérlega þungt. Hver ber ábyrgð? Það er heita kartaflan. Fjármálaráðherra og seðlabankastjóri hafa nú sameinast um að benda fingrinum að kjarasamningum um og kasta því kartöflunni til aðila vinnumarkaðarins. Þeir voru reyndar báðir á því fyrir áramót að þessir samningar væru innan þolmarka en þegar þörfin fyrir annan sökudólg jókst, í réttu hlutfalli við hækkandi vexti og verðbólgu, breyttist það venju samkvæmt. Seðlabankastjóri og fjármálaráðherra eru líka sammála um að það þjóni engum tilgangi að leita að sökudólgum, sem er auðvitað það sem menn segja þegar þeir vilja ekki kannast við ábyrgð sína. Svo eru þeir báðir sammála um að kenna hvor öðrum um. Seðlabankastjóri kastar kartöflunni til fjármálaráðherra og bendir á lélega stjórn hans á ríkisfjármálum. Fjármálaráðherra grípur jarðeplið en kastar því strax til baka og bendir á að bankinn hafi ekki spáð rétt fyrir um verðbólguna . Forsætisráðherra bætti um betur á dögunum og sagði berum orðum að Seðlabankinn bæri höfuðábyrgð. Í áratugi hefur þessi þreytti samkvæmisleikur ráðamanna, Seðlabanka og aðila vinnumarkaðarins bugað verðbólgu og vaxtapínda þjóð. Menn benda hver á annan í leit að sökudólgi og reyna að sannfæra fólk um að ábyrgðin liggi annarstaðar en hjá þeim sjálfum. Stundum er heitu kartöflunni kastað til þjóðarinnar sem eyðir víst of miklu í sólarvörn og sandala á fjarlægum ströndum. Núna súpum við Íslendingar seiðið af því að hagstjórn ríkisstjórnarinnar er í molum, sturlaður vöxtur ríkisútgjalda er órækur vitnisburður um það. Einnig má efast um að svona stórkarlalegar vaxtahækkanir, í umhverfi fastra vaxta og verðtryggingar, bíti með réttum hætti. Allt þetta þarf að vera í lagi, hvort sem hér er notuð króna eða evra. Það sem við bætist í íslensku samfélagi, og er okkar stærsta vandamál, er risavaxinn kerfisvandi sem ýkir allar efnahagssveiflur og veldur stórfelldum búsifjum hjá heimilum og fyrirtækjum. Það er auðvitað mikið áhyggjuefni að bæði seðlabankastjóri og fjármálaráðherra séu svo uppteknir við að benda hvor á annan, á sama tíma og ekki má leita að sökudólgum, að þeir sjái hvorugur hið raunverulega vandamál. Þessi staurblinda, sem ég held reyndar að sé valkvæð, er efnahagsvandi í sjálfu sér. Sú firra að tæplega 400.000 manna þjóð haldi fast í pínuoggulitla örmynt í ólgusjó alþjóðaviðskipta er hið raunverulega allt umlykjandi vandamál. Einn minnsti gjaldmiðill í heimi er helsta ástæða þess að Íslendingar borga meira fyrir nauðsynjar og miklu, miklu, hærri vexti en nágrannaþjóðirnar. Örmyntin er líka ein helsta ástæða þess að vaxtakostnaður íslenska ríkisins, sem hlutfall af landsframleiðslu, er hærri en flestra Evrópulanda og miklu hærri en í nágrannalöndunum. Þetta hlutfall er hærra á Íslandi en á Ítalíu og Grikklandi og við vitum vel hvernig staða ríkisfjármála er þar. Íslenska krónan er heita kartaflan. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Íslenska krónan Alþingi Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Það dylst engum þessa dagana að Íslandsmetið í að kasta heitri kartöflu á milli sín er í stórhættu. Við þekkjum þetta allt of vel. Verðbólgan fer af stað og verður nánast undantekningarlaust hærri og þrálátri hér en í nágrannalöndunum. Sem viðbragð við henni fáum við Íslendingar reglulega stýrivaxtahækkanir sem enda gjarnan upp í rjáfri með þeim afleiðingum að heimilum og fyrirtækjum blæðir hressilega. Höggið sem við fáum núna er sérlega þungt. Hver ber ábyrgð? Það er heita kartaflan. Fjármálaráðherra og seðlabankastjóri hafa nú sameinast um að benda fingrinum að kjarasamningum um og kasta því kartöflunni til aðila vinnumarkaðarins. Þeir voru reyndar báðir á því fyrir áramót að þessir samningar væru innan þolmarka en þegar þörfin fyrir annan sökudólg jókst, í réttu hlutfalli við hækkandi vexti og verðbólgu, breyttist það venju samkvæmt. Seðlabankastjóri og fjármálaráðherra eru líka sammála um að það þjóni engum tilgangi að leita að sökudólgum, sem er auðvitað það sem menn segja þegar þeir vilja ekki kannast við ábyrgð sína. Svo eru þeir báðir sammála um að kenna hvor öðrum um. Seðlabankastjóri kastar kartöflunni til fjármálaráðherra og bendir á lélega stjórn hans á ríkisfjármálum. Fjármálaráðherra grípur jarðeplið en kastar því strax til baka og bendir á að bankinn hafi ekki spáð rétt fyrir um verðbólguna . Forsætisráðherra bætti um betur á dögunum og sagði berum orðum að Seðlabankinn bæri höfuðábyrgð. Í áratugi hefur þessi þreytti samkvæmisleikur ráðamanna, Seðlabanka og aðila vinnumarkaðarins bugað verðbólgu og vaxtapínda þjóð. Menn benda hver á annan í leit að sökudólgi og reyna að sannfæra fólk um að ábyrgðin liggi annarstaðar en hjá þeim sjálfum. Stundum er heitu kartöflunni kastað til þjóðarinnar sem eyðir víst of miklu í sólarvörn og sandala á fjarlægum ströndum. Núna súpum við Íslendingar seiðið af því að hagstjórn ríkisstjórnarinnar er í molum, sturlaður vöxtur ríkisútgjalda er órækur vitnisburður um það. Einnig má efast um að svona stórkarlalegar vaxtahækkanir, í umhverfi fastra vaxta og verðtryggingar, bíti með réttum hætti. Allt þetta þarf að vera í lagi, hvort sem hér er notuð króna eða evra. Það sem við bætist í íslensku samfélagi, og er okkar stærsta vandamál, er risavaxinn kerfisvandi sem ýkir allar efnahagssveiflur og veldur stórfelldum búsifjum hjá heimilum og fyrirtækjum. Það er auðvitað mikið áhyggjuefni að bæði seðlabankastjóri og fjármálaráðherra séu svo uppteknir við að benda hvor á annan, á sama tíma og ekki má leita að sökudólgum, að þeir sjái hvorugur hið raunverulega vandamál. Þessi staurblinda, sem ég held reyndar að sé valkvæð, er efnahagsvandi í sjálfu sér. Sú firra að tæplega 400.000 manna þjóð haldi fast í pínuoggulitla örmynt í ólgusjó alþjóðaviðskipta er hið raunverulega allt umlykjandi vandamál. Einn minnsti gjaldmiðill í heimi er helsta ástæða þess að Íslendingar borga meira fyrir nauðsynjar og miklu, miklu, hærri vexti en nágrannaþjóðirnar. Örmyntin er líka ein helsta ástæða þess að vaxtakostnaður íslenska ríkisins, sem hlutfall af landsframleiðslu, er hærri en flestra Evrópulanda og miklu hærri en í nágrannalöndunum. Þetta hlutfall er hærra á Íslandi en á Ítalíu og Grikklandi og við vitum vel hvernig staða ríkisfjármála er þar. Íslenska krónan er heita kartaflan. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun