Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. Þar segir að unnið sé að því að meta aðstæður annarsstaðar í þéttbýlinu og víðar.
„Íbúar Norðfjarðar hvattir til að halda kyrru fyrir heima, hlémegin í húsum og bíða frekari upplýsinga.
Öllu skólahaldi hefur verið aflýst í Fjarðabyggð sem og almenningssamgöngum,“ segir í tilkynningunni.
Þar segir ennfremur að vegna mikillar snjókomu á Austurlandi í nótt séu íbúar hvattir til að halda sig heima við. Unnið sé að því að skoða aðstæður í Norðfirði og öðrum þéttbýliskjörnum.
Skólahald fellur því niður í Neskaupstað, á Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Breiðdalsvík.