Erlent

Máluðu risa­stóran Úkraínu­fána við rúss­neska sendi­ráðið

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Hópurinn sagðist vilja minna á sjálfstæði Úkraínu.
Hópurinn sagðist vilja minna á sjálfstæði Úkraínu. Twitter

Fjórir voru handteknir í Lundúnum í dag fyrir að hafa málað úkraínska fánann á götu fyrir framan sendiráð Rússa í borginni.

Hópurinn „Led By Donkeys“ stóð fyrir athæfinu og sögðust meðlimirnir vilja minna á rétt Úkraínumanna til sjálfstæðis. Á morgun sé ár liðið frá innrás Rússa.

Rúmlega þrjú hundruð lítrum af gulri og blárri málningu var hellt á götuna, Bayswater Road, og sá umferðin um að dreifa málningunni að miklu leyti. Eins og fyrr segir voru fjórir handteknir, þrír karlmenn og ein kona. Breska ríkisútvarpið greinir frá.

Hópurinn birti myndband á Twitter sem sýnir gjörninginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×