„Getum ekki beðið eftir neinum öðrum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. mars 2023 10:42 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, í Safnahúsinu í dag. Vísir/Arnar Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir augljóst að peningastefnunefnd Seðlabankans hafi ákveðið að stíga stórt skref til þess að ná tökum á verðbólgunni með því að hækka stýrivexti um eitt prósentustig. Hann segir hjálp við það verkefni úr öðrum áttum vel þegna en Seðlabankinn geti ekki beðið eftir að aðrir grípi til aðgerða. Þetta var á meðal þess sem kom fram á fundi í Safnahúsinu í dag þar sem Ásgeir og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri, rökstuddu og fóru yfir ákvörðun peningastefnunefndar bankans um að hækka stýrivexti úr 6,5 prósent í 7,5 prósent. Um var að ræða tólftu stýrivaxtahækkunina í röð. Verðbólga mælist nú 10,2 prósent. „Það er augljóst að við höfum ákveðið að stíga þarna stór skref núna til þess að ná tökum á verðbólgu og verðbólguvæntingum. Í rauninni þá bara að hraða því að hún geti farið niður. Við verðum síðan bara að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér hvað varðar aðgerðir. Verðbólgan hefur núna hækkað umfram væntingar í þó nokkur skipti,“ sagði Ásgeir á fundinum. Hagfræðingar Íslandsbanka, Landsbankans og Arion banka sáu um það að spyrja spurninga á fundinum. Spurðu þeir allir út í það af hverju lítið væri minnst á opinber fjármál í yfirlýsingu nefndarinnar, ekki síst í ljósi þess að von er á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Öll hjálp vel þegin Una Jónsdóttir, hagfræðingur Landsbankans, spurði Ásgeir og Rannveigu til dæmis út í það hvernig þau myndi vilja sjá ríkissjóð spila með Seðlabankanum til að draga úr verðbólgu. „Það sem Seðlabankinn er að fókusera á núna er að hugsa um það verkefni sem að okkur er falið. Þannig að við getum ekki beðið eftir neinum öðrum. Við verðum bara að grípa til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar eru,“ sagði Ásgeir. Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóra peningastefnu.Vísir/Vilhelm Staðan væri þannig að mikil verðbólga væri á alþjóðavettvangi. Það hefði sín áhrif á Íslandi. Hér væri að auki mikil innlend eftirspurn. „Við því þurfum við að bregðast. Öll hjálp sem við fáum frá fjárlögum ríkisins er vel þegin en við erum ekki að bíða eftir því, með neinum hætti. Við erum þá bara að grípa til aðgerða,“ sagði Ásgeir. Kynningarfundinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Bentu Ásgeir og Rannveig einnig á að mikill vöxtur hafi orðið í útlánum til fyrirtækja hér á landi. „Kannski má segja að fókusinn sé að fara frá heimilinum yfir á fyrirtækin með því sem við erum að gera,“ sagði Ásgeir. Rannveig bætti við að innlend eftirspurn og fjárfesting hafi verið miklu sterkari en gert var ráð fyrir. „Það er meðal annars fjárfesting atvinnuveganna sem er miklu sterkari en þar er gert ráð fyrir. Þetta er í rauninni ein leiðin til að draga úr henni,“ sagði Rannveig, sem átti síðasta orðið á fundinum og svaraði þar vangaveltum hagfræðinga á fundinum um af hverju ekki væri mikið minnst á ríkissjóð í umræddri yfirlýsingu. „Ég vona að síðasta setningin í framsýnu leiðsögninni sé nægilega skýr þó hún sé ekki eins höst og í þeirri síðust. Við munum gera það sem þarf til þess að ná verðbólgumarkmiði. Það er bara okkar hlutverk, hversu sársaukafullt sem það kann að vera fyrir einhverja,“ sagði Rannveig. Síðasta setningin í yfirlýsingu peningastefnunefndar frá 8. febrúar sl. „Peningastefnunefnd telur líklegt að auka þurfi aðhaldið enn frekar á næstunni til þess að verðbólga hjaðni í markmið innan ásættanlegs tíma.“ Síðasta setningin í yfirlýsingu peningastefnunefndar í dag, 22. mars. „Peningastefnunefnd mun beita tækjum sínum til að tryggja betra jafnvægi í þjóðarbúskapnum og koma verðbólgu í markmið.“ Seðlabankinn Verðlag Fjármál heimilisins Fasteignamarkaður Íslenska krónan Húsnæðismál Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti og nú um heila prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um eina prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 6,5 prósentum í 7,5. 22. mars 2023 08:31 Mest lesið Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu Atvinnulíf Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Neytendur Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Neytendur Hægt að borga með korti í strætó Neytendur Loka verslun í Smáralind Neytendur Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Viðskipti innlent „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar Viðskipti innlent Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Viðskipti erlent Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Sjá meira
Þetta var á meðal þess sem kom fram á fundi í Safnahúsinu í dag þar sem Ásgeir og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri, rökstuddu og fóru yfir ákvörðun peningastefnunefndar bankans um að hækka stýrivexti úr 6,5 prósent í 7,5 prósent. Um var að ræða tólftu stýrivaxtahækkunina í röð. Verðbólga mælist nú 10,2 prósent. „Það er augljóst að við höfum ákveðið að stíga þarna stór skref núna til þess að ná tökum á verðbólgu og verðbólguvæntingum. Í rauninni þá bara að hraða því að hún geti farið niður. Við verðum síðan bara að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér hvað varðar aðgerðir. Verðbólgan hefur núna hækkað umfram væntingar í þó nokkur skipti,“ sagði Ásgeir á fundinum. Hagfræðingar Íslandsbanka, Landsbankans og Arion banka sáu um það að spyrja spurninga á fundinum. Spurðu þeir allir út í það af hverju lítið væri minnst á opinber fjármál í yfirlýsingu nefndarinnar, ekki síst í ljósi þess að von er á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Öll hjálp vel þegin Una Jónsdóttir, hagfræðingur Landsbankans, spurði Ásgeir og Rannveigu til dæmis út í það hvernig þau myndi vilja sjá ríkissjóð spila með Seðlabankanum til að draga úr verðbólgu. „Það sem Seðlabankinn er að fókusera á núna er að hugsa um það verkefni sem að okkur er falið. Þannig að við getum ekki beðið eftir neinum öðrum. Við verðum bara að grípa til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar eru,“ sagði Ásgeir. Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóra peningastefnu.Vísir/Vilhelm Staðan væri þannig að mikil verðbólga væri á alþjóðavettvangi. Það hefði sín áhrif á Íslandi. Hér væri að auki mikil innlend eftirspurn. „Við því þurfum við að bregðast. Öll hjálp sem við fáum frá fjárlögum ríkisins er vel þegin en við erum ekki að bíða eftir því, með neinum hætti. Við erum þá bara að grípa til aðgerða,“ sagði Ásgeir. Kynningarfundinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Bentu Ásgeir og Rannveig einnig á að mikill vöxtur hafi orðið í útlánum til fyrirtækja hér á landi. „Kannski má segja að fókusinn sé að fara frá heimilinum yfir á fyrirtækin með því sem við erum að gera,“ sagði Ásgeir. Rannveig bætti við að innlend eftirspurn og fjárfesting hafi verið miklu sterkari en gert var ráð fyrir. „Það er meðal annars fjárfesting atvinnuveganna sem er miklu sterkari en þar er gert ráð fyrir. Þetta er í rauninni ein leiðin til að draga úr henni,“ sagði Rannveig, sem átti síðasta orðið á fundinum og svaraði þar vangaveltum hagfræðinga á fundinum um af hverju ekki væri mikið minnst á ríkissjóð í umræddri yfirlýsingu. „Ég vona að síðasta setningin í framsýnu leiðsögninni sé nægilega skýr þó hún sé ekki eins höst og í þeirri síðust. Við munum gera það sem þarf til þess að ná verðbólgumarkmiði. Það er bara okkar hlutverk, hversu sársaukafullt sem það kann að vera fyrir einhverja,“ sagði Rannveig. Síðasta setningin í yfirlýsingu peningastefnunefndar frá 8. febrúar sl. „Peningastefnunefnd telur líklegt að auka þurfi aðhaldið enn frekar á næstunni til þess að verðbólga hjaðni í markmið innan ásættanlegs tíma.“ Síðasta setningin í yfirlýsingu peningastefnunefndar í dag, 22. mars. „Peningastefnunefnd mun beita tækjum sínum til að tryggja betra jafnvægi í þjóðarbúskapnum og koma verðbólgu í markmið.“
Síðasta setningin í yfirlýsingu peningastefnunefndar frá 8. febrúar sl. „Peningastefnunefnd telur líklegt að auka þurfi aðhaldið enn frekar á næstunni til þess að verðbólga hjaðni í markmið innan ásættanlegs tíma.“ Síðasta setningin í yfirlýsingu peningastefnunefndar í dag, 22. mars. „Peningastefnunefnd mun beita tækjum sínum til að tryggja betra jafnvægi í þjóðarbúskapnum og koma verðbólgu í markmið.“
Seðlabankinn Verðlag Fjármál heimilisins Fasteignamarkaður Íslenska krónan Húsnæðismál Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti og nú um heila prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um eina prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 6,5 prósentum í 7,5. 22. mars 2023 08:31 Mest lesið Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu Atvinnulíf Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Neytendur Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Neytendur Hægt að borga með korti í strætó Neytendur Loka verslun í Smáralind Neytendur Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Viðskipti innlent „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar Viðskipti innlent Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Viðskipti erlent Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Sjá meira
Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti og nú um heila prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um eina prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 6,5 prósentum í 7,5. 22. mars 2023 08:31