Til áréttingar vegna Carbfix Ari Trausti Guðmundsson skrifar 22. mars 2023 06:00 Það er afar mikilvægt að Carbfix-verkefnið njóti sannmælis líkt og önnur helstu verkefni sem ætlað er að binda koldíoxíð frá iðnaði, jarðvarmanýtingu og samgöngum. Nokkur grundvallatratriði varðandi Carbfix eru þessi, umræðunni til gagns: 1. Borholur sem unnar eru til að afla ferskvatns til niðurdælingar eru grunnar líkt og neysluvatnsholur og holur sem boraðar eru vegna vatnsútflutnings eða hitaveitna sem hita ferskvatn með háhita. Algengt dýpi er 50 til 200 metrar. 2. Borholur til niðurdælingar eru fremur eða mjög djúpar, allt að rúmum 2.000 m, og ná þar með langt niður fyrir megin grunnvatnsstrauma í berggrunninum sem færa stóran hluta úrkomu til sjávar og nýtast sem uppsprettur neysluvatns. 3. Víðtæk kolefnisbinding fór fram í ármilljónir í eldri berggrunni landsins, og gerir enn allvíða í honum þar sem til þess eru skilyrði. Slík binding fer nú fram í miklum mæli í yngri, eldvirkum landshlutum, t.d. á Reykjanesskaga. 4. Þessi náttúrulega kolefnisbinding einkennir öll háhitasvæð landsins og nágrenni þeirra. Annað mjög virkt ferli er binding kísils sem kvarstegunda (t.d. jaspís eða bergkristals) og geislasteina (zeólíta). 5. Kolefni í niðurdældum vökva binst hratt, í raun hraðar en fyrstu hugmyndir báru með sér, og hvítleita steindin sem þannig myndast - kalsít (í tærasta formi silfurberg) - endist lengi á sínum stað. Kalsít (kalsíum karbónat) er ekki mengandi efnasamband. 6. Carbfix-aðferðina má nota þar sem aðstæður leyfa koldíoxíði að hvarfast við kalsíum-ríkar bergtegundir eins og basalt (meginhluti íslensks berggrunns). Engin ógn stafar af holufyllngum úr kalsíti enda eru þær hér á stórum svæðum á yfirborði jarðar, einkum á norðvestan-, norðan- og austanverðu landinu þar sem rof og veðrun hafa afhjúpað forn berglög. 7. Fanga má koldíoxíð beint úr andrúmsloftinu eins og gert er á svæði Hellisheiðarvirkjunar, eða úr útblæstri háhitaorkuvers (gert t.d. í virkjuninni) eða úr losun iðnvers (t.d. álvers). 8. Algengir niðurdælingarstaðir eru iðnaðarsvæði, hafnarsvæði og orkuvinnslusvæði þar sem fyrir eru mannvirki og jarðrask. 9. Niðurdæling vatns blandað koldíoxíði (sbr. kolsýrt vatn á flöskum, sódavatn) getur valdið spennulosun og skjálftavirkni innan virkra sprugnukerfa, sbr. Hengilskerfið. Þar hefur tekist að aðlaga niðurdælinguna vel að náttúrulegum ferlum jarðskorpuhreyfinga. Niðurdæling koldíoxíðs í nágrenni Straumsvíkur er álitlegt verkefni, bæði sem könnun á fýsileika þess að flytja koldíoxíð til öruggrar bindingar frá löndum með óhentugan berggrunn og sem hvatning tll miklu fleiri Carbfix-verkefna á veraldarvísu. Holufyllt basalt djúpt undir mjög nýlegum hraunum vestan Hafnarfjarðar veldur seint vandræðum sem slíkt. Svæðið er alllangt frá sprungukerfinu sem kennt er við Trölladyngju/Krýsuvík. Næst Straumsvík er það að finna við Undirhlíðar og Helgafell. Sprungukerfi Eldvarpa-Reykjaness nær langleiðina að Straumsvík en norðausturhlutinn er hulinn nýlegu hrauni og án brotalína á yfirborði. Landið er langt utan jarðhitasvæða. Engin upptök umtalsverðra jarðskjálfta eru þekkt í byggð í Hafnarfirði eða á iðnaðarsvæðum bæjarins. ÍSOR telur þar óverulega hættu á finnanlegri skjálftavirkni vegna niðurdælingar (bls. 11 í skýrslu frá október 2020). ÍSOR leggur engu að síður til, og eðlilega, mælingar, rannsóknir og eftirlit (alls 4 liðir) í samræmi við leiðbeiningar og atferli í þessum verkefnaflokki. Allur er varinn góður á visindagrunni. Engin jarðgrunnsverkefni eru með öllu áhættulaus á virkasta fjórðungi af flatarmáli landsins enda er þar fjöldi mannvirkja, búseta víða og náttúruvá ávallt metin með tilliti til ávinnings þegar ákvarða á framkvæmdir og verkefni. Höfundur er jarðvísindamaður og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jarðhiti Umhverfismál Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Sækja óreiðumenn í flugrekstur? Haukur Arnþórsson Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir Skoðun 6 nauðsynlegar afneitanir Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Innflytjendalandið Ísland – nokkrar staðreyndir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fegurð landsins Adeline Tracz skrifar Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sósíalismi, alþjóðasamvinna og blómleg viðskipti Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Sjálfbærni er þjóðaröryggismál Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Illmælgi sem kosningamál Björn Þorláksson skrifar Skoðun Nei eða já? Af eða á? Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrirmynd í raforkuviðskiptum Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Tekur þú Orkulán? Hver skeið skiptir máli Guðrún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hvernig líður þér? Jón Gnarr skrifar Skoðun Baráttan sem ætti að sameina okkur Sindri Geir Óskarsson skrifar Skoðun Barnafangelsi Ásmundar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Með aukinni farsæld hefur hlutverk fagmenntaðra sérkennara aldrei verið mikilvægara Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kunnum við að rífast? Katrín Þrastardóttir skrifar Skoðun Veistu hvað er að? Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar Skoðun Hve mörgum lífum má fórna fyrir þægindi sumra? Hlynur Orri Stefánsson skrifar Skoðun 6 nauðsynlegar afneitanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Samstarf um menntun og móttöku barna af erlendum uppruna Fríða Bjarney Jónsdóttir skrifar Skoðun Útlendingar í eigin landi Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þessi bölvaði hagvöxtur, þurfum við kannski bara annað hrun? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Frettatiminn.is og ég urðum fyrir netárás Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sporin hræða vissulega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sækja óreiðumenn í flugrekstur? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Þjóðstjórn lokið – verður nú sundrung? Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Lögfestum leikskólastigið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Það er afar mikilvægt að Carbfix-verkefnið njóti sannmælis líkt og önnur helstu verkefni sem ætlað er að binda koldíoxíð frá iðnaði, jarðvarmanýtingu og samgöngum. Nokkur grundvallatratriði varðandi Carbfix eru þessi, umræðunni til gagns: 1. Borholur sem unnar eru til að afla ferskvatns til niðurdælingar eru grunnar líkt og neysluvatnsholur og holur sem boraðar eru vegna vatnsútflutnings eða hitaveitna sem hita ferskvatn með háhita. Algengt dýpi er 50 til 200 metrar. 2. Borholur til niðurdælingar eru fremur eða mjög djúpar, allt að rúmum 2.000 m, og ná þar með langt niður fyrir megin grunnvatnsstrauma í berggrunninum sem færa stóran hluta úrkomu til sjávar og nýtast sem uppsprettur neysluvatns. 