Viðskipti innlent

Byggja 115 í­búðir á Kirkju­sands­reit

Árni Sæberg skrifar
Frá vinstri: Gísli Örn Bjarnhéðinsson fjármálastjóri Alverks,  Aðalgeir Hólmsteinsson framkvæmdastjóri Alverks, Jónas Þór Jónasson frá Íslandssjóðum og Samúel Guðmundsson byggingastjóri frá THG.
Frá vinstri: Gísli Örn Bjarnhéðinsson fjármálastjóri Alverks, Aðalgeir Hólmsteinsson framkvæmdastjóri Alverks, Jónas Þór Jónasson frá Íslandssjóðum og Samúel Guðmundsson byggingastjóri frá THG. Aðsend

Alverk hefur samið við 105 Miðborg slhf., sem stýrt er af Íslandssjóðum, um uppbyggingu 115 íbúða ásamt bílageymslu á svonefndum F–reit við Kirkjusand í Reykjavík.

Í fréttatilkynningu um samninginn segir að um sé að ræða samning um aðal- og stýriverktöku og að áætlaður verktími sé tæp þrjú ár.

115 íbúðir munu rísa á F-reitnum svokallaða við Kirkjusand.Aðsend

Aðalhönnuðir séu Arkís arkitektar, verkfræðihönnun í höndum Vektor verkfræðistofu og raflagnahönnun Voltorku. Landslag sé með lóðarhönnun og THG ráðgjöf sjái um byggingastjórn og verkeftirlit.

Jarðvinna á reitnum sé þegar hafin, en samstarf Alverks og Íslandssjóða um þessa uppbyggingu hafi hafist fyrir liðlega ári síðan.


Tengdar fréttir

Mikill áhugi á nýju skipulagi við Kirkjusand

Unnið er að breytingum á deiliskipulagi fyrir Kirkjusandslóðina sem felur í sér að byggð verða fimm hús með um 220 íbúðum. Nágrannar hafa nokkrar áhyggjur af byggingarmagninu en skipuleggjendur segja áformin mun betri en gert var ráð fyrir í gildandi skipulagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×