Lofsamar síðasta púslið í Þórsliðið: „Guðsgjöf“ Sæbjörn Steinke skrifar 24. mars 2023 21:31 Styrmir Snær Þrastarson og félagar hafa verið frábærir undanfarið. Vísir/Hulda Margrét Þórsarar eru til alls líklegir í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Liðið er á mikilli siglingu og vann í kvöld sinn sjöunda sigur í átta leikjum. Andstæðingurinn í kvöld var Stjarnan og varð niðurstaðan nokkuð þægilegur fjórtán stiga sigur. Einn af lykilmönnum liðsins, og stór þáttur í því að Þór varð meistari fyrir tveimur árum, er Styrmir Snær Þrastarson. Hann ræddi við Vísi eftir sigurinn í kvöld. „Vörnin í fyrri hálfleik skóp þetta fyrir okkur. Þegar við náum að tengja sókn og vörn vel saman spilum við mjög vel,“ sagði sýnilega sáttur Styrmir eftir leik. „Það er gaman, mér líður alltaf vel í Garðabænum og þeir eru með hörkugott lið. Það er ekkert gefins í þessari deild og sigurinn því mjög góður.“ Þórsarar eru á leið í úrslitaleik um sjötta sætið í lokaumferðinni. Andstæðingurinn þar verður Grindavík. „Það verður spennandi leikur, leikurinn í fyrri umferðinni var skemmtilegur og „physical“ og ég býst við hörku leik.“ Vincent Malik Shahid var besti maður vallarins í kvöld, ekki í fyrsta sinn sem það gerist í vetur. Hann skoraði 38 stig og klikkaði einungis á fjórum skotum. Hann hefur sýnt að hann er einn albesti, ef ekki sá allra besti, leikmaður deildarinnar. En hvernig er að spila með honum? „Það er frábært. Hann getur búið til sitt eigið skot upp úr engu og það er þægilegt þegar þú ert kominn í vesen í sókninni og hann býr bara til eitthvað. Hann gefur líka mikið af sér, sérstaklega til samfélagsins. Hann er bara frábær náungi.“ Síðasta púslið í Þórsliðið var koma Jordan Semple eftir áramót. Hann hefur komið ansi vel inn í liðið en margir settu spurningarmerki við Þórsara að fá hann í sínar raðir. Umræðan var neikvæð í garð Semple eftir veru hans hjá KR. Fengu leikmenn Þórs að segja eitthvað til um hvort Semple kæmi eða ekki? „Ég man að við vorum í fjáröflun, vorum að blóðga fiska. Þá kemur Lalli upp að mér og segir við mig: Heyrðu, við ætlum að sækja Jordan.“ „Ég var búinn að heyra út í bæ að hann væri ekki góður. Svo kemur hann til okkar og er bara toppnáungi og hann er lykillinn að þessum varnarleik sem við erum að spila. Ég er þvílíkt ánægður með hann, bara guðsgjöf. Nákvæmlega rétta púslið sem við þurftum.“ Lalli, Lárus Jónsson sem þjálfar Þórliðið, var einnig spurður út í Semple í viðtali eftir leik. Var Lárus aldrei skeptískur þegar hann var að ákveða að taka Semple inn? „Ég talaði bara við hann, og þegar ég var búinn að tala við hann í svona hálftíma var ég ekki í neinum vafa. Mér fannst skína í gegn að þetta væri körfuboltamaður sem hafði hrikalega mikinn áhuga á körfubolta og langaði að koma og hjálpa okkur.“ „Já,“ sagði Lárus einfaldlega þegar hann var spurður út í hvort Semple væri lykillinn að varnarleik Þórsara. Í liði Þórsara er einnig Tómas Valur, sem er bróðir Styrmis. Styrmir var spurður hvernig væri að spila með yngri bróður sínum sem er feikilega efnilegur. „Bróðir minn er frábær og ég hef mjög gaman af því að spila með honum. Ég ætla njóta þess að fá að spila með honum nokkra leiki í viðbót.“ „Alla leið,“ var svo svarið sem Styrmir gaf þegar hann var spurður hversu langt Þórsarar gætu farið í úrslitakeppninni. Körfubolti Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Þór Þ. 84-98 | Þórsarar halda áfram að klífa upp töfluna Þór Þorlákshöfn vann öruggan 14 stiga sigur á Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta. Bæði lið eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og eftir sigur kvöldsins má segja að Þór Þ. sé í góðum málum. Stjarnan gæti hins vegar misst af sæti í úrslitakeppninni í ár. Viðtöl og umfjöllun væntanleg. 24. mars 2023 20:00 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Sjá meira
„Vörnin í fyrri hálfleik skóp þetta fyrir okkur. Þegar við náum að tengja sókn og vörn vel saman spilum við mjög vel,“ sagði sýnilega sáttur Styrmir eftir leik. „Það er gaman, mér líður alltaf vel í Garðabænum og þeir eru með hörkugott lið. Það er ekkert gefins í þessari deild og sigurinn því mjög góður.“ Þórsarar eru á leið í úrslitaleik um sjötta sætið í lokaumferðinni. Andstæðingurinn þar verður Grindavík. „Það verður spennandi leikur, leikurinn í fyrri umferðinni var skemmtilegur og „physical“ og ég býst við hörku leik.“ Vincent Malik Shahid var besti maður vallarins í kvöld, ekki í fyrsta sinn sem það gerist í vetur. Hann skoraði 38 stig og klikkaði einungis á fjórum skotum. Hann hefur sýnt að hann er einn albesti, ef ekki sá allra besti, leikmaður deildarinnar. En hvernig er að spila með honum? „Það er frábært. Hann getur búið til sitt eigið skot upp úr engu og það er þægilegt þegar þú ert kominn í vesen í sókninni og hann býr bara til eitthvað. Hann gefur líka mikið af sér, sérstaklega til samfélagsins. Hann er bara frábær náungi.“ Síðasta púslið í Þórsliðið var koma Jordan Semple eftir áramót. Hann hefur komið ansi vel inn í liðið en margir settu spurningarmerki við Þórsara að fá hann í sínar raðir. Umræðan var neikvæð í garð Semple eftir veru hans hjá KR. Fengu leikmenn Þórs að segja eitthvað til um hvort Semple kæmi eða ekki? „Ég man að við vorum í fjáröflun, vorum að blóðga fiska. Þá kemur Lalli upp að mér og segir við mig: Heyrðu, við ætlum að sækja Jordan.“ „Ég var búinn að heyra út í bæ að hann væri ekki góður. Svo kemur hann til okkar og er bara toppnáungi og hann er lykillinn að þessum varnarleik sem við erum að spila. Ég er þvílíkt ánægður með hann, bara guðsgjöf. Nákvæmlega rétta púslið sem við þurftum.“ Lalli, Lárus Jónsson sem þjálfar Þórliðið, var einnig spurður út í Semple í viðtali eftir leik. Var Lárus aldrei skeptískur þegar hann var að ákveða að taka Semple inn? „Ég talaði bara við hann, og þegar ég var búinn að tala við hann í svona hálftíma var ég ekki í neinum vafa. Mér fannst skína í gegn að þetta væri körfuboltamaður sem hafði hrikalega mikinn áhuga á körfubolta og langaði að koma og hjálpa okkur.“ „Já,“ sagði Lárus einfaldlega þegar hann var spurður út í hvort Semple væri lykillinn að varnarleik Þórsara. Í liði Þórsara er einnig Tómas Valur, sem er bróðir Styrmis. Styrmir var spurður hvernig væri að spila með yngri bróður sínum sem er feikilega efnilegur. „Bróðir minn er frábær og ég hef mjög gaman af því að spila með honum. Ég ætla njóta þess að fá að spila með honum nokkra leiki í viðbót.“ „Alla leið,“ var svo svarið sem Styrmir gaf þegar hann var spurður hversu langt Þórsarar gætu farið í úrslitakeppninni.
Körfubolti Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Þór Þ. 84-98 | Þórsarar halda áfram að klífa upp töfluna Þór Þorlákshöfn vann öruggan 14 stiga sigur á Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta. Bæði lið eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og eftir sigur kvöldsins má segja að Þór Þ. sé í góðum málum. Stjarnan gæti hins vegar misst af sæti í úrslitakeppninni í ár. Viðtöl og umfjöllun væntanleg. 24. mars 2023 20:00 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Þór Þ. 84-98 | Þórsarar halda áfram að klífa upp töfluna Þór Þorlákshöfn vann öruggan 14 stiga sigur á Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta. Bæði lið eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og eftir sigur kvöldsins má segja að Þór Þ. sé í góðum málum. Stjarnan gæti hins vegar misst af sæti í úrslitakeppninni í ár. Viðtöl og umfjöllun væntanleg. 24. mars 2023 20:00
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum