„Okkur langar að dreyma“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. mars 2023 08:01 Björgvin Páll kallar eftir standard í umfjöllun fjölmiðla um landsliðið. Vísir/Vilhelm Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals, kveðst meðvitaður um að liðið eigi við ofurefli að etja er það sækir Göppingen heim í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í handbolta í kvöld. