Hefur sýnt og sannað að enn er hægt að koma á óvart á gervihnattaöld Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. mars 2023 10:31 Khvicha Kvaratskhelia ógnar sífellt með hraða sínum og krafti. Cesare Purini/Getty Images Georgímaðurinn Khvicha Kvaratskhelia, mögulega betur þekktur sem Kvaradona, hefur undanfarna mánuði heillað knattspyrnuaðdáendur á Ítalíu sem og um gervalla Evrópu með ótrúlegum hæfileikum sínum. Reikna má með að hann spæni upp vænginn þegar Napoli tekur á móti Eintracht Frankfurt í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þegar yfirstandandi knattspyrnutímabil hófst var hinn þá 21 árs gamli Kvaratskhelia ekki þekkt stærð í knattspyrnuheiminum. Rússneska félagið Rubin Kazan keypti hann árið 2019 en í febrúar sama ár hafði hann farið á láni til Lokomotiv Moskvu. Kvaratskhelia tróð sér svo sem ekki í fyrirsagnir blaðanna í Rússlandi og eftir innrás Rússa í Úkraínu í ársbyrjun 2022 ákvað leikmaðurinn að snúa aftur til heimalandsins. Hann gekk í raðir Dinamo Batumi þann 31. mars en stoppaði stutt við. Hann spilaði frábærlega með liðinu og aðeins örfáum mánuðum síðar festi Napoli kaup á kaupa fyrir 11,5 milljónir evra eða rúman 1,7 milljarð íslenskra króna. Þó upphæðin sé há fyrir flest okkar þá er aðeins um að ræða brot af því sem önnur knattspyrnufélög Evrópu hafa eytt í vængmenn á undanförnum misserum. I went to Naples to meet Khvicha Kvaratskhelia, who is the most compelling, exciting player (and story) in Europe, as far as I can tell. Then I went for a pizza tasting menu, which is the high point of human civilisation. https://t.co/mgkIWddAHA— Rory Smith (@RorySmith) March 14, 2023 Það virðist sem Kvaratskhelia sé hannaður til að spila á Ítalíu og þá sérstaklega með Napoli. Hann hefur verið hreint út sagt magnaður á leiktíðinni og er stór ástæða þess að Napoli er kominn með aðra höndina utan um ítalska meistaratitilinn og annan fótinn í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Hann hefur valdið gríðarlegum usla á vinstri væng liðsins og er ásamt Victor Osimhen, framherja liðsins, einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu um þessar mundir. Sem stendur hefur Kvaradona – gælunafn í höfuðið á Diego Maradona heitnum – skorað 11 mörk og gefið 11 stoðsendingar í 22 leikjum í Serie A. Í Meistaradeildinni hefur hann skorað 2 mörk og gefið 4 stoðsendingar í 6 leikjum. Khvicha Kvaratskhelia has been incredible in his first season for Napoli pic.twitter.com/gzXz0t55Mj— ESPN FC (@ESPNFC) March 13, 2023 Þegar félagaskiptaglugginn í Evrópu opnar á nýjan leik í sumar er nær öruggt að fjöldi liða mun spyrjast fyrir um Kvaratskhelia. Einnig er nær öruggt að ítalska félagið getur beðið um töluvert hærri upphæð en það greiddi síðasta sumar. Fram að því mun Kvaratskhelia halda áfram að hrella lið á Ítalíu sem og mótherja Napoli í Meistaradeildinni. Leikur Napoli og Eintracht Frankfurt verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Leikurinn hefst klukkan 20.00 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.35. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Ítalski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira
Þegar yfirstandandi knattspyrnutímabil hófst var hinn þá 21 árs gamli Kvaratskhelia ekki þekkt stærð í knattspyrnuheiminum. Rússneska félagið Rubin Kazan keypti hann árið 2019 en í febrúar sama ár hafði hann farið á láni til Lokomotiv Moskvu. Kvaratskhelia tróð sér svo sem ekki í fyrirsagnir blaðanna í Rússlandi og eftir innrás Rússa í Úkraínu í ársbyrjun 2022 ákvað leikmaðurinn að snúa aftur til heimalandsins. Hann gekk í raðir Dinamo Batumi þann 31. mars en stoppaði stutt við. Hann spilaði frábærlega með liðinu og aðeins örfáum mánuðum síðar festi Napoli kaup á kaupa fyrir 11,5 milljónir evra eða rúman 1,7 milljarð íslenskra króna. Þó upphæðin sé há fyrir flest okkar þá er aðeins um að ræða brot af því sem önnur knattspyrnufélög Evrópu hafa eytt í vængmenn á undanförnum misserum. I went to Naples to meet Khvicha Kvaratskhelia, who is the most compelling, exciting player (and story) in Europe, as far as I can tell. Then I went for a pizza tasting menu, which is the high point of human civilisation. https://t.co/mgkIWddAHA— Rory Smith (@RorySmith) March 14, 2023 Það virðist sem Kvaratskhelia sé hannaður til að spila á Ítalíu og þá sérstaklega með Napoli. Hann hefur verið hreint út sagt magnaður á leiktíðinni og er stór ástæða þess að Napoli er kominn með aðra höndina utan um ítalska meistaratitilinn og annan fótinn í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Hann hefur valdið gríðarlegum usla á vinstri væng liðsins og er ásamt Victor Osimhen, framherja liðsins, einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu um þessar mundir. Sem stendur hefur Kvaradona – gælunafn í höfuðið á Diego Maradona heitnum – skorað 11 mörk og gefið 11 stoðsendingar í 22 leikjum í Serie A. Í Meistaradeildinni hefur hann skorað 2 mörk og gefið 4 stoðsendingar í 6 leikjum. Khvicha Kvaratskhelia has been incredible in his first season for Napoli pic.twitter.com/gzXz0t55Mj— ESPN FC (@ESPNFC) March 13, 2023 Þegar félagaskiptaglugginn í Evrópu opnar á nýjan leik í sumar er nær öruggt að fjöldi liða mun spyrjast fyrir um Kvaratskhelia. Einnig er nær öruggt að ítalska félagið getur beðið um töluvert hærri upphæð en það greiddi síðasta sumar. Fram að því mun Kvaratskhelia halda áfram að hrella lið á Ítalíu sem og mótherja Napoli í Meistaradeildinni. Leikur Napoli og Eintracht Frankfurt verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Leikurinn hefst klukkan 20.00 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.35.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Ítalski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira