„Að tapa sér í þessari umræðu finnst mér nokkuð sérstakt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. mars 2023 07:30 Kári segist vera bjartsýnn og spenntur fyrir undankeppni EM sem hefst 23.mars. Vísir/Sigurjón Arnar Þór Viðarsson tilkynnti í gær íslenska landsliðshópinn fyrir leikina tvo í undankeppni EM sem fram fara í næstu. Leikjahæsti landsliðsmaður frá upphafi er ekki í hópnum. Íslenska liðið í leikur gegn Bosníu-Hersegóvínu ytra fimmtudaginn 23.mars og síðan gegn Liechtenstein sunnudaginn 26.mars. Ísland er að auki í riðli með Portúgal, Slóvakía og Lúxemborg en tvö efstu liðin tryggja sér sæti í lokakeppninni í Þýskalandi á næsta ári. Kári Árnason hefur farið á tvö stórmót með íslenska landsliðinu og þekkir það vel hversu mikilvægt það er að byrja vel í riðlakeppninni. „Það er mjög mikilvægt að byrja þetta vel en það hjálpar okkur ekki að þurfa alltaf að byrja á útivelli og enda á útivelli. Þetta Bosníulið mun veita okkur hörðustu samkeppnina um þetta annað sæti og það væri frábært að byrja á sigra á móti þeim,“ segir Kári í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Gott að hafa menn úr gamla bandinu Hann segir það sé frábært að hafa menn eins og Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason, Aron Einar Gunnarsson og Sverri Ingason í hópnum fyrir leikina. „Þetta eru menn sem kunna þetta og gríðarlega mikilvægt að fá þá inn í liðið og það er svo sannarlega jákvætt.“ Mikið hefur verið fjallað um fjarveru Alberts Guðmundssonar í landsliðinu en Arnar Þór ræddi við Albert símleiðis fyrir ákvörðun sína og segir hann í yfirlýsingu í dag að hann hafi ekki getað valið Albert í hópinn þar sem leikmaðurinn hafi ekki verið tilbúinn að koma inn í hópinn á forsendum liðsins. „Það er ekkert sem við getum verið að einbeita okkur að og ég veit ekkert hvað hefur farið þeirra á milli. Albert er svo sannarlega, og það vita það allir, gríðarlega hæfileikaríkur leikmaður en hann hefur ekki beint verið neinn driffjöður fyrir íslenska landsliðið og að tapa sér í þessari umræðu finnst mér nokkuð sérstakt.“ „Hann er kannski leikmaður sem hentar betur fyrir félagsliðafótbolta. Þessi bolti sem íslenska landsliðið spilar er svolítið öðruvísi. Hann er náttúrlega framherji en hann er ekki þessi týpíska nía sem við erum vanir í Kolla eða Jóni Daða. Þá er tíu hlutverkið eftir eins og staðan er í dag á Hákon það algjörlega. Ég held að fókusinn verði á Hákoni ef við spilum þannig en hins vegar ef við spilum með tvo framherja þá er Albert klárlega í myndinni.“ Kári segist vera bjartsýnn fyrir þessari undankeppni. „Við skulum kalla þetta eins og þetta er, þetta er mjög léttur riðill þannig. Eða annað sætið er algjörlega eitthvað sem við getum tekið þannig að ég er mjög spenntur fyrir þessari keppni og það verður gaman að sjá hvernig þetta spilast með blöndu þessara gömlu leikmanna innan gæsalappa.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Kára. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sjá meira
Íslenska liðið í leikur gegn Bosníu-Hersegóvínu ytra fimmtudaginn 23.mars og síðan gegn Liechtenstein sunnudaginn 26.mars. Ísland er að auki í riðli með Portúgal, Slóvakía og Lúxemborg en tvö efstu liðin tryggja sér sæti í lokakeppninni í Þýskalandi á næsta ári. Kári Árnason hefur farið á tvö stórmót með íslenska landsliðinu og þekkir það vel hversu mikilvægt það er að byrja vel í riðlakeppninni. „Það er mjög mikilvægt að byrja þetta vel en það hjálpar okkur ekki að þurfa alltaf að byrja á útivelli og enda á útivelli. Þetta Bosníulið mun veita okkur hörðustu samkeppnina um þetta annað sæti og það væri frábært að byrja á sigra á móti þeim,“ segir Kári í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Gott að hafa menn úr gamla bandinu Hann segir það sé frábært að hafa menn eins og Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason, Aron Einar Gunnarsson og Sverri Ingason í hópnum fyrir leikina. „Þetta eru menn sem kunna þetta og gríðarlega mikilvægt að fá þá inn í liðið og það er svo sannarlega jákvætt.“ Mikið hefur verið fjallað um fjarveru Alberts Guðmundssonar í landsliðinu en Arnar Þór ræddi við Albert símleiðis fyrir ákvörðun sína og segir hann í yfirlýsingu í dag að hann hafi ekki getað valið Albert í hópinn þar sem leikmaðurinn hafi ekki verið tilbúinn að koma inn í hópinn á forsendum liðsins. „Það er ekkert sem við getum verið að einbeita okkur að og ég veit ekkert hvað hefur farið þeirra á milli. Albert er svo sannarlega, og það vita það allir, gríðarlega hæfileikaríkur leikmaður en hann hefur ekki beint verið neinn driffjöður fyrir íslenska landsliðið og að tapa sér í þessari umræðu finnst mér nokkuð sérstakt.“ „Hann er kannski leikmaður sem hentar betur fyrir félagsliðafótbolta. Þessi bolti sem íslenska landsliðið spilar er svolítið öðruvísi. Hann er náttúrlega framherji en hann er ekki þessi týpíska nía sem við erum vanir í Kolla eða Jóni Daða. Þá er tíu hlutverkið eftir eins og staðan er í dag á Hákon það algjörlega. Ég held að fókusinn verði á Hákoni ef við spilum þannig en hins vegar ef við spilum með tvo framherja þá er Albert klárlega í myndinni.“ Kári segist vera bjartsýnn fyrir þessari undankeppni. „Við skulum kalla þetta eins og þetta er, þetta er mjög léttur riðill þannig. Eða annað sætið er algjörlega eitthvað sem við getum tekið þannig að ég er mjög spenntur fyrir þessari keppni og það verður gaman að sjá hvernig þetta spilast með blöndu þessara gömlu leikmanna innan gæsalappa.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Kára.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sjá meira