Verðbólguþrýstingurinn meiri og almennari en spár gerðu ráð fyrir Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. febrúar 2023 15:32 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir líklegt að verðbólga verði áfram há. Verðbólgumarkmið Seðlabankans verði ekki í sjónmáli fyrr en um miðjan áratug. Vísir/Egill Verðbólgan jókst annan mánuðinn í röð og er nú komin yfir tíu prósent, þvert á væntingar greiningaraðila. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir þetta áhyggjufulla þróun og að greiningaraðila þurfi að endurskoða forsendur fyrir sínum spám. Hættan á að verðbólgan verði þrálát og vextir hækki sé að aukast jafnt og þétt. Gert er ráð fyrir annarri stýrivaxtahækkun. Hagstofan birti nýjustu verðbólgumælingar í morgun en tólf mánaða verðbólga mælist nú 10,2 prósent, hækkaði um 0,3 prósentustig frá því í janúar, og hefur ekki mælst hærri síðan í september 2009. Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki höfðu spáð því í þar síðustu viku að verðbólgan myndi hjaðna milli mánaða og fara niður í 9,6 prósent í febrúar. „Mælingin kom okkur og greinilega greiningaraðilum almennt nokkuð á óvart. Hún var töluvert yfir því sem að opinberlega birtar spár höfðu hljóðað upp á. Það er líka áhyggjuefni hversu margir liðir eru að hækka heldur meira en við væntum,“ segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Verðbólguþrýstingur virðist vera að breiðast út og verða almennur, sem Seðlabankinn hafði við síðustu vaxtaákvörðun sagst hafa áhyggjur af. Meðal þess sem hækkaði hvað mest milli mánaða var verð á mat og drykk, eða um nærri tvö prósent, sem og verð á ýmsum vörum sem voru á útsölu í janúar, svo sem fatnaður og heimilisbúnaður. Önnur stýrivaxtahækkun líklega í kortunum Núna sé enginn einn undirþáttur sem skeri sig sérstaklega úr líkt og stundum hafi verið. Íbúðaverð haldi mælingum aftur núna ef eitthvað er, öfugt við þróunina í fyrra. Launahækkanir undir lok síðasta árs spili líklega inn í hækkun að þessu sinni. „Ég held að þessi mæling hljóti að vera til marks um það meðal annars að fyrirtæki eru að bregðast við þeirri hækkun launa sem að samið var um á síðustu vikunum í fyrra og sum fyrirtæki þar að auki að sjá kostnað á ýmsum aðföngum sem þau kaupa hækka,“ segir Jón Bjarki. Ýmsir undirliðir hækkuðu í verði milli mánaða. Íslandsbanki Þetta sé þróun sem muni líklega halda áfram þar sem um skammtímasamninga var að ræða síðast og viðræður um langtímasamninga komi til kasta í lok árs auk þess sem Efling á enn eftir að semja. „Eftir því sem að verðbólga verður meiri og þegar kemur að því að semja upp á nýtt og gerðir verða samningar sem hljóða upp á meiri launahækkanir, eykst hættan á því að þrýstingur launa á verðlagi verði líka meiri á næsta ári og árinu þar á eftir heldur en við höfðum kannski verið að búast við,“ segir Jón Bjarki. Mælingin renni stoðum undir það að það hafi verið rétt hjá Seðlabankanum að hækka stýrivexti í byrjun mánaðar og er búist við að þeir hækki aftur á næsta fundi peningastefnunefndar í mars. Þau taki mælinguna í febrúar með sér í farteskið og líklega verði um 0,5 prósentustiga hækkun aftur. „Við erum einfaldlega að sigla í umhverfi þar sem að hætta á þrálátri verðbólgu og hærri vöxtum en við höfum séð síðustu ár, sú hætta er að aukast jafnt og þétt,“ segir Jón Bjarki en það setji Seðlabankann í snúna stöðu í framhaldinu. Gera ráð fyrir að verðbólga muni hjaðna hægar Landsbankinn spáir því nú að verðbólga muni hjaðna hægar en áður var talið og að verðbólga mælist 9,2 prósent í júní til að mynda en þau höfðu áður spáð 8,2 prósent verðbólgu á sama tíma. Í bráðabirgðarspá Íslandsbanka er talið að verðbólga mælist 8,4 prósent í maí en horfurnar verða endurmetnar á næstu vikum. „Við erum auðvitað núna að endurskoða allar okkar forsendur því að þær hafa reynst of bjartsýnar síðustu mánuðina. En enn sem komið er eigum við nú von á að það dragi á endanum úr taktinum, einfaldlega vegna þess hvað hann var geysi hraður fram eftir síðasta ári,“ segir Jón Bjarki. Ýmislegt ýti undir þá spá, til að mynda sé íbúðaverð stöðugra og verðþrýstingur í innflutningi minni, draga muni úr verðhækkunum á innfluttum vörum þegar lengra líður á árið og sérstaklega ef að krónan helst stöðugt. Jafnt og þétt detti fyrri hækkanir úr tólf mánaða mælingu. „Það þarf svolítið mikið til að viðhalda þessum tveggja stafa tölu takti,“ segir Jón Bjarki, þó það sé með þeim fyrirvara að þróunin gæti orðið óhagstæðari. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5 prósent en óvissan er töluverð og verðbólga líklega mikil áfram. „Verðbólga verður enn þá veruleg í árslok ef að líkum lætur. Við sjáum fyrir okkur að hún verði einhvers staðar á milli sex og sjö prósent í desember,“ segir Jón Bjarki. Hvað teljið þið langt þar til við förum að nálgast verðbólgumarkmið Seðlabankans? „Það verður nú tæpast fyrr en eftir miðjan áratug, svona þegar kemur fram á árið 2025 þá teljum við góðar líkur á að verðbólgumarkmið verði í sjónmáli en það er nú ólíklegt að það gerist fyrr,“ segir hann enn fremur en bætir við að spár svona langt fram í tímann séu með ákveðnum fyrirvara vegna óvissu. Verðlag Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Verðbólgan rýfur tíu prósenta múrinn Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,39 prósent milli mánaða og mælist verðbólgan á ársgrundvelli nú 10,2 prósent. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur hækkað um 8,9 prósent síðustu tólf mánuði. 27. febrúar 2023 09:17 Evrópusambandið fýsilegur kostur í litlu hagkerfi Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að innganga Íslands í Evrópusambandið gæti reynst vel. Hann gerir þó fyrirvara við mál sitt; ferlið sé flókið og nýr gjaldmiðill sé engin töfralausn. Aukið samstarf við nágrannaríkin gæti þó verið af hinu góða. 26. febrúar 2023 23:30 Enn lækkar íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,5 prósent milli desember og janúar. Þetta er þriðja mánuðinn í röð sem íbúðaverð lækkaði. Ekki hafa verið undirritaðir færri kaupsamningar á mánuði síðan í janúar árið 2011. 22. febrúar 2023 10:18 Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Hagstofan birti nýjustu verðbólgumælingar í morgun en tólf mánaða verðbólga mælist nú 10,2 prósent, hækkaði um 0,3 prósentustig frá því í janúar, og hefur ekki mælst hærri síðan í september 2009. Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki höfðu spáð því í þar síðustu viku að verðbólgan myndi hjaðna milli mánaða og fara niður í 9,6 prósent í febrúar. „Mælingin kom okkur og greinilega greiningaraðilum almennt nokkuð á óvart. Hún var töluvert yfir því sem að opinberlega birtar spár höfðu hljóðað upp á. Það er líka áhyggjuefni hversu margir liðir eru að hækka heldur meira en við væntum,“ segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Verðbólguþrýstingur virðist vera að breiðast út og verða almennur, sem Seðlabankinn hafði við síðustu vaxtaákvörðun sagst hafa áhyggjur af. Meðal þess sem hækkaði hvað mest milli mánaða var verð á mat og drykk, eða um nærri tvö prósent, sem og verð á ýmsum vörum sem voru á útsölu í janúar, svo sem fatnaður og heimilisbúnaður. Önnur stýrivaxtahækkun líklega í kortunum Núna sé enginn einn undirþáttur sem skeri sig sérstaklega úr líkt og stundum hafi verið. Íbúðaverð haldi mælingum aftur núna ef eitthvað er, öfugt við þróunina í fyrra. Launahækkanir undir lok síðasta árs spili líklega inn í hækkun að þessu sinni. „Ég held að þessi mæling hljóti að vera til marks um það meðal annars að fyrirtæki eru að bregðast við þeirri hækkun launa sem að samið var um á síðustu vikunum í fyrra og sum fyrirtæki þar að auki að sjá kostnað á ýmsum aðföngum sem þau kaupa hækka,“ segir Jón Bjarki. Ýmsir undirliðir hækkuðu í verði milli mánaða. Íslandsbanki Þetta sé þróun sem muni líklega halda áfram þar sem um skammtímasamninga var að ræða síðast og viðræður um langtímasamninga komi til kasta í lok árs auk þess sem Efling á enn eftir að semja. „Eftir því sem að verðbólga verður meiri og þegar kemur að því að semja upp á nýtt og gerðir verða samningar sem hljóða upp á meiri launahækkanir, eykst hættan á því að þrýstingur launa á verðlagi verði líka meiri á næsta ári og árinu þar á eftir heldur en við höfðum kannski verið að búast við,“ segir Jón Bjarki. Mælingin renni stoðum undir það að það hafi verið rétt hjá Seðlabankanum að hækka stýrivexti í byrjun mánaðar og er búist við að þeir hækki aftur á næsta fundi peningastefnunefndar í mars. Þau taki mælinguna í febrúar með sér í farteskið og líklega verði um 0,5 prósentustiga hækkun aftur. „Við erum einfaldlega að sigla í umhverfi þar sem að hætta á þrálátri verðbólgu og hærri vöxtum en við höfum séð síðustu ár, sú hætta er að aukast jafnt og þétt,“ segir Jón Bjarki en það setji Seðlabankann í snúna stöðu í framhaldinu. Gera ráð fyrir að verðbólga muni hjaðna hægar Landsbankinn spáir því nú að verðbólga muni hjaðna hægar en áður var talið og að verðbólga mælist 9,2 prósent í júní til að mynda en þau höfðu áður spáð 8,2 prósent verðbólgu á sama tíma. Í bráðabirgðarspá Íslandsbanka er talið að verðbólga mælist 8,4 prósent í maí en horfurnar verða endurmetnar á næstu vikum. „Við erum auðvitað núna að endurskoða allar okkar forsendur því að þær hafa reynst of bjartsýnar síðustu mánuðina. En enn sem komið er eigum við nú von á að það dragi á endanum úr taktinum, einfaldlega vegna þess hvað hann var geysi hraður fram eftir síðasta ári,“ segir Jón Bjarki. Ýmislegt ýti undir þá spá, til að mynda sé íbúðaverð stöðugra og verðþrýstingur í innflutningi minni, draga muni úr verðhækkunum á innfluttum vörum þegar lengra líður á árið og sérstaklega ef að krónan helst stöðugt. Jafnt og þétt detti fyrri hækkanir úr tólf mánaða mælingu. „Það þarf svolítið mikið til að viðhalda þessum tveggja stafa tölu takti,“ segir Jón Bjarki, þó það sé með þeim fyrirvara að þróunin gæti orðið óhagstæðari. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5 prósent en óvissan er töluverð og verðbólga líklega mikil áfram. „Verðbólga verður enn þá veruleg í árslok ef að líkum lætur. Við sjáum fyrir okkur að hún verði einhvers staðar á milli sex og sjö prósent í desember,“ segir Jón Bjarki. Hvað teljið þið langt þar til við förum að nálgast verðbólgumarkmið Seðlabankans? „Það verður nú tæpast fyrr en eftir miðjan áratug, svona þegar kemur fram á árið 2025 þá teljum við góðar líkur á að verðbólgumarkmið verði í sjónmáli en það er nú ólíklegt að það gerist fyrr,“ segir hann enn fremur en bætir við að spár svona langt fram í tímann séu með ákveðnum fyrirvara vegna óvissu.
Verðlag Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Verðbólgan rýfur tíu prósenta múrinn Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,39 prósent milli mánaða og mælist verðbólgan á ársgrundvelli nú 10,2 prósent. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur hækkað um 8,9 prósent síðustu tólf mánuði. 27. febrúar 2023 09:17 Evrópusambandið fýsilegur kostur í litlu hagkerfi Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að innganga Íslands í Evrópusambandið gæti reynst vel. Hann gerir þó fyrirvara við mál sitt; ferlið sé flókið og nýr gjaldmiðill sé engin töfralausn. Aukið samstarf við nágrannaríkin gæti þó verið af hinu góða. 26. febrúar 2023 23:30 Enn lækkar íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,5 prósent milli desember og janúar. Þetta er þriðja mánuðinn í röð sem íbúðaverð lækkaði. Ekki hafa verið undirritaðir færri kaupsamningar á mánuði síðan í janúar árið 2011. 22. febrúar 2023 10:18 Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Verðbólgan rýfur tíu prósenta múrinn Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,39 prósent milli mánaða og mælist verðbólgan á ársgrundvelli nú 10,2 prósent. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur hækkað um 8,9 prósent síðustu tólf mánuði. 27. febrúar 2023 09:17
Evrópusambandið fýsilegur kostur í litlu hagkerfi Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að innganga Íslands í Evrópusambandið gæti reynst vel. Hann gerir þó fyrirvara við mál sitt; ferlið sé flókið og nýr gjaldmiðill sé engin töfralausn. Aukið samstarf við nágrannaríkin gæti þó verið af hinu góða. 26. febrúar 2023 23:30
Enn lækkar íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,5 prósent milli desember og janúar. Þetta er þriðja mánuðinn í röð sem íbúðaverð lækkaði. Ekki hafa verið undirritaðir færri kaupsamningar á mánuði síðan í janúar árið 2011. 22. febrúar 2023 10:18