Málaliðar Wagner lýsa hryllilegum átökum við Bakhmut Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2023 12:08 Merki Wagner Group á vegg í Balgrade í Serbíu. EPA/ANDREJ CUKIC Ráðamenn á Vesturlöndum segja þúsundir rússneskra fanga, sem ráðnir hafa verið úr fangelsum landsins til að berjast fyrir málaliðahópinn Wagner Group, hafa fallið í átökum í Úkraínu. Föngunum var boðið frelsi í skiptum fyrir sex mánaða þjónustu og hefur fjölda fanga verið sleppt. Blaðamenn Reuters báru kennsl á rúmlega þrjátíu menn sem barist hafa með Wagner í Úkraínu. Þar á meðal eru morðingjar, þjófar og einn maður sem segist „satanisti“. Margir þeirra eru sagðir á sjúkrahúsi en blaðamennirnir höfðu samband við ellefu þeirra. Fimm málaliðar vildu ræða við blaðamennina um veru þeirra í Úkraínu og Wagner. Fjórir mannanna sögðu Yevgeny Prigozhin, rússneskan auðjöfur og eiganda Wagner, hafa ráðið þá beint úr fangelsum. Myndbönd af Prigozhin, sem kallaður er „Kokkur Pútíns“ að ræða við fanga og bjóða þeim frelsi í skiptum fyrir þjónustu í Wagner voru birt á netinu í september. Þar áður höfðu bæði yfirvöld í Rússlandi og Prigozhin sjálfur þvertekið fyrir að hann kæmi að Wagner með nokkrum hætti. „Ef þið þjónið í sex mánuði, eru þið frjálsir. Ef þið farið til Úkraínu og ákveðið að þetta sé ekki fyrir ykkur, tökum við ykkur að lífi,“ sagði Prigozhin við fangana í einu myndbandi sem birt var í september og gaf hann þeim fimm mínútur til að ákveða sig. Sjá einnig: Tóku eigin málaliða af lífi með sleggju Prigozhin svaraði ekki spurningum Reuters, að öðru leyti en að kalla þær „galnar“. Stutt en erfið þjálfun Mennirnir fimm sögðu Reuters að sú þjálfun sem þeir fengu hafi verið stutt en erfið. Rússneskir sérsveitarhermenn hafi stundum komið að þjálfuninni sem hafi tekið tvær til þrjár vikur. Fjórir af fimm kláruðu ekki sex mánaða þjónustu heldur særðust alvarlega. Vera á sjúkrahúsi telur þó upp í sex mánuðina og hafa tveir af fimm þegar fengið frelsi og sakaskrá þeirra afmáð. Sérfræðingar sem blaðamenn ræddu við sögðu nokkurra vikna þjálfun ólíklega til að skila miklum árangri. Tíma þurfi til að kunna grunnatriði hermennsku og þar að auki þurfi menn að læra að starfa með öðrum í sveit þeirra. Úkraínumenn segja Wagner hafa sent fanga í bylgjum gegn varnarlínum þeirra við Bakhmut í austurhluta Úkraínu. Þar hafi fjölmargir fangar fallið en þegar úkraínskir hermenn voru orðnir þreyttir og skotfæralausir, sóttu atvinnuhermenn og betur þjálfaðir málaliðar fram. Allir mennirnir fimm lýstu yfir mikilli hollustu við Prigozhin og þökkuðu honum fyrir að hafa gefið þeim annað tækifæri til að lifa lífinu. Þeir sögðu flesta málaliða Wagner hafa haft reynslu af rússneska hernum. Annað hvort hafi þeir verið atvinnuhermenn eða skikkaðir til herþjónustu í eitt ár. Einn þeirra heitir Rustam Borovkov og hafði setið í fangelsi í sex ár, af þrettán ára dómi fyrir manndráp og þjófnað, þegar hann gekk til liðs við Wagner. Borovkov sagðist hafa heyrt af því að Prigozhin væri að ráða fanga áður en auðjöfurinn kom í fanganýlenduna sem hann var í og að hann hefði vitað það fyrrifram að hann myndi ganga til liðs við málaliðahópinn. Um fjörutíu fangar úr fanganýlendu hans gengu til liðs við Wagner og nokkrum dögum siðar voru þeir á leið til Úkraínu. Yevgeny Kuzhelev hefur sex sinnum verið dæmdur fyrir þjófnað og sat í fangelsi fyrir að stela koníaki, bjór og kaffi úr verslun í borginni Togliatti þegar hann gekk til liðs við Wagner. Í samtali við blaðamann Reuters sagðist hann hafa gengið til liðs við málaliðahópinn vegna föðurlandsástar. „Ég var dæmdur til þriggja ára og sjö mánaða fangelsisvistar en hafði setið inn í tvö ár. Ég átti ekki mikið eftir en ég fór samt,“ sagði Kuzhelev. Hann sagði að ef hann hefði ekki setið í fangelsi hefði hann einnig tekið þátt í innrásinni í Úkraínu. Sagðir hafa misst þúsundir manna Þrír mannanna börðust við Bakhmut, þar sem harðir bardagar hafa geisað frá því í sumar. Bandaríkjamenn hafa haldið því fram að minnst þrjátíu þúsund málaliðar Wagner hefðu særst eða fallið í átökunum við Bakhmut. Þetta væru nánast allt fangar og af þrjátíu þúsund hefðu minnst níu þúsund fallið. Sjá einnig: Kirkjugarður Wagner hefur sjöfaldast að stærð Auðjöfurinn er talinn hafa ráðið um fjörutíu til fimmtíu þúsund rússneska fanga en fyrr á árinu bárust fregnir af því að búið væri að loka á aðgengi hans að fangelsum Rússlands. Sjá einnig: Kokkur Pútíns hættur að ráða fanga í Wagner Prigozhin hefur líkt átökunum við Bakhmut við mulningsvél en heldur því fram að mannfall meðal málaliða Bakhmut sé sambærilegt mannfalli í öðrum hersveitum Rússa í Úkraínu. Málaliðarnir sem blaðamenn Reuters ræddu við lýstu hryllingnum við Bakhmut. Særðist alvarlega á fjórða degi Dmitry Yermakov, einn mannanna sem Reuters ræddi við, sat inni fyrir mannrán. Hann var búinn að afplána tíu ár af fjórtán. Hann sagði marga hafa farið á taugum í fyrstu átökum þeirra. Aðrir reyndu að komast hjá því að berjast og töldu að þeir gætu varið sex mánuðum í Úkraínu án þess að lenda í miklum átökum. „Það var alveg ljóst að þeir myndu deyja,“ sagði Yermakov, sem særðist alvarlega á sínum fjórða degi við Bakhmut. Hann lýsti þessum fjórum dögum við Bakhmut sem „algjöru helvíti“. Hann sagði marga hafa frosið af ótta við að sjá sundurtætt lík á víð og dreif. Aðrir hefðu grátið og sumir ælt. Annar sagði einu leiðina til að lifa af vera að liggja flatur. Vísaði hann þar til stórskotaliðsárása og annarskonar skothríðar og til þess hve miklum tíma mennirnir vörðu í að skýla sér frá slíkum árásum. „Í stríði, liggur þá nánast alltaf flatur á maganum. Það er eina leiðin til að lifa af," sagði Kuzhelev. Einn mannanna talaði um það hve spennandi átökin hefðu verið. „Þetta var ótrúlegt,“ sagði Andrei Yastrebov. Hann er 22 ára gamall og sat í fangelsi fyrir að stela bíl þegar hann gekk til liðs við Wagner. Allir fimm sögðust ætla að vera áfram í Wagner eða að þeir væru að íhuga það af alvöru. Þar væru hærri laun en gengur og gerist í Rússlandi og einhverjir sögðu það góða leið til að forðast það að enda aftur í fangelsi. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Tengdar fréttir Pólverjar fyrstir til að senda orrustuþotur til Úkraínu Andrzej Duda, forseti Póllands, tilkynnti í dag að minnst ellefu MiG-29 orrustuþotur frá tímum Sovétríkjanna yrðu sendar til Úkraínu og að fjórar þeirra yrðu sendar á næstu dögum. Pólland varð þar með fyrsta aðildarríki Atlantshafsbandalagsins til að senda Úkraínumönnum orrustuþotur. 16. mars 2023 16:19 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Af hverju vilja Úkraínumenn halda Bakhmut? Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að framtíð Úkraínumanna muni ráðast á víglínunum í austurhluta landsins. Hann segir stöðuna þar vera mjög erfiða en það þurfi að gera út af við hernaðarmátt Rússa og það muni Úkraínumenn gera. 14. mars 2023 14:01 Sagðir ætla að höfða mál gegn Rússum fyrir stríðsglæpi Saksóknarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) ætla að höfða tvö mál gegn Rússum vegna ódæða þeirra í Úkraínu. Saksóknarar vilja leggja fram nokkrar handtökuskipanir vegna stríðsglæpa en rannsakendur dómstólsins hafa um mánaða skeið verið að störfum í Úkraínu. 13. mars 2023 15:23 Kokkur Pútíns sakar yfirmenn hersins um landráð Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem gjarnan er kallaður „kokkur Pútíns“, sakaði Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, og Valery Gerasimov, formann herforingjaráðs Rússlands og yfirherforingja innrásarinnar í Úkraínu, um að reyna að gera út af málaliðahópinn Wagner Group. Prigozhin sagði Shoigu og Gerasimov vera seka um landráð. 21. febrúar 2023 13:02 Alræmdur málaliðaforingi skotinn í höfuðið á stuttu færi Hinn alræmdi herforingi og málaliði Igor Mangushev er látinn eftir að hafa verið skotinn í höfuðið af stuttu færi við varðstöð í Kadiivka. Eiginkona hans segir um aftöku að ræða og ýjað hefur verið að því að yfirmaður Wagner-hópsins hafi fyrirskipað morðið. 9. febrúar 2023 08:58 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Blaðamenn Reuters báru kennsl á rúmlega þrjátíu menn sem barist hafa með Wagner í Úkraínu. Þar á meðal eru morðingjar, þjófar og einn maður sem segist „satanisti“. Margir þeirra eru sagðir á sjúkrahúsi en blaðamennirnir höfðu samband við ellefu þeirra. Fimm málaliðar vildu ræða við blaðamennina um veru þeirra í Úkraínu og Wagner. Fjórir mannanna sögðu Yevgeny Prigozhin, rússneskan auðjöfur og eiganda Wagner, hafa ráðið þá beint úr fangelsum. Myndbönd af Prigozhin, sem kallaður er „Kokkur Pútíns“ að ræða við fanga og bjóða þeim frelsi í skiptum fyrir þjónustu í Wagner voru birt á netinu í september. Þar áður höfðu bæði yfirvöld í Rússlandi og Prigozhin sjálfur þvertekið fyrir að hann kæmi að Wagner með nokkrum hætti. „Ef þið þjónið í sex mánuði, eru þið frjálsir. Ef þið farið til Úkraínu og ákveðið að þetta sé ekki fyrir ykkur, tökum við ykkur að lífi,“ sagði Prigozhin við fangana í einu myndbandi sem birt var í september og gaf hann þeim fimm mínútur til að ákveða sig. Sjá einnig: Tóku eigin málaliða af lífi með sleggju Prigozhin svaraði ekki spurningum Reuters, að öðru leyti en að kalla þær „galnar“. Stutt en erfið þjálfun Mennirnir fimm sögðu Reuters að sú þjálfun sem þeir fengu hafi verið stutt en erfið. Rússneskir sérsveitarhermenn hafi stundum komið að þjálfuninni sem hafi tekið tvær til þrjár vikur. Fjórir af fimm kláruðu ekki sex mánaða þjónustu heldur særðust alvarlega. Vera á sjúkrahúsi telur þó upp í sex mánuðina og hafa tveir af fimm þegar fengið frelsi og sakaskrá þeirra afmáð. Sérfræðingar sem blaðamenn ræddu við sögðu nokkurra vikna þjálfun ólíklega til að skila miklum árangri. Tíma þurfi til að kunna grunnatriði hermennsku og þar að auki þurfi menn að læra að starfa með öðrum í sveit þeirra. Úkraínumenn segja Wagner hafa sent fanga í bylgjum gegn varnarlínum þeirra við Bakhmut í austurhluta Úkraínu. Þar hafi fjölmargir fangar fallið en þegar úkraínskir hermenn voru orðnir þreyttir og skotfæralausir, sóttu atvinnuhermenn og betur þjálfaðir málaliðar fram. Allir mennirnir fimm lýstu yfir mikilli hollustu við Prigozhin og þökkuðu honum fyrir að hafa gefið þeim annað tækifæri til að lifa lífinu. Þeir sögðu flesta málaliða Wagner hafa haft reynslu af rússneska hernum. Annað hvort hafi þeir verið atvinnuhermenn eða skikkaðir til herþjónustu í eitt ár. Einn þeirra heitir Rustam Borovkov og hafði setið í fangelsi í sex ár, af þrettán ára dómi fyrir manndráp og þjófnað, þegar hann gekk til liðs við Wagner. Borovkov sagðist hafa heyrt af því að Prigozhin væri að ráða fanga áður en auðjöfurinn kom í fanganýlenduna sem hann var í og að hann hefði vitað það fyrrifram að hann myndi ganga til liðs við málaliðahópinn. Um fjörutíu fangar úr fanganýlendu hans gengu til liðs við Wagner og nokkrum dögum siðar voru þeir á leið til Úkraínu. Yevgeny Kuzhelev hefur sex sinnum verið dæmdur fyrir þjófnað og sat í fangelsi fyrir að stela koníaki, bjór og kaffi úr verslun í borginni Togliatti þegar hann gekk til liðs við Wagner. Í samtali við blaðamann Reuters sagðist hann hafa gengið til liðs við málaliðahópinn vegna föðurlandsástar. „Ég var dæmdur til þriggja ára og sjö mánaða fangelsisvistar en hafði setið inn í tvö ár. Ég átti ekki mikið eftir en ég fór samt,“ sagði Kuzhelev. Hann sagði að ef hann hefði ekki setið í fangelsi hefði hann einnig tekið þátt í innrásinni í Úkraínu. Sagðir hafa misst þúsundir manna Þrír mannanna börðust við Bakhmut, þar sem harðir bardagar hafa geisað frá því í sumar. Bandaríkjamenn hafa haldið því fram að minnst þrjátíu þúsund málaliðar Wagner hefðu særst eða fallið í átökunum við Bakhmut. Þetta væru nánast allt fangar og af þrjátíu þúsund hefðu minnst níu þúsund fallið. Sjá einnig: Kirkjugarður Wagner hefur sjöfaldast að stærð Auðjöfurinn er talinn hafa ráðið um fjörutíu til fimmtíu þúsund rússneska fanga en fyrr á árinu bárust fregnir af því að búið væri að loka á aðgengi hans að fangelsum Rússlands. Sjá einnig: Kokkur Pútíns hættur að ráða fanga í Wagner Prigozhin hefur líkt átökunum við Bakhmut við mulningsvél en heldur því fram að mannfall meðal málaliða Bakhmut sé sambærilegt mannfalli í öðrum hersveitum Rússa í Úkraínu. Málaliðarnir sem blaðamenn Reuters ræddu við lýstu hryllingnum við Bakhmut. Særðist alvarlega á fjórða degi Dmitry Yermakov, einn mannanna sem Reuters ræddi við, sat inni fyrir mannrán. Hann var búinn að afplána tíu ár af fjórtán. Hann sagði marga hafa farið á taugum í fyrstu átökum þeirra. Aðrir reyndu að komast hjá því að berjast og töldu að þeir gætu varið sex mánuðum í Úkraínu án þess að lenda í miklum átökum. „Það var alveg ljóst að þeir myndu deyja,“ sagði Yermakov, sem særðist alvarlega á sínum fjórða degi við Bakhmut. Hann lýsti þessum fjórum dögum við Bakhmut sem „algjöru helvíti“. Hann sagði marga hafa frosið af ótta við að sjá sundurtætt lík á víð og dreif. Aðrir hefðu grátið og sumir ælt. Annar sagði einu leiðina til að lifa af vera að liggja flatur. Vísaði hann þar til stórskotaliðsárása og annarskonar skothríðar og til þess hve miklum tíma mennirnir vörðu í að skýla sér frá slíkum árásum. „Í stríði, liggur þá nánast alltaf flatur á maganum. Það er eina leiðin til að lifa af," sagði Kuzhelev. Einn mannanna talaði um það hve spennandi átökin hefðu verið. „Þetta var ótrúlegt,“ sagði Andrei Yastrebov. Hann er 22 ára gamall og sat í fangelsi fyrir að stela bíl þegar hann gekk til liðs við Wagner. Allir fimm sögðust ætla að vera áfram í Wagner eða að þeir væru að íhuga það af alvöru. Þar væru hærri laun en gengur og gerist í Rússlandi og einhverjir sögðu það góða leið til að forðast það að enda aftur í fangelsi.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Tengdar fréttir Pólverjar fyrstir til að senda orrustuþotur til Úkraínu Andrzej Duda, forseti Póllands, tilkynnti í dag að minnst ellefu MiG-29 orrustuþotur frá tímum Sovétríkjanna yrðu sendar til Úkraínu og að fjórar þeirra yrðu sendar á næstu dögum. Pólland varð þar með fyrsta aðildarríki Atlantshafsbandalagsins til að senda Úkraínumönnum orrustuþotur. 16. mars 2023 16:19 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Af hverju vilja Úkraínumenn halda Bakhmut? Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að framtíð Úkraínumanna muni ráðast á víglínunum í austurhluta landsins. Hann segir stöðuna þar vera mjög erfiða en það þurfi að gera út af við hernaðarmátt Rússa og það muni Úkraínumenn gera. 14. mars 2023 14:01 Sagðir ætla að höfða mál gegn Rússum fyrir stríðsglæpi Saksóknarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) ætla að höfða tvö mál gegn Rússum vegna ódæða þeirra í Úkraínu. Saksóknarar vilja leggja fram nokkrar handtökuskipanir vegna stríðsglæpa en rannsakendur dómstólsins hafa um mánaða skeið verið að störfum í Úkraínu. 13. mars 2023 15:23 Kokkur Pútíns sakar yfirmenn hersins um landráð Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem gjarnan er kallaður „kokkur Pútíns“, sakaði Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, og Valery Gerasimov, formann herforingjaráðs Rússlands og yfirherforingja innrásarinnar í Úkraínu, um að reyna að gera út af málaliðahópinn Wagner Group. Prigozhin sagði Shoigu og Gerasimov vera seka um landráð. 21. febrúar 2023 13:02 Alræmdur málaliðaforingi skotinn í höfuðið á stuttu færi Hinn alræmdi herforingi og málaliði Igor Mangushev er látinn eftir að hafa verið skotinn í höfuðið af stuttu færi við varðstöð í Kadiivka. Eiginkona hans segir um aftöku að ræða og ýjað hefur verið að því að yfirmaður Wagner-hópsins hafi fyrirskipað morðið. 9. febrúar 2023 08:58 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Pólverjar fyrstir til að senda orrustuþotur til Úkraínu Andrzej Duda, forseti Póllands, tilkynnti í dag að minnst ellefu MiG-29 orrustuþotur frá tímum Sovétríkjanna yrðu sendar til Úkraínu og að fjórar þeirra yrðu sendar á næstu dögum. Pólland varð þar með fyrsta aðildarríki Atlantshafsbandalagsins til að senda Úkraínumönnum orrustuþotur. 16. mars 2023 16:19
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Af hverju vilja Úkraínumenn halda Bakhmut? Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að framtíð Úkraínumanna muni ráðast á víglínunum í austurhluta landsins. Hann segir stöðuna þar vera mjög erfiða en það þurfi að gera út af við hernaðarmátt Rússa og það muni Úkraínumenn gera. 14. mars 2023 14:01
Sagðir ætla að höfða mál gegn Rússum fyrir stríðsglæpi Saksóknarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) ætla að höfða tvö mál gegn Rússum vegna ódæða þeirra í Úkraínu. Saksóknarar vilja leggja fram nokkrar handtökuskipanir vegna stríðsglæpa en rannsakendur dómstólsins hafa um mánaða skeið verið að störfum í Úkraínu. 13. mars 2023 15:23
Kokkur Pútíns sakar yfirmenn hersins um landráð Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem gjarnan er kallaður „kokkur Pútíns“, sakaði Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, og Valery Gerasimov, formann herforingjaráðs Rússlands og yfirherforingja innrásarinnar í Úkraínu, um að reyna að gera út af málaliðahópinn Wagner Group. Prigozhin sagði Shoigu og Gerasimov vera seka um landráð. 21. febrúar 2023 13:02
Alræmdur málaliðaforingi skotinn í höfuðið á stuttu færi Hinn alræmdi herforingi og málaliði Igor Mangushev er látinn eftir að hafa verið skotinn í höfuðið af stuttu færi við varðstöð í Kadiivka. Eiginkona hans segir um aftöku að ræða og ýjað hefur verið að því að yfirmaður Wagner-hópsins hafi fyrirskipað morðið. 9. febrúar 2023 08:58