Íslenski boltinn

Þróttur fær banda­rískan mið­vörð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Nýjasti leikmaður Þróttar.
Nýjasti leikmaður Þróttar. Northeastern-háskólinn

Þróttur Reykjavík hefur sótt miðvörð fyrir komandi tímabil í Bestu deild kvenna í fótbolta. Sú heitir Mikenna McManus og kemur frá Bandaríkjunum.

Hin 23 ára gamla McManus spilaði með Northeastern-háskólanum í bandaríska háskólaboltanum og færði sig þaðan yfir til Chicago Red Stars í NWSL-deildinni.

Þar kom McManus aðeins við sögu í einum leik á síðustu leiktíð. Hún ákvað því að leita á ný mið og mun leika í Bestu deild kvenna í sumar.

Þróttur endaði í 4. sæti Bestu deildar kvenna á síðustu leiktíð. Fyrsti leikur liðsins í ár er gegn FH þann 26. apríl næstkomandi en Besta deild kvenna hefst degi fyrr með stórleik Vals og Breiðabliks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×