Kvennakastið: Af hverju eru konurnar ekki á stórmótum eins og karlalandsliðið? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2023 10:00 Andrea Jacobsen hefur spilað úti í mörg ár og hún er hörð á því að fleiri íslenska handboltakonur þurfi að fara út í atvinnumennsku ætli landsliðið að ná betri árangri. Vísir/Hulda Margrét Silla sparaði ekki stóru spurningarnar þegar hún fékk sig tvær af atvinnumönnunum í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta. Landsliðskonurnar Andrea Jacobsen og Elín Jóna Þorsteinsdóttir mættu í Kvennakastið til Sigurlaugar Rúnarsdóttur, Sillu, og ræddu meðal annars muninn á karla- og kvennalandsliði Íslands í handbolta. Íslensku stelpurnar unnu mjög flottan sex marka sigur á B-liði Noregs í æfingaleik á Ásvöllum í gær sem lofar góðu fyrir erfiða umspilsleiki á móti Ungverjum um sæti á HM. Stóra spurningin í þættinum var af hverju kvennalandsliðið í handbolta sé ekki áskrift af stórmótum eins og karlalandsliðið. Langt síðan þær komust á stórmót „Ég er oft mikið að pæla í þessu með okkur og íslenska landsliðið. Við höfum komist á tvö stórmót en það er orðið ansi langt síðan. Við erum samt búin að vera með leikmenn sem voru með þar eins og þegar Karen Knútsdóttir var í fyrra og svo Rut en þær voru að bera þetta uppi þá,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir. „Af hverju erum við ekki að ná betri árangri? Af hverju erum við ekki að komast á stórmótin? Af hverju erum við ekki eins og karlalandsliðið,“ spurði Sigurlaug landsliðskonurnar tvær. Vá hvað ég er spennt „Vá hvað ég er spennt fyrir þessu svari,“ bætti Sigurlaug við. „Ég er fremsta talskona þess að leikmenn þurfi að fara út. Ég hef reyndar ekki spilað lengi í deildinni hérna heima en þetta er bara allt annar pakki að fara út og spila og reyna að vinna sig upp um deildir,“ sagði Andrea Jacobsen. „Að mæta þeim bestu,“ skaut Elín Jóna Þorsteinsdóttir inn í. Þurfum að henda leikmönnum út „Þótt að maður byrji svolítið á núlli þá fær maður reynsluna og tilfinninguna fyrir þessu. Ég vil bara meina að við þurfum að henda leikmönnum út að spila,“ sagði Andrea. „Þá skal ég segja þér fréttir að þegar við komust á stórmót síðast þá voru átta af landsliðskonunum okkar í Val og Fram,“ sagði Sigurlaug. Hér fyrir neðan má heyra meira af umræðunni um muninn á árangri karla- og kvennalandsliðsins í handbolta á síðustu árum. Stóra spurningin dettur inn eftir 26 mínútur. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Landsliðskonurnar Andrea Jacobsen og Elín Jóna Þorsteinsdóttir mættu í Kvennakastið til Sigurlaugar Rúnarsdóttur, Sillu, og ræddu meðal annars muninn á karla- og kvennalandsliði Íslands í handbolta. Íslensku stelpurnar unnu mjög flottan sex marka sigur á B-liði Noregs í æfingaleik á Ásvöllum í gær sem lofar góðu fyrir erfiða umspilsleiki á móti Ungverjum um sæti á HM. Stóra spurningin í þættinum var af hverju kvennalandsliðið í handbolta sé ekki áskrift af stórmótum eins og karlalandsliðið. Langt síðan þær komust á stórmót „Ég er oft mikið að pæla í þessu með okkur og íslenska landsliðið. Við höfum komist á tvö stórmót en það er orðið ansi langt síðan. Við erum samt búin að vera með leikmenn sem voru með þar eins og þegar Karen Knútsdóttir var í fyrra og svo Rut en þær voru að bera þetta uppi þá,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir. „Af hverju erum við ekki að ná betri árangri? Af hverju erum við ekki að komast á stórmótin? Af hverju erum við ekki eins og karlalandsliðið,“ spurði Sigurlaug landsliðskonurnar tvær. Vá hvað ég er spennt „Vá hvað ég er spennt fyrir þessu svari,“ bætti Sigurlaug við. „Ég er fremsta talskona þess að leikmenn þurfi að fara út. Ég hef reyndar ekki spilað lengi í deildinni hérna heima en þetta er bara allt annar pakki að fara út og spila og reyna að vinna sig upp um deildir,“ sagði Andrea Jacobsen. „Að mæta þeim bestu,“ skaut Elín Jóna Þorsteinsdóttir inn í. Þurfum að henda leikmönnum út „Þótt að maður byrji svolítið á núlli þá fær maður reynsluna og tilfinninguna fyrir þessu. Ég vil bara meina að við þurfum að henda leikmönnum út að spila,“ sagði Andrea. „Þá skal ég segja þér fréttir að þegar við komust á stórmót síðast þá voru átta af landsliðskonunum okkar í Val og Fram,“ sagði Sigurlaug. Hér fyrir neðan má heyra meira af umræðunni um muninn á árangri karla- og kvennalandsliðsins í handbolta á síðustu árum. Stóra spurningin dettur inn eftir 26 mínútur.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira