Útlendingafrumvarpið samþykkt Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. mars 2023 20:47 Hópur flóttamanna stóð fyrir mótmælum fyrir utan Alþingishúsið í dag. Vísir/Vilhelm Meirihluti Alþingis hefur samþykkt útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Fjölmargar breytingartillögur voru lagðar fram á Alþingi í dag en þær voru jafnóðum felldar. Minnihlutaþingmenn voru ómyrkir í máli og gagnrýndu meirihlutann harðlega. Frumvarpið var samþykkt með 38 atkvæðum en 15 greiddu atkvæði gegn. Þingmenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Aðrir greiddu atkvæði með. Níu þingmenn voru fjarverandi, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Þingflokkur Pírata lagði fram rúmar 20 breytingartillögur sem allar voru felldar við meðferð málsins. Breytingartillaga Samfylkingarinnar um fylgdarlaus börn og skyldur stjórnvalda var hins vegar samþykkt. Íhuga enn frekari skref Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði samþykktina marka tímamót við upphafi umræðunnar á Alþingi í dag. Hann færði meirihlutanum þakkir og fagnaði niðurstöðunni. „Það er búið að reyna hér ítrekað í nokkur ár að gera breytingar á útlendingalögum. Aðstæður hafa breyst mikið á þessum tíma og í dag stöndum við frammi fyrir fordæmalausum vanda, þegar það kemur að því að taka á móti öllum sem leita hingað til okkar sem flóttamenn og leita hér eftir vernd. Það er í mínum huga alveg ljóst að við þurfum að íhuga enn frekari skref til að færa okkur nær því regluverki sem gildir í nágrannalöndunum okkar þannig að við séum ekki að fá hér þann fjölda til okkar sem er langt, langt umfram það sem er í nágrannalöndum okkar.“ Lífslokameðferð ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur Stjórnarandstaðan hélt uppteknum hætti og skaut föstum skotum á ríkisstjórnina. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata sagði til að mynda að frumvarpið ýtti undir útlendingaandúð: „Flóttamenn eru ekki velkomnir hér,“ væru skilaboðin. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði löggjafarvaldið hafa tapað. „Hvítþvotti Vinstri grænna og framsóknar er einungis ætlað að bjarga andliti þeirra þingmanna sem segjast aðhyllast mannúðlega stefnu í málefnum flóttafólks en vinna svo gegn því á þingi. Það sem gerst hefur er að löggjafarvaldið hefur tapað fyrir lífslokameðferð ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur en þeir sem raunverulega tapa í þeim skollaleik er fólk í sinni viðkvæmustu stöðu í leit að vernd hér á landi.“ Breytingartillögur felldar jafnóðum Fjölmargar breytingartillögur þingmanna úr minnihlutanum voru lagðar fram og felldar jafnóðum. Þingmenn Pírata gagnrýndu til að mynda ákvæði nýju laganna sem torveldar endurupptöku mála. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir sagði ákvæðið setja hættulegt fordæmi. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sagði við fréttastofu í dag að frumvarpið væri fyrst og fremst pólitísk yfirlýsing sem lýsi tortryggni og andúð í garð fólks á flótta að ákveðnu leyti. Hún tók reglulega til máls á Alþingi við meðferð málsins og lagði fram fjölmargar breytingartillögur. [Ákvæðið] snýst um það að svelta flóttafólk til hlýðni, treysta á það að með því að henda þeim út á götuna allslausum að þá muni þeir loksins drífa sig heim. Þeir hljóta að hanga hérna vegna þess að þau fá tíu þúsund á viku, búa í einhverju herbergi, fullu af myglu með einhverju bláókunnugu fólki. Það er aðdráttarafl sem þarf að taka út, er það ekki,“ spurði Arndís Anna á Alþingi. Jón tók til máls að nýju þegar hann greiddi atkvæði með frumvarpinu. „Umræðan gekk mikið út á það af hálfu stjórnarandstöðunnar, sérstaklega af hálfu Pírata og Viðreisnar, að það var ekki í þessu frumvarpi sem breytti neinu. Svo eru hér búnar að vera breytingartillögur á breytingartillögur ofan, varatillögur og aukatillögur og hvað á að kalla þetta; allt með mjög heitum ræðum um afleiðingar frumvarpsins. Og þær breytingar sem það hefði í för með sér og að það yrði að koma með breytingartillögur. Manni datt stundum Ragnar Reykás í hug hér í kvöld.“ Frumvarpið í hnotskurn Umdeildasta breytingin er sú að þeir sem fá höfnun um hæli á Íslandi eftir að hafa farið í gegnum kæruferli, sem verður sjálfvirkt, ber að fara úr landi innan þrjátíu daga frá úrskurði þar um. Þá hefur einnig verið deilt um stöðu barna sem koma fylgdarlaus til landsins og telja margir stjórnarandstæðingar að staða þeirra eftir breytingar sé enn ótryggð og brjóti í bága við mannréttindasáttmála Evrópu og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Alþingi Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Tengdar fréttir Frumvarpið sé illa úthugsað og afleiðingarnar óljósar: „Þetta er mikil afturför“ Allar líkur eru á að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verði að lögum frá Alþingi eftir daginn í dag en lokaatkvæðagreiðsla fer fram síðdegis. Þingmaður Pírata segir að í grunninn sé um að ræða pólitíska yfirlýsingu sem lýsi tortryggni og jafnvel andúð í garð fólks á flótta. Flóttamenn hafa boðað mótmæli fyrir utan Alþingi í dag vegna málsins og munu Píratar gefa stjórnarliðum lokatækifæri til að skipta um skoðun á eftir. 15. mars 2023 13:01 Réttindi umsækjenda falli niður þrjátíu dögum eftir synjun Útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hefur verið lagt fram á Alþingi. Þar er meðal annars lagt til að réttindi þeirra sem hafa fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd hér á landi falli niður þrjátíu dögum frá endanlegri ákvörðun. 21. október 2022 14:34 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Frumvarpið var samþykkt með 38 atkvæðum en 15 greiddu atkvæði gegn. Þingmenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Aðrir greiddu atkvæði með. Níu þingmenn voru fjarverandi, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Þingflokkur Pírata lagði fram rúmar 20 breytingartillögur sem allar voru felldar við meðferð málsins. Breytingartillaga Samfylkingarinnar um fylgdarlaus börn og skyldur stjórnvalda var hins vegar samþykkt. Íhuga enn frekari skref Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði samþykktina marka tímamót við upphafi umræðunnar á Alþingi í dag. Hann færði meirihlutanum þakkir og fagnaði niðurstöðunni. „Það er búið að reyna hér ítrekað í nokkur ár að gera breytingar á útlendingalögum. Aðstæður hafa breyst mikið á þessum tíma og í dag stöndum við frammi fyrir fordæmalausum vanda, þegar það kemur að því að taka á móti öllum sem leita hingað til okkar sem flóttamenn og leita hér eftir vernd. Það er í mínum huga alveg ljóst að við þurfum að íhuga enn frekari skref til að færa okkur nær því regluverki sem gildir í nágrannalöndunum okkar þannig að við séum ekki að fá hér þann fjölda til okkar sem er langt, langt umfram það sem er í nágrannalöndum okkar.“ Lífslokameðferð ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur Stjórnarandstaðan hélt uppteknum hætti og skaut föstum skotum á ríkisstjórnina. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata sagði til að mynda að frumvarpið ýtti undir útlendingaandúð: „Flóttamenn eru ekki velkomnir hér,“ væru skilaboðin. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði löggjafarvaldið hafa tapað. „Hvítþvotti Vinstri grænna og framsóknar er einungis ætlað að bjarga andliti þeirra þingmanna sem segjast aðhyllast mannúðlega stefnu í málefnum flóttafólks en vinna svo gegn því á þingi. Það sem gerst hefur er að löggjafarvaldið hefur tapað fyrir lífslokameðferð ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur en þeir sem raunverulega tapa í þeim skollaleik er fólk í sinni viðkvæmustu stöðu í leit að vernd hér á landi.“ Breytingartillögur felldar jafnóðum Fjölmargar breytingartillögur þingmanna úr minnihlutanum voru lagðar fram og felldar jafnóðum. Þingmenn Pírata gagnrýndu til að mynda ákvæði nýju laganna sem torveldar endurupptöku mála. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir sagði ákvæðið setja hættulegt fordæmi. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sagði við fréttastofu í dag að frumvarpið væri fyrst og fremst pólitísk yfirlýsing sem lýsi tortryggni og andúð í garð fólks á flótta að ákveðnu leyti. Hún tók reglulega til máls á Alþingi við meðferð málsins og lagði fram fjölmargar breytingartillögur. [Ákvæðið] snýst um það að svelta flóttafólk til hlýðni, treysta á það að með því að henda þeim út á götuna allslausum að þá muni þeir loksins drífa sig heim. Þeir hljóta að hanga hérna vegna þess að þau fá tíu þúsund á viku, búa í einhverju herbergi, fullu af myglu með einhverju bláókunnugu fólki. Það er aðdráttarafl sem þarf að taka út, er það ekki,“ spurði Arndís Anna á Alþingi. Jón tók til máls að nýju þegar hann greiddi atkvæði með frumvarpinu. „Umræðan gekk mikið út á það af hálfu stjórnarandstöðunnar, sérstaklega af hálfu Pírata og Viðreisnar, að það var ekki í þessu frumvarpi sem breytti neinu. Svo eru hér búnar að vera breytingartillögur á breytingartillögur ofan, varatillögur og aukatillögur og hvað á að kalla þetta; allt með mjög heitum ræðum um afleiðingar frumvarpsins. Og þær breytingar sem það hefði í för með sér og að það yrði að koma með breytingartillögur. Manni datt stundum Ragnar Reykás í hug hér í kvöld.“ Frumvarpið í hnotskurn Umdeildasta breytingin er sú að þeir sem fá höfnun um hæli á Íslandi eftir að hafa farið í gegnum kæruferli, sem verður sjálfvirkt, ber að fara úr landi innan þrjátíu daga frá úrskurði þar um. Þá hefur einnig verið deilt um stöðu barna sem koma fylgdarlaus til landsins og telja margir stjórnarandstæðingar að staða þeirra eftir breytingar sé enn ótryggð og brjóti í bága við mannréttindasáttmála Evrópu og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Alþingi Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Tengdar fréttir Frumvarpið sé illa úthugsað og afleiðingarnar óljósar: „Þetta er mikil afturför“ Allar líkur eru á að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verði að lögum frá Alþingi eftir daginn í dag en lokaatkvæðagreiðsla fer fram síðdegis. Þingmaður Pírata segir að í grunninn sé um að ræða pólitíska yfirlýsingu sem lýsi tortryggni og jafnvel andúð í garð fólks á flótta. Flóttamenn hafa boðað mótmæli fyrir utan Alþingi í dag vegna málsins og munu Píratar gefa stjórnarliðum lokatækifæri til að skipta um skoðun á eftir. 15. mars 2023 13:01 Réttindi umsækjenda falli niður þrjátíu dögum eftir synjun Útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hefur verið lagt fram á Alþingi. Þar er meðal annars lagt til að réttindi þeirra sem hafa fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd hér á landi falli niður þrjátíu dögum frá endanlegri ákvörðun. 21. október 2022 14:34 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Frumvarpið sé illa úthugsað og afleiðingarnar óljósar: „Þetta er mikil afturför“ Allar líkur eru á að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verði að lögum frá Alþingi eftir daginn í dag en lokaatkvæðagreiðsla fer fram síðdegis. Þingmaður Pírata segir að í grunninn sé um að ræða pólitíska yfirlýsingu sem lýsi tortryggni og jafnvel andúð í garð fólks á flótta. Flóttamenn hafa boðað mótmæli fyrir utan Alþingi í dag vegna málsins og munu Píratar gefa stjórnarliðum lokatækifæri til að skipta um skoðun á eftir. 15. mars 2023 13:01
Réttindi umsækjenda falli niður þrjátíu dögum eftir synjun Útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hefur verið lagt fram á Alþingi. Þar er meðal annars lagt til að réttindi þeirra sem hafa fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd hér á landi falli niður þrjátíu dögum frá endanlegri ákvörðun. 21. október 2022 14:34