3. Víðtæk kolefnisbinding fór fram í ármilljónir í eldri berggrunni landsins, og gerir enn allvíða í honum þar sem til þess eru skilyrði. Slík binding fer nú fram í miklum mæli í yngri, eldvirkum landshlutum, t.d. á Reykjanesskaga. 4. Þessi náttúrulega kolefnisbinding einkennir öll háhitasvæð landsins og nágrenni þeirra. Annað mjög virkt ferli er binding kísils sem kvarstegunda (t.d. jaspís eða bergkristals) og geislasteina (zeólíta). 5. Kolefni í niðurdældum vökva binst hratt, í raun hraðar en fyrstu hugmyndir báru með sér, og hvítleita steindin sem þannig myndast - kalsít (í tærasta formi silfurberg) - endist lengi á sínum stað. Kalsít (kalsíum karbónat) er ekki mengandi efnasamband. 6. Carbfix-aðferðina má nota þar sem aðstæður leyfa koldíoxíði að hvarfast við kalsíum-ríkar bergtegundir eins og basalt (meginhluti íslensks berggrunns). Engin ógn stafar af holufyllngum úr kalsíti enda eru þær hér á stórum svæðum á yfirborði jarðar, einkum á norðvestan-, norðan- og austanverðu landinu þar sem rof og veðrun hafa afhjúpað forn berglög. 7. Fanga má koldíoxíð beint úr andrúmsloftinu eins og gert er á svæði Hellisheiðarvirkjunar, eða úr útblæstri háhitaorkuvers (gert t.d. í virkjuninni) eða úr losun iðnvers (t.d. álvers). 8. Algengir niðurdælingarstaðir eru iðnaðarsvæði, hafnarsvæði og orkuvinnslusvæði þar sem fyrir eru mannvirki og jarðrask. 9. Niðurdæling vatns blandað koldíoxíði (sbr. kolsýrt vatn á flöskum, sódavatn) getur valdið spennulosun og skjálftavirkni innan virkra sprugnukerfa, sbr. Hengilskerfið. Þar hefur tekist að aðlaga niðurdælinguna vel að náttúrulegum ferlum jarðskorpuhreyfinga. Niðurdæling koldíoxíðs í nágrenni Straumsvíkur er álitlegt verkefni, bæði sem könnun á fýsileika þess að flytja koldíoxíð til öruggrar bindingar frá löndum með óhentugan berggrunn og sem hvatning tll miklu fleiri Carbfix-verkefna á veraldarvísu. Holufyllt basalt djúpt undir mjög nýlegum hraunum vestan Hafnarfjarðar veldur seint vandræðum sem slíkt. Svæðið er alllangt frá sprungukerfinu sem kennt er við Trölladyngju/Krýsuvík. Næst Straumsvík er það að finna við Undirhlíðar og Helgafell. Sprungukerfi Eldvarpa-Reykjaness nær langleiðina að Straumsvík en norðausturhlutinn er hulinn nýlegu hrauni og án brotalína á yfirborði. Landið er langt utan jarðhitasvæða. Engin upptök umtalsverðra jarðskjálfta eru þekkt í byggð í Hafnarfirði eða á iðnaðarsvæðum bæjarins. ÍSOR telur þar óverulega hættu á finnanlegri skjálftavirkni vegna niðurdælingar (bls. 11 í skýrslu frá október 2020). ÍSOR leggur engu að síður til, og eðlilega, mælingar, rannsóknir og eftirlit (alls 4 liðir) í samræmi við leiðbeiningar og atferli í þessum verkefnaflokki. Allur er varinn góður á visindagrunni. Engin jarðgrunnsverkefni eru með öllu áhættulaus á virkasta fjórðungi af flatarmáli landsins enda er þar fjöldi mannvirkja, búseta víða og náttúruvá ávallt metin með tilliti til ávinnings þegar ákvarða á framkvæmdir og verkefni. Höfundur er jarðvísindamaður og rithöfundur.
Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar
Skoðun Með aukinni farsæld hefur hlutverk fagmenntaðra sérkennara aldrei verið mikilvægara Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir skrifar
Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun