Cocoa Puffs ekki að hverfa þrátt fyrir mikla verðlækkun Bjarki Sigurðsson skrifar 20. mars 2023 15:13 Þessi sending af Cocoa Puffs kostar nú 99 krónur. Það er þó ekki vegna þess að hætta á að selja vöruna. Vísir/Arnar Cocoa Puffs er ekki að hverfa úr hillum verslana landsins þrátt fyrir að margar þeirra bjóði upp á kassa af morgunkorninu á einungis 99 krónur. Viðtökurnar reyndust ekki jafn sterkar í byrjun og vonast var eftir en morgunkornið er þó komið til þess að vera. Það hefur vakið athygli margra að nú sé hægt að kaupa morgunkornið Cocoa Puffs á einungis 99 krónur í flestum verslunum, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu. Auðvitað er um að ræða nýja útgáfu þess sem kom í verslanir í maí á síðasta ári eftir að heilbrigðiseftirlitið bannaði söluna á upprunalegu útgáfunni þar sem uppskrift hennar samræmdist ekki Evrópulöggjöf. Í samtali við fréttastofu segir Ágústa Hrund Steinarsdóttir, markaðsstjóri Nathan & Olsen sem flytur inn Cocoa Puffs, að fyrirtækið hafi þurft að skuldbinda sig fyrir ákveðið magn af framleiðslu þegar nýja bragðið var fundið og sett í sölu í maí. „Þegar svona á líður þá var þetta mjög mikil skuldbinding. Þannig við eigum það mikið magn sem hefur líftíma til lok apríl byrjun maí. Við vildum bara lágmarka tjónið og auðvitað erum við líka alltaf að hugsa um matarsóunina. Þannig við höfðum samband við alla okkar viðskiptavini og buðum þeim þetta á mjög góðum kjörum til að koma vörunni út svo það þyrfti ekki að henda henni,“ segir Ágústa Hrund. Það er því allt í lagi með vöruna og er hún ekki á leiðinni úr verslunum. Meira að segja er ný sending á leiðinni. „Héldum kannski að viðtökurnar yrðu sterkari í byrjun en maður þarf kannski smá tíma til að kynna þessa vöru inn á markað,“ segir Ágústa. Þá er, mörgum til mikillar gremju, gamla Cocoa Puffs-ið ekki á leiðinni til baka. Á meðan þessi Evrópulöggjöf sem bannar ákveðin efni í því er í gildi þá er ekkert hægt að gera í því. Aðspurð segir Ágústa að margir taki þó vel í nýja bragðið. „Þetta er munur og við fórum ekkert í felur með það í byrjun. Við sögðum fólki frá því að þetta væri ekki alveg eins því þetta er önnur uppskrift til að mæta þeim reglum sem gilda á markaðnum. Við vitum til þess að þetta er ágætlega vinsæl vara sem þarf bara að fá tækifæri. Við erum að byggja þetta merki upp áfram og núna vonandi prófa fleiri, kaupa pakka ódýrt og finnast það gott,“ segir Ágústa. Neytendur Matvælaframleiðsla Verslun Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Sjá meira
Það hefur vakið athygli margra að nú sé hægt að kaupa morgunkornið Cocoa Puffs á einungis 99 krónur í flestum verslunum, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu. Auðvitað er um að ræða nýja útgáfu þess sem kom í verslanir í maí á síðasta ári eftir að heilbrigðiseftirlitið bannaði söluna á upprunalegu útgáfunni þar sem uppskrift hennar samræmdist ekki Evrópulöggjöf. Í samtali við fréttastofu segir Ágústa Hrund Steinarsdóttir, markaðsstjóri Nathan & Olsen sem flytur inn Cocoa Puffs, að fyrirtækið hafi þurft að skuldbinda sig fyrir ákveðið magn af framleiðslu þegar nýja bragðið var fundið og sett í sölu í maí. „Þegar svona á líður þá var þetta mjög mikil skuldbinding. Þannig við eigum það mikið magn sem hefur líftíma til lok apríl byrjun maí. Við vildum bara lágmarka tjónið og auðvitað erum við líka alltaf að hugsa um matarsóunina. Þannig við höfðum samband við alla okkar viðskiptavini og buðum þeim þetta á mjög góðum kjörum til að koma vörunni út svo það þyrfti ekki að henda henni,“ segir Ágústa Hrund. Það er því allt í lagi með vöruna og er hún ekki á leiðinni úr verslunum. Meira að segja er ný sending á leiðinni. „Héldum kannski að viðtökurnar yrðu sterkari í byrjun en maður þarf kannski smá tíma til að kynna þessa vöru inn á markað,“ segir Ágústa. Þá er, mörgum til mikillar gremju, gamla Cocoa Puffs-ið ekki á leiðinni til baka. Á meðan þessi Evrópulöggjöf sem bannar ákveðin efni í því er í gildi þá er ekkert hægt að gera í því. Aðspurð segir Ágústa að margir taki þó vel í nýja bragðið. „Þetta er munur og við fórum ekkert í felur með það í byrjun. Við sögðum fólki frá því að þetta væri ekki alveg eins því þetta er önnur uppskrift til að mæta þeim reglum sem gilda á markaðnum. Við vitum til þess að þetta er ágætlega vinsæl vara sem þarf bara að fá tækifæri. Við erum að byggja þetta merki upp áfram og núna vonandi prófa fleiri, kaupa pakka ódýrt og finnast það gott,“ segir Ágústa.
Neytendur Matvælaframleiðsla Verslun Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Sjá meira