Viðskipti innlent

Kynningarstjóri ráðinn á skrifstofu útvarpsstjóra

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Atli Sigurður er kynningarstjóri á nýrri deild sem heyrir undir Stefán Eiríksson útvarpsstjóra.
Atli Sigurður er kynningarstjóri á nýrri deild sem heyrir undir Stefán Eiríksson útvarpsstjóra. RÚV

Atli Sigurður Kristjánsson hefur verið ráðinn samskipta- og kynningarstjóri hjá Ríkisútvarpinu. 

Víkurfréttir greina frá liðsstyrk Ríkisútvarpsins en í frétt miðilsins kemur fram að samskipta- og kynningardeild sé ný eining innan RÚV sem heyri undir Stefán Eiríksson útvarpsstjóra.

Atli, sem er 34 ára, starfaði um tíma sem markaðs- og samskiptastjóri Bláa lónsins og síðar sem markaðsstjóri hjá Marel.

Atli var árið 2017 valinn Mentor ársins 2017 úr hópi 100 sérfræðinga, frumkvöðla, stjórnenda, fjárfesta og annarra lykilaðila af sviði ferðaþjónustu sem leggja verkefninu Startup Tourism lið.

Atli Sigurður hefur þegar hafið störf og fjallaði meðal annars um tilnefningar RÚV til blaðamannaverðlauna á dögunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×