VR þarf nýjan formann Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar 13. mars 2023 15:01 Félagar í VR ganga nú enn á ný til formannskosninga. Elva Hrönn Hjartardóttir gefur kost á sér ásamt núverandi formanni. Kvenfyrirlitning nýjasta viðbótin Hlutverk stéttarfélaga er að semja um kaup og kjör félagsmanna og innheimta þau félagsgjöld til að standa straum af þeirri starfsemi. Svo einfalt er það. Þetta hlutverk rækja þau að sjálfsögðu best við samningaborðið. Öskurkeppni í ræðustól, hatursorðræða gegn ríkisstjórn, Seðlabanka og fjármálakerfinu og almennur dónaskapur í samskiptum skilar yfirleitt engu, nema þá helst einhverri aðdáun hjá pópúlískum skoðanasystkinum. Kvenfyrirlitning virðist svo vera nýjasta viðbótin í kosningabaráttu formannsins. Karlar sem eru þekktir fyrir að hata konur keppast í það minnsta við að lofa formanninn og „alvöru karlmennsku“ hans. Alvarlega staða blasir við Ef litið er yfir svið vinnumarkaðarins blasir býsna alvarleg staða við. ASÍ er sundurslitið af innbyrðis átökum, formenn stéttarfélaga virða viðteknar vinnureglur og siðareglur vinnumarkaðarins að vettugi, vinnumarkaðslöggjöfin sem ríkissáttasemjari hefur stuðst við stenst ekki dómstóla og samstaða launafólks í kjarasamningagerð hefur verið rofin á þeirri furðulegu forsendu að standi vinnandi fólk saman um kjör sín og kaupmátt, taki það sjálfstæðan samningarétt af stéttarfélögum. Fyrir fólk eins og mig sem hefur fylgst með vinnumarkaðsmálum síðan fyrir aldamótin síðustu, hefur mörgu verið snúið nánast upp í andhverfu sína. Núverandi formaður hefur ekki náð væntum árangri Það grátlegasta við þetta er, að hefði formaður VR bara einbeitt sér að helsta baráttumáli sínu, húsnæðismálunum, gæti hann hafa náð verulegum árangri með þetta stærsta stéttarfélag landsins á bak við sig. Því miður hefur það ekki legið fyrir honum. Með því ala stöðugt á ótta og reiði hefur formaðurinn vissulega styrkt sig og valdastöðu sína. Gallinn er hins vegar bara sá að þetta er tímafrek iðja og ekki margt annað sem kemst í verk á sama tíma. Þú kallar í það minnsta ekki stjórnvöld öllum illum nöfnum og semur síðan við þau um víðtækar lausnir í húsnæðismálum. Samningar og samstarf kalla á traust. Ætti bara að drífa sig í stjórnmálin Aðdáun stjórnarandstæðinga gæti á hinn bóginn vaxið verulega. Slíkur árangur telur bara ekki fyrir formann VR. Það er því brýnt að félagar í VR gefi núverandi formanni verðskuldað frí, svo að hann geti haldið ótrauður út á vígvöll stjórnmálanna. Þar myndi fara miklu betur um formanninn og baráttumálin hans. Nái Elva Hrönn kjöri bíður hennar það risavaxna verkefni að koma starfsemi VR aftur á réttan kjöl. Svo að brýnustu málin séu nefnd, þá þarf VR að beita sér fyrir því að efla ASÍ og styrkja sem þann mikilvæga samstarfsvettvang launafólks sem sambandinu er ætlað að vera. Formaður VR þarf þarf að leiða viðræður við stjórnvöld af hálfu vinnumarkaðarins um þjóðarsátt í húsnæðismálum og síðast en ekki síst þá þarf að efla og bæta þjónustu félagsins við VR félaga. Mikilvægur liður í því uppbyggingarstarfi gæti verið að deildaskipta félaginu, sem er afar stórt og með ólíka tekjuhópa innanborðs. Umhverfismál, jafnréttis- og mannréttindamál, fjórða tæknibyltingin og valdefling lægstu tekjuhópa – allt eru þetta jafnframt brýn verkefni sem bíða úrlausnar og treysti ég Elvu Hrönn best fyrir því að leiða þá mikilvægu vinnu. Gerum Elvu að næsta formanni VR Ágætu félagar í VR. Ég hvet alla til að nýta kosningarétt sinn næstkomandi miðvikudag. Það er mikilvægt að nota kosningaréttinn. Mig langar jafnframt til að hvetja fólk til að greiða Elvu Hrönn atkvæði sitt. Kjósum Elvu Hrönn og fáum nýjan og glæsilegan formann sem nær árangri fyrir öll í VR. Höfundur bauð sig fram til formanns VR fyrir tveimur árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Guðrún Jónasdóttir Stéttarfélög Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Sjá meira
Félagar í VR ganga nú enn á ný til formannskosninga. Elva Hrönn Hjartardóttir gefur kost á sér ásamt núverandi formanni. Kvenfyrirlitning nýjasta viðbótin Hlutverk stéttarfélaga er að semja um kaup og kjör félagsmanna og innheimta þau félagsgjöld til að standa straum af þeirri starfsemi. Svo einfalt er það. Þetta hlutverk rækja þau að sjálfsögðu best við samningaborðið. Öskurkeppni í ræðustól, hatursorðræða gegn ríkisstjórn, Seðlabanka og fjármálakerfinu og almennur dónaskapur í samskiptum skilar yfirleitt engu, nema þá helst einhverri aðdáun hjá pópúlískum skoðanasystkinum. Kvenfyrirlitning virðist svo vera nýjasta viðbótin í kosningabaráttu formannsins. Karlar sem eru þekktir fyrir að hata konur keppast í það minnsta við að lofa formanninn og „alvöru karlmennsku“ hans. Alvarlega staða blasir við Ef litið er yfir svið vinnumarkaðarins blasir býsna alvarleg staða við. ASÍ er sundurslitið af innbyrðis átökum, formenn stéttarfélaga virða viðteknar vinnureglur og siðareglur vinnumarkaðarins að vettugi, vinnumarkaðslöggjöfin sem ríkissáttasemjari hefur stuðst við stenst ekki dómstóla og samstaða launafólks í kjarasamningagerð hefur verið rofin á þeirri furðulegu forsendu að standi vinnandi fólk saman um kjör sín og kaupmátt, taki það sjálfstæðan samningarétt af stéttarfélögum. Fyrir fólk eins og mig sem hefur fylgst með vinnumarkaðsmálum síðan fyrir aldamótin síðustu, hefur mörgu verið snúið nánast upp í andhverfu sína. Núverandi formaður hefur ekki náð væntum árangri Það grátlegasta við þetta er, að hefði formaður VR bara einbeitt sér að helsta baráttumáli sínu, húsnæðismálunum, gæti hann hafa náð verulegum árangri með þetta stærsta stéttarfélag landsins á bak við sig. Því miður hefur það ekki legið fyrir honum. Með því ala stöðugt á ótta og reiði hefur formaðurinn vissulega styrkt sig og valdastöðu sína. Gallinn er hins vegar bara sá að þetta er tímafrek iðja og ekki margt annað sem kemst í verk á sama tíma. Þú kallar í það minnsta ekki stjórnvöld öllum illum nöfnum og semur síðan við þau um víðtækar lausnir í húsnæðismálum. Samningar og samstarf kalla á traust. Ætti bara að drífa sig í stjórnmálin Aðdáun stjórnarandstæðinga gæti á hinn bóginn vaxið verulega. Slíkur árangur telur bara ekki fyrir formann VR. Það er því brýnt að félagar í VR gefi núverandi formanni verðskuldað frí, svo að hann geti haldið ótrauður út á vígvöll stjórnmálanna. Þar myndi fara miklu betur um formanninn og baráttumálin hans. Nái Elva Hrönn kjöri bíður hennar það risavaxna verkefni að koma starfsemi VR aftur á réttan kjöl. Svo að brýnustu málin séu nefnd, þá þarf VR að beita sér fyrir því að efla ASÍ og styrkja sem þann mikilvæga samstarfsvettvang launafólks sem sambandinu er ætlað að vera. Formaður VR þarf þarf að leiða viðræður við stjórnvöld af hálfu vinnumarkaðarins um þjóðarsátt í húsnæðismálum og síðast en ekki síst þá þarf að efla og bæta þjónustu félagsins við VR félaga. Mikilvægur liður í því uppbyggingarstarfi gæti verið að deildaskipta félaginu, sem er afar stórt og með ólíka tekjuhópa innanborðs. Umhverfismál, jafnréttis- og mannréttindamál, fjórða tæknibyltingin og valdefling lægstu tekjuhópa – allt eru þetta jafnframt brýn verkefni sem bíða úrlausnar og treysti ég Elvu Hrönn best fyrir því að leiða þá mikilvægu vinnu. Gerum Elvu að næsta formanni VR Ágætu félagar í VR. Ég hvet alla til að nýta kosningarétt sinn næstkomandi miðvikudag. Það er mikilvægt að nota kosningaréttinn. Mig langar jafnframt til að hvetja fólk til að greiða Elvu Hrönn atkvæði sitt. Kjósum Elvu Hrönn og fáum nýjan og glæsilegan formann sem nær árangri fyrir öll í VR. Höfundur bauð sig fram til formanns VR fyrir tveimur árum.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar