Hamrarnir horfa hýru auga til Manchester Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. mars 2023 11:30 Erik ten Hag hefur ekki mikil not fyrir Harry Maguire. Matthew Ashton/Getty Images Talið er að West Ham United girnist þrjá leikmenn Manchester United í sumar. Allir þrír eru meðal þeirra leikmanna sem talið er að Erik ten Hag, þjálfari Rauðu djöflanna, sé tilbúinn að selja. Það er ljóst að Man United þarf að selja leikmenn ætli það sér að styrkja leikmannahóp sinn í sumar. Félagið skuldar rúmlega 200 milljónir sterlingspunda [34 milljarða íslenskra króna] í leikmannakaup. Til að standast fjárhagsreglur þarf liðið því líklega að losa sig við þónokkra leikmenn í sumar og talið er að fjöldinn allur sé til sölu. Í slúðurpakka dagsins á Bretlandseyjum er greint frá því að West Ham United sé á höttunum á eftir þremur leikmönnum Man United. Um er að ræða miðvörðinn og fyrirliðanna Harry Maguire, skoska miðjumanninn Scott McTominay og franska framherjann Anthony Martial. Hinn 29 ára gamli Maguire á ekki fast sæti í liðinu og virðist sem hann sé í raun fjórði kostur á eftir Lisandro Martínez, Raphaël Varane og Victor Lindelöf. Hinn 26 ára gamli McTominay hefur komið meira við sögu en búist var við eftir að Ten Hag sótti Christian Eriksen og Casemiro. Anthony Martial hefur lítið sem ekkert spilað á leiktíðinni.EPA-EFE/JOEL CARRETT McTominay hefur áður verið orðaður við Newcastle United og gæti því verið að hægt sé að hækka verðið ef hann er jafn eftirsóttur og af er látið. Hvað Martial varðar þá hefur hann varla verið leikfær allt tímabilið og hefur Wout Weghorst – framherjinn sem kom á láni í janúar – spilað fleiri mínútur en franski framherjinn á leiktíðinni. Því má reikna með að Martial fari nokkuð ódýrt en hann er þó á himinháum launum. Það er komið nokkuð langt síðan leikmaður fór frá Man United til Hamranna en sá síðasta var Ravel Morrisson árið 2012. Hann er í dag leikmaður D.C. United í Bandaríkjunum. Manchester United er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 49 stig að loknum 24 leikjum á meðan West Ham er í 16. sæti með 23 stig eftir jafn marga leiki. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Sjá meira
Það er ljóst að Man United þarf að selja leikmenn ætli það sér að styrkja leikmannahóp sinn í sumar. Félagið skuldar rúmlega 200 milljónir sterlingspunda [34 milljarða íslenskra króna] í leikmannakaup. Til að standast fjárhagsreglur þarf liðið því líklega að losa sig við þónokkra leikmenn í sumar og talið er að fjöldinn allur sé til sölu. Í slúðurpakka dagsins á Bretlandseyjum er greint frá því að West Ham United sé á höttunum á eftir þremur leikmönnum Man United. Um er að ræða miðvörðinn og fyrirliðanna Harry Maguire, skoska miðjumanninn Scott McTominay og franska framherjann Anthony Martial. Hinn 29 ára gamli Maguire á ekki fast sæti í liðinu og virðist sem hann sé í raun fjórði kostur á eftir Lisandro Martínez, Raphaël Varane og Victor Lindelöf. Hinn 26 ára gamli McTominay hefur komið meira við sögu en búist var við eftir að Ten Hag sótti Christian Eriksen og Casemiro. Anthony Martial hefur lítið sem ekkert spilað á leiktíðinni.EPA-EFE/JOEL CARRETT McTominay hefur áður verið orðaður við Newcastle United og gæti því verið að hægt sé að hækka verðið ef hann er jafn eftirsóttur og af er látið. Hvað Martial varðar þá hefur hann varla verið leikfær allt tímabilið og hefur Wout Weghorst – framherjinn sem kom á láni í janúar – spilað fleiri mínútur en franski framherjinn á leiktíðinni. Því má reikna með að Martial fari nokkuð ódýrt en hann er þó á himinháum launum. Það er komið nokkuð langt síðan leikmaður fór frá Man United til Hamranna en sá síðasta var Ravel Morrisson árið 2012. Hann er í dag leikmaður D.C. United í Bandaríkjunum. Manchester United er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 49 stig að loknum 24 leikjum á meðan West Ham er í 16. sæti með 23 stig eftir jafn marga leiki.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Sjá meira