Innlent

Fundi Katrínar og Zelenskys lokið

Heimir Már Pétursson skrifar
Vel fór á með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu á fundi þeirra í dag.
Vel fór á með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu á fundi þeirra í dag. stjórnarráðið

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu áttu um klukkustundar fund í Kænugarði í dag. Þar ræddu þau meðal annars um væntanlegan leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík í maí þar sem Úkraína verður aðal dagskrárefnið.

Eftir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra heimsóttu bæina Borodianka og Bocha norður af Kænugarði í morgun og lagt blómsveig að minningarvegg í Kænugarði um þá sem fallið hafa í innrás Rússa áttu þær sameiginlega fundi með Zelensky og Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu. Fundurinn stóð í rúma klukkustund.

Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra Íslands í Kænugarði í dag.stjórnarráðið

Vel fór á með Katrínu og Zelensky sem féllust í faðma í upphafi fundar. Að honum loknum undirrituðu þau síðan sameiginlega yfirlýsingu um samstarf ríkjanna. Katrín og Þórdís Kolbrún greindu meðal annars frá því hvernig áframhaldandi stuðningi Íslands sem herlausrar þjóðar við Úkraínu yfir á þessu ári.

Við segjum nánar frá þessum fundum um leið og  upplýsingar berast en hér má sjá myndir sem aðstoðarmenn ráðherranna tóku fyrr í dag.

Frá fundi Katrínar og Zelenskys fyrr í dag.stjórnarráðið
Katrín Jakobsdóttir og Volodymyr Zelensky féllust í faðma í forsetahöllinni í Kænugarði.stjórnarráðið

Tengdar fréttir

Katrín segir sláandi að sjá afleiðingar innrásar Rússa

Forsætisráðherra segir sláandi að sjá ummerkin eftir innrás Rússa í Úkraínu og hitta íbúana sem urðu vitni af hryllingnum á fyrstu dögum innrásarinnar. Hún og utanríkisráðherra funda með forseta, forsætisráðherra Úkraínu og fleirum í Kænugarði í dag.

Katrín og Þórdís Kolbrún virða fyrir sér eyðilegginguna í Bucha

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru þessa stundina í bænum Bucha í Úkraínu til að kynna sér aðstæður. Rússneskar hersveitir frömdu fjöldamorð á óbreyttum borgurum í upphafi innrásarinnar í febrúar og mars í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×