Erlent

Konungur Serengeti er dauður

Bjarki Sigurðsson skrifar
Bob yngri og Tryggve eru báðir dauðir.
Bob yngri og Tryggve eru báðir dauðir. Getty

Ljónið Bob yngri, oft þekktur sem Konungur Serengeti-þjóðgarðsins í Tansaníu, er dautt. Talið er að nokkur yngri ljón hafi drepið hann.

Bob yngri, sem einnig var kallaður Snyggve, þótti ansi ljósmyndavænn og voru hann og bróðir hans, Tryggve, oft sagðir stjórna þjóðgarðinum. Sannkallaðir konungar ljónanna.

BBC greinir frá því að nokkur yngri ljón séu talin hafa drepið þá bræðurna til þess að taka völdin í garðinum. Þykir það eðlilegt meðal ljónahjarða. 

Bob yngri var vinsælasta ljón garðsins þar sem auðvelt var fyrir þá sem ferðuðust um garðinn að koma auga á hann. Talið er að hann hafi ekki barist á móti þegar yngri ljónin gerðu atlögu að honum en þrjú þúsund ljón búa í þjóðgarðinum. 

Þjóðgarðsverðir munu halda jarðarför fyrir bræðurna á næstunni en ekki er búið að gefa út hvaða dag það verður. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×