Snjóflóð féll á fjölbýlishús í Neskaupstað og verið að rýma fjölda húsa Atli Ísleifsson skrifar 27. mars 2023 08:13 Eins og sjá má er gríðarlegur snjór í Neskaupstað. Aðsend Að minnsta kosti tvö snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og vitað er að annað þeirra féll á fjölbýlishús við Starmýri í bænum. Gluggar hafa brotnað og bílar henst til. Verið er að rýma mikinn fjölda húsa í bænum vegna snjóflóðahættu og hefur neyðarstigi Almannavarna verið lýst yfir. Þetta staðfestir Óliver Hilmarsson, sérfræðingur á sviði snjóflóða hjá Veðurstofunni. Hann segir að verið sé að rýma hús á svæði 16 og 17 í bænum – en húsin standa við Hrafnsmýri, Gauksmýri, Valsmýri, Starmýri, Víðimýri, Nesbakka og Gilsbakka. Óliver segir að annað flóðið hafi fallið úr Nesgili og á fjölbýlishúsið við Starmýri skömmu fyrir klukkan sjö í morgun. Hitt hafi fallið í sjó fram um sexleytið. Annað flóðið félkk á Starmýri og hitt í sjó fram við Strandgötu.Loftmyndir Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á Austfjörðum og þá er hættustig í gildi í Neskaupstað og Seyðisfirði. Á vef Fjarðabyggðar segir að unnið sé að því að meta aðstæður í bænum og víðar. Íbúar Norðfjarðar er hvattir til að halda kyrru fyrir heima, hlémegin í húsum og bíða frekari upplýsinga. Þá segir að öllu skólahaldi hafi verið aflýst í Fjarðabyggð sem og almenningssamgöngum. Enginn slasaðist alvarlega Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir í samtali við fréttastofu að enginn hafi slasast alvarlega í flóðunum. Vitað sé um einhver smávægileg meiðsl á einhverjum vegna glerbrota. Jón Björn segir að verið sé að rýma tugi húsa í Mýrarhverfum og að búið sé að opna fjöldahjálparstöð í félagsheimilinu í Egilsbúð. Hann hvetur alla þá sem búa á rýmingarsvæðinu og sem leita annað en í Egilsbúð að hringja í síma 1717 og skrá sig. Ertu með myndir af vettvangi? Endilega sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Björgunarsveitarmenn ganga nú í þau hús sem þarf að rýma. Jón Björn segir stærstan hluta Neskaupstaðar vera varinn með varnargörðum, en að atburðir morgunsins sýni svo ekki verði um villst að þurfi að klára verkið. Eins og sjá má er mikill snjór á Neskaupstað.Jóhanna Fanney Jón Björn segir að samkvæmt upplýsingum virðist sem að snjóflóðið hafi ekki tekið með sér veggi í húsinu við Starmýri. Neyðarstig vegna snjóflóða lýst yfir Ríkislögreglustjóri ákvað í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna snjóflóðanna sem féllu í Neskaupsstað í morgun. „Ákveðið hefur verið að rýma önnur svæði þar sem snjóflóðahætta er talin vera, bæði í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Fjöldahjálparstöðvar hafa verið opnaðar á báðum stöðum. Rétt eftir klukkan sex í morgun féll snjóflóð rétt utan við Neskaupsstað, og rétt um sjö féll annað flóð. Seinna flóðið féll á nokkur hús. Björgunarfólk er að störfum á staðnum. Björgunarsveitir af Austurlandi hafa verið boðaðar út, og Vegagerðin, til að ryðja leiðir fyrir björgunaraðila. Neyðarstigi Almannavarna hefur verið lýst yfir í Neskaupstað og það eru tilmæli til íbúa þar að halda sig heima og þeim megin í húsum sem fjær eru fjallshlíð. Samhæfingarstöð Almannavarna hefur verið virkjuð,“ segir í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sem send var á fjölmiðla í morgun. Lögregla á Austurlandi segir nú sé verið að ráðast í umfangsmiklar rýmingar á Seyðisfirði vegna snjóflóðahættu. Norðfjarðargöngum lokað Á vef Vegagerðarinnar segir að Norðfjarðargöngum hafi verið lokað vegna snjóflóðahættu að beiðni lögreglu og almannavarna. Norðfjarðargöng: Norðfjarðargöng eru lokuð að beiðni lögreglu og almannavarna. Þar er mikil snjóflóðahætta og eitt flóð þegar fallið. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) March 27, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð.
Þetta staðfestir Óliver Hilmarsson, sérfræðingur á sviði snjóflóða hjá Veðurstofunni. Hann segir að verið sé að rýma hús á svæði 16 og 17 í bænum – en húsin standa við Hrafnsmýri, Gauksmýri, Valsmýri, Starmýri, Víðimýri, Nesbakka og Gilsbakka. Óliver segir að annað flóðið hafi fallið úr Nesgili og á fjölbýlishúsið við Starmýri skömmu fyrir klukkan sjö í morgun. Hitt hafi fallið í sjó fram um sexleytið. Annað flóðið félkk á Starmýri og hitt í sjó fram við Strandgötu.Loftmyndir Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á Austfjörðum og þá er hættustig í gildi í Neskaupstað og Seyðisfirði. Á vef Fjarðabyggðar segir að unnið sé að því að meta aðstæður í bænum og víðar. Íbúar Norðfjarðar er hvattir til að halda kyrru fyrir heima, hlémegin í húsum og bíða frekari upplýsinga. Þá segir að öllu skólahaldi hafi verið aflýst í Fjarðabyggð sem og almenningssamgöngum. Enginn slasaðist alvarlega Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir í samtali við fréttastofu að enginn hafi slasast alvarlega í flóðunum. Vitað sé um einhver smávægileg meiðsl á einhverjum vegna glerbrota. Jón Björn segir að verið sé að rýma tugi húsa í Mýrarhverfum og að búið sé að opna fjöldahjálparstöð í félagsheimilinu í Egilsbúð. Hann hvetur alla þá sem búa á rýmingarsvæðinu og sem leita annað en í Egilsbúð að hringja í síma 1717 og skrá sig. Ertu með myndir af vettvangi? Endilega sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Björgunarsveitarmenn ganga nú í þau hús sem þarf að rýma. Jón Björn segir stærstan hluta Neskaupstaðar vera varinn með varnargörðum, en að atburðir morgunsins sýni svo ekki verði um villst að þurfi að klára verkið. Eins og sjá má er mikill snjór á Neskaupstað.Jóhanna Fanney Jón Björn segir að samkvæmt upplýsingum virðist sem að snjóflóðið hafi ekki tekið með sér veggi í húsinu við Starmýri. Neyðarstig vegna snjóflóða lýst yfir Ríkislögreglustjóri ákvað í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna snjóflóðanna sem féllu í Neskaupsstað í morgun. „Ákveðið hefur verið að rýma önnur svæði þar sem snjóflóðahætta er talin vera, bæði í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Fjöldahjálparstöðvar hafa verið opnaðar á báðum stöðum. Rétt eftir klukkan sex í morgun féll snjóflóð rétt utan við Neskaupsstað, og rétt um sjö féll annað flóð. Seinna flóðið féll á nokkur hús. Björgunarfólk er að störfum á staðnum. Björgunarsveitir af Austurlandi hafa verið boðaðar út, og Vegagerðin, til að ryðja leiðir fyrir björgunaraðila. Neyðarstigi Almannavarna hefur verið lýst yfir í Neskaupstað og það eru tilmæli til íbúa þar að halda sig heima og þeim megin í húsum sem fjær eru fjallshlíð. Samhæfingarstöð Almannavarna hefur verið virkjuð,“ segir í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sem send var á fjölmiðla í morgun. Lögregla á Austurlandi segir nú sé verið að ráðast í umfangsmiklar rýmingar á Seyðisfirði vegna snjóflóðahættu. Norðfjarðargöngum lokað Á vef Vegagerðarinnar segir að Norðfjarðargöngum hafi verið lokað vegna snjóflóðahættu að beiðni lögreglu og almannavarna. Norðfjarðargöng: Norðfjarðargöng eru lokuð að beiðni lögreglu og almannavarna. Þar er mikil snjóflóðahætta og eitt flóð þegar fallið. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) March 27, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð.
Fjarðabyggð Almannavarnir Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Tengdar fréttir Neyðarstigi Almannavarna lýst yfir vegna flóðanna Neyðarstigi Almannavarna hefur verið lýst yfir vegna snjóflóðanna sem féllu í Norðfirði í morgun. Hjördís Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi Almannavarna segir að verið sé að reyna að ná yfirsýn yfir ástandið. 27. mars 2023 08:43 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Neyðarstigi Almannavarna lýst yfir vegna flóðanna Neyðarstigi Almannavarna hefur verið lýst yfir vegna snjóflóðanna sem féllu í Norðfirði í morgun. Hjördís Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi Almannavarna segir að verið sé að reyna að ná yfirsýn yfir ástandið. 27. mars 2023 08:43