Lífið

Lóa Pind fann loksins dýrari matarkörfu en á Íslandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lóa Pind hefur tekið saman verð á matvöru í hverjum einasta þætti og alltaf hefur hún verið ódýrari en á Íslandi, nema fyrir utan í síðasta þætti.
Lóa Pind hefur tekið saman verð á matvöru í hverjum einasta þætti og alltaf hefur hún verið ódýrari en á Íslandi, nema fyrir utan í síðasta þætti.

Lóa Pind heimsótti fiðluleikarann Ara Vilhjálmsson sem fór fyrir nokkrum árum í örlagaríkt frí til Ísrael. Á síðasta degi féll hann fyrir einum innfæddum og þá var ekki aftur snúið.

Honum tókst að landa eftirsóttri stöðu við Sinfóníuhljómsveitina í Tel Aviv og flutti með allt sitt hafurtask á þennan umbrotastað á hnettinum. Í þættinum kynntist Lóa lífi Ara og Effy sambýlismanns hans í regnbogavænu samfélaginu í dýrustu borg heims.

Tel Aviv er dýrasta borg heims og borgar þeir til að mynda yfir þrjú hundruð þúsund í leigu, fyrir íbúð í minni kantinum.

Matarkarfan er heldur betur dýr og eftir fjórar þáttaraðir fann Lóa loks dýrari matarkörfu en hér á landi, í Tel Aviv eins og sjá má hér að neðan.

Klippa: Lóa Pind fann loksins dýrari matarkörfu en á Íslandi





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.