Telur sig loks hafa fundið móður Leonardos Da Vinci Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 18. mars 2023 14:30 Sjálfsmynd af Leonardo da Vinci (1452 - 1519), máluð í kringum 1510. Getty Images Ítalskur sagnfræðingur hefur leyst meira en 500 ára ráðgátu um hver var móðir endurreisnarmálarans Leonardos Da Vinci. Hún var prinsessa og þræll sem rænt var frá heimkynnum sínum í barnæsku. Leonardo Da Vinci er oft kallaður faðir endurreisnarinnar, og einn mesti snillingur mannsandans. Hann fæddist árið 1452, en í tæp 600 ár hefur móðerni snillingsins verið á huldu. Sem er öllu sjaldgæfara en að faðerni barna sé á huldu. Fáir menn mannkynssögunnar hafa verið rannsakaðir eins gaumgæfilega og Leonardo Da Vinci. Engu að síður hefur aldrei verið upplýst með óyggjandi hætti hver móðir hans var. Ýmsum kenningum hefur verið fleygt á lofti, m.a. að hún hafi verið munaðarlaus, fátæk bóndastúlka, já eða ambátt frá Norður-Afríku. Þekktasta verk Leonardo Da Vinci, Mona Lisa, sem hefur verið til sýnis í Louvre safninu í París frá 1797, ef frá eru skilin nokkur ár í byrjun 20. aldar þegar verkinu var rænt.Marc Piasecki/Getty Images Móðir Da Vinci var prinsessa frá Kákasus-fjöllum Á þriðjudaginn kom út á Ítalíu bókin „Bros Caterinu, móður Leonardos“, hún er eftir Carlo Vecce, sagnfræðiprófessor við háskólann í Napolí. Hann byggir hana á áralöngum rannsóknum sínum á skjölum sem ekki hafa komið fram áður, og niðurstaðan er að móðir Leonardos hafi verið prinsessa frá Kákasus-fjöllunum, sem liggja á milli Svartahafs og Kaspíahafs, en þetta svæði tilheyrir í dag Rússlandi. Tatarar, sem voru geysilega afkastamiklir þrælakaupmenn, námu hana á brott á barnsaldri, fóru með hana til Ítalíu þar sem hún var seld í þrældóm og kynlífsánauð. L'uomo vitruviano. Verk Da Vinci af hinum fullkomna manni sem hann gerði í kringum 1490.Hulton Archive/Getty Images Faðir Da Vinci leysti barnsmóður sína úr ánauð Gögnin sýna að Caterina var í eigu heldri frúar að nafni Monna Ginevra, en þau benda til þess að Caterina hafi verið frilla lögfræðings og lögbókanda í Flórens, manns að nafni Piero da Vinci, sem hálfu ári eftir fæðingu Leonardos, skrifaði upp á lausnarbréf fyrir barnsmóður sína. Á blaðamannafundi sem haldinn var í Flórens, sagði sagnfræðiprófessorinn að hann hefði í raun lagt sig fram um að afsanna að móðir Leonardos hefði verið ambátt, en á endanum hafi hann gefist upp fyrir öllum þeim fjölda vísbendinga og skjala sem hann fann og staðfestu að í raun hafi móðir hans verið ambátt. Þá hafi lausnarskjal Caterinu verið uppfullt af villum og mistökum, sem bendi til þess að lögbókarinn, og faðir Leonardos, hafi verið yfir sig stressaður þegar hann útbjó skjalið, en þung viðurlög lágu við því á þessum tíma að barna þræla annars fólks. Ítalía Menning Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Leonardo Da Vinci er oft kallaður faðir endurreisnarinnar, og einn mesti snillingur mannsandans. Hann fæddist árið 1452, en í tæp 600 ár hefur móðerni snillingsins verið á huldu. Sem er öllu sjaldgæfara en að faðerni barna sé á huldu. Fáir menn mannkynssögunnar hafa verið rannsakaðir eins gaumgæfilega og Leonardo Da Vinci. Engu að síður hefur aldrei verið upplýst með óyggjandi hætti hver móðir hans var. Ýmsum kenningum hefur verið fleygt á lofti, m.a. að hún hafi verið munaðarlaus, fátæk bóndastúlka, já eða ambátt frá Norður-Afríku. Þekktasta verk Leonardo Da Vinci, Mona Lisa, sem hefur verið til sýnis í Louvre safninu í París frá 1797, ef frá eru skilin nokkur ár í byrjun 20. aldar þegar verkinu var rænt.Marc Piasecki/Getty Images Móðir Da Vinci var prinsessa frá Kákasus-fjöllum Á þriðjudaginn kom út á Ítalíu bókin „Bros Caterinu, móður Leonardos“, hún er eftir Carlo Vecce, sagnfræðiprófessor við háskólann í Napolí. Hann byggir hana á áralöngum rannsóknum sínum á skjölum sem ekki hafa komið fram áður, og niðurstaðan er að móðir Leonardos hafi verið prinsessa frá Kákasus-fjöllunum, sem liggja á milli Svartahafs og Kaspíahafs, en þetta svæði tilheyrir í dag Rússlandi. Tatarar, sem voru geysilega afkastamiklir þrælakaupmenn, námu hana á brott á barnsaldri, fóru með hana til Ítalíu þar sem hún var seld í þrældóm og kynlífsánauð. L'uomo vitruviano. Verk Da Vinci af hinum fullkomna manni sem hann gerði í kringum 1490.Hulton Archive/Getty Images Faðir Da Vinci leysti barnsmóður sína úr ánauð Gögnin sýna að Caterina var í eigu heldri frúar að nafni Monna Ginevra, en þau benda til þess að Caterina hafi verið frilla lögfræðings og lögbókanda í Flórens, manns að nafni Piero da Vinci, sem hálfu ári eftir fæðingu Leonardos, skrifaði upp á lausnarbréf fyrir barnsmóður sína. Á blaðamannafundi sem haldinn var í Flórens, sagði sagnfræðiprófessorinn að hann hefði í raun lagt sig fram um að afsanna að móðir Leonardos hefði verið ambátt, en á endanum hafi hann gefist upp fyrir öllum þeim fjölda vísbendinga og skjala sem hann fann og staðfestu að í raun hafi móðir hans verið ambátt. Þá hafi lausnarskjal Caterinu verið uppfullt af villum og mistökum, sem bendi til þess að lögbókarinn, og faðir Leonardos, hafi verið yfir sig stressaður þegar hann útbjó skjalið, en þung viðurlög lágu við því á þessum tíma að barna þræla annars fólks.
Ítalía Menning Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira