Ekki beint kostnaðaraukning heldur ný framkvæmd Bjarki Sigurðsson skrifar 5. mars 2023 11:34 Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins. Vísir Framkvæmdastjóri Betri samgangna útskýrði í dag í Sprengisandi fimmtán milljarða hækkun á kostnaði við samgöngusáttmála. Þingmaður Miðflokksins segir að það þurfi að skera kostnaðinn niður, meðal annars með því að sleppa ákveðnum verkefnum. Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri opinbera hlutafélagsins Betri samgöngur, og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni. Þar ræddu þeir samgöngusáttmálann sem margir telja að sé þegar sprunginn, áður en framkvæmdir eru hafnar. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði fram tillögu í síðasta mánuði um að endurskoðunar ákvæði sáttmálans yrði virkjað. Meðal annars vegna þess að lítið hefur gerst á framkvæmdahlið sáttmálans og að kostnaður við sáttmálann hafi aukist um fimmtán milljarða. Davíð segir kostnaðurinn hafi ekki beint aukist heldur sé framkvæmdin við Sæbraut ekki lengur sama framkvæmdin og kveðið var á um í upphafi. „Það voru til gamlar áætlanir fyrir framkvæmdastoppið um mislæg gatnamót. Svo var ákveðið í sáttmálanum að það sé það mikil umferð þarna að það þurfi að gera stokk. Það fellst í því að það þarf að koma fyrir hjólastígum og Borgarlínunni. Þetta snýst ekki bar aum umferðina, þetta snýst líka um borgarbraginn, um hverfið þarna. Að þú getir sett hraðbrautina sem þarna er og verður áfram ofan í jörðina,“ segir Davíð. Ákveðið var að breyta þessu í stokk en hvergi lá fyrir hvað það myndi kosta. Því myndi hann ekki segja kostnaðaraukningin sé fimmtán milljarðar heldur sé þetta allt önnur framkvæmd. Bergþór vill aftur á móti fresta Sæbrautarstokknum um einhvern tíma, jafnvel slá hann alveg af borðinu. Frekar klára Sundabrautina sem sé arðsamasta verkefnið af þeim öllum. „Þannig það sé hægt að tappa af í gegnum hana umferðarflæði áður en við förum í það verkefni sem mögulega verður að þrengja Sæbrautina í 1+1 á framkvæmdatímanum sem verður tvö til þrjú ár. Þar verður allt í köku árum saman ef fram heldur sem horfir. Það verður bara forsmekkur af því sem verður við Miklubrautarstokkinn þegar að því kemur,“ segir Bergþór. Hægt er að hlusta á viðtalið við Bergþór og Davíð í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Deilt um framtíð samgöngusáttmála Samgöngur Borgarlína Miðflokkurinn Sundabraut Vegagerð Sprengisandur Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri opinbera hlutafélagsins Betri samgöngur, og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni. Þar ræddu þeir samgöngusáttmálann sem margir telja að sé þegar sprunginn, áður en framkvæmdir eru hafnar. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði fram tillögu í síðasta mánuði um að endurskoðunar ákvæði sáttmálans yrði virkjað. Meðal annars vegna þess að lítið hefur gerst á framkvæmdahlið sáttmálans og að kostnaður við sáttmálann hafi aukist um fimmtán milljarða. Davíð segir kostnaðurinn hafi ekki beint aukist heldur sé framkvæmdin við Sæbraut ekki lengur sama framkvæmdin og kveðið var á um í upphafi. „Það voru til gamlar áætlanir fyrir framkvæmdastoppið um mislæg gatnamót. Svo var ákveðið í sáttmálanum að það sé það mikil umferð þarna að það þurfi að gera stokk. Það fellst í því að það þarf að koma fyrir hjólastígum og Borgarlínunni. Þetta snýst ekki bar aum umferðina, þetta snýst líka um borgarbraginn, um hverfið þarna. Að þú getir sett hraðbrautina sem þarna er og verður áfram ofan í jörðina,“ segir Davíð. Ákveðið var að breyta þessu í stokk en hvergi lá fyrir hvað það myndi kosta. Því myndi hann ekki segja kostnaðaraukningin sé fimmtán milljarðar heldur sé þetta allt önnur framkvæmd. Bergþór vill aftur á móti fresta Sæbrautarstokknum um einhvern tíma, jafnvel slá hann alveg af borðinu. Frekar klára Sundabrautina sem sé arðsamasta verkefnið af þeim öllum. „Þannig það sé hægt að tappa af í gegnum hana umferðarflæði áður en við förum í það verkefni sem mögulega verður að þrengja Sæbrautina í 1+1 á framkvæmdatímanum sem verður tvö til þrjú ár. Þar verður allt í köku árum saman ef fram heldur sem horfir. Það verður bara forsmekkur af því sem verður við Miklubrautarstokkinn þegar að því kemur,“ segir Bergþór. Hægt er að hlusta á viðtalið við Bergþór og Davíð í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Deilt um framtíð samgöngusáttmála
Samgöngur Borgarlína Miðflokkurinn Sundabraut Vegagerð Sprengisandur Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira