Þríeykinu bárust alvarlegar hótanir: „Það vilja fjörutíu sextán ára krakkar lemja þig“ Árni Sæberg skrifar 5. mars 2023 22:16 Meðlimum þríeykisins svokallaða bárust mjög alvarlegar, og oft ógeðslegar, hótanir. Vísir/Vilhelm Þau Alma, Víðir og Þórólfur máttu sæta því á hápunkti faraldurs Covid-19 að þeim bárust líflátshótanir. Hótanirnar voru svo alvarlegar að lögregla vaktaði heimili þeirra allan sólarhringinn. Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra og Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, stóðu í eldlínunni á meðan faraldur kórónuveirunnar hér á landi stóð sem hæst. Þau þurftu að taka erfiðar ákvarðanir á borð við strangar sóttvarnaraðgerðir og kynna þær fyrir almenningi. Margir voru óánægðir og sumir sýndu óánægju sína í verki á óvæginn hátt. „Drullastu til að opna líkamsræktarstöðvar skítahrappurinn þinn. Hvernig dettur þér í hug að loka landinu, litli skíturinn þinn? Settu það á kassann að það vilja fjörutíu sextán ára krakkar lemja þig,“ er meðal skilaboða sem Þórólfur las upp í nýjasta þætti Storms, sem sýndur var á RÚV í kvöld. „Fokking leðurhommadraslið þitt, dreptu þig. Eina sem ég vil er að fara á skíði,“ er annað dæmi um skilaboð sem honum bárust. Sér eftir að hafa sýnt eiginkonunni skilaboðin Í þættinum segir Þórólfur að hann hafi „asnast“ til þess að sýna eiginkonu sinni skilaboðin sem hann fékk og að hún hafi farið í kerfi við það. „Ég hefði ekki átt að sýna henni þetta,“ segir hann. Sara Hafsteinsdóttir, eiginkona Þórólfs, segir að símtölin sem bárust á heimilið hafi verið orðin ansi þreytandi á tímabili. „Ég var alltaf að segja mönnum víðsvegar af landinu að ég ynni ekki hjá Landlæknisembættinu og gæti ekki bjargað þeim úr sóttkví eða einhverju slíku og það endaði með því að við bara sögðum símanum upp,“ segir hún. Öryggiskerfi beintengt við lögregluna Víðir segir að þau hafi öll þrjú verið með öflugt öryggiskerfi sem var beintengt við stjórnstöð lögreglu. Um leið og það fór í gang hafi lögregla mætt með viðbúnað. Þórólfur segir þau hjónin hafa vaknað við símtal frá lögreglu eina nóttina og skömmu síðar hafi hún verið mætt heim til þeirra. „Garðurinn var fullur af sérsveitarmönnum með vasaljós og hríðskotabyssur eða eitthvað svoleiðis og líka fyrir framan og þetta var svona eins og í bíómynd,“ segir hann. „Auðvitað er manni ekki alveg sama“ Í þættinum les Alma upp athugasemd á Facebook sem skaut þeim öllum skelk í bringu. „Það ætti að taka menn eins og Víðir, það er náttúrulega ekki rétt beygt, og þríeykið, fara með þau út í bakgarð og nota þrjár kúlur á þetta viðbjóðslega glæpahyski,“ sagði Alma. „Þetta er ekki fyrsta og ekki önnur. Og það er áhugavert að sjá hversu margir læka færslu þar sem er lagt til að við séum dregin út í garð og skotin í hnakkann,“ segir Víðir. Þá vísar Víðir til fréttaflutnings af því þegar skotið var á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra með riffli. „Svo þegar maður sér svona fréttir þar sem einhver beinlínis skýtur á glugga og bíla þá auðvitað er manni ekki alveg sama,“ segir Víðir. Sara segir að hún geri sér grein fyrir því að þeir sem fremji slíkan verknað eða hóti öðru eins sé veikt fólk. Henni finnist slíkt samt óþægilegt. „Þegar ég stend við gluggann alveg nyrst á Nesinu við bílaumferðina, maður væri svona easy target í glugganum,“ segir Þórólfur. Víðir tekur undir og segir sér ekki hafa liðið vel þegar hann stóð við eldhúsgluggann að vaska upp. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisútvarpið Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra og Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, stóðu í eldlínunni á meðan faraldur kórónuveirunnar hér á landi stóð sem hæst. Þau þurftu að taka erfiðar ákvarðanir á borð við strangar sóttvarnaraðgerðir og kynna þær fyrir almenningi. Margir voru óánægðir og sumir sýndu óánægju sína í verki á óvæginn hátt. „Drullastu til að opna líkamsræktarstöðvar skítahrappurinn þinn. Hvernig dettur þér í hug að loka landinu, litli skíturinn þinn? Settu það á kassann að það vilja fjörutíu sextán ára krakkar lemja þig,“ er meðal skilaboða sem Þórólfur las upp í nýjasta þætti Storms, sem sýndur var á RÚV í kvöld. „Fokking leðurhommadraslið þitt, dreptu þig. Eina sem ég vil er að fara á skíði,“ er annað dæmi um skilaboð sem honum bárust. Sér eftir að hafa sýnt eiginkonunni skilaboðin Í þættinum segir Þórólfur að hann hafi „asnast“ til þess að sýna eiginkonu sinni skilaboðin sem hann fékk og að hún hafi farið í kerfi við það. „Ég hefði ekki átt að sýna henni þetta,“ segir hann. Sara Hafsteinsdóttir, eiginkona Þórólfs, segir að símtölin sem bárust á heimilið hafi verið orðin ansi þreytandi á tímabili. „Ég var alltaf að segja mönnum víðsvegar af landinu að ég ynni ekki hjá Landlæknisembættinu og gæti ekki bjargað þeim úr sóttkví eða einhverju slíku og það endaði með því að við bara sögðum símanum upp,“ segir hún. Öryggiskerfi beintengt við lögregluna Víðir segir að þau hafi öll þrjú verið með öflugt öryggiskerfi sem var beintengt við stjórnstöð lögreglu. Um leið og það fór í gang hafi lögregla mætt með viðbúnað. Þórólfur segir þau hjónin hafa vaknað við símtal frá lögreglu eina nóttina og skömmu síðar hafi hún verið mætt heim til þeirra. „Garðurinn var fullur af sérsveitarmönnum með vasaljós og hríðskotabyssur eða eitthvað svoleiðis og líka fyrir framan og þetta var svona eins og í bíómynd,“ segir hann. „Auðvitað er manni ekki alveg sama“ Í þættinum les Alma upp athugasemd á Facebook sem skaut þeim öllum skelk í bringu. „Það ætti að taka menn eins og Víðir, það er náttúrulega ekki rétt beygt, og þríeykið, fara með þau út í bakgarð og nota þrjár kúlur á þetta viðbjóðslega glæpahyski,“ sagði Alma. „Þetta er ekki fyrsta og ekki önnur. Og það er áhugavert að sjá hversu margir læka færslu þar sem er lagt til að við séum dregin út í garð og skotin í hnakkann,“ segir Víðir. Þá vísar Víðir til fréttaflutnings af því þegar skotið var á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra með riffli. „Svo þegar maður sér svona fréttir þar sem einhver beinlínis skýtur á glugga og bíla þá auðvitað er manni ekki alveg sama,“ segir Víðir. Sara segir að hún geri sér grein fyrir því að þeir sem fremji slíkan verknað eða hóti öðru eins sé veikt fólk. Henni finnist slíkt samt óþægilegt. „Þegar ég stend við gluggann alveg nyrst á Nesinu við bílaumferðina, maður væri svona easy target í glugganum,“ segir Þórólfur. Víðir tekur undir og segir sér ekki hafa liðið vel þegar hann stóð við eldhúsgluggann að vaska upp.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisútvarpið Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira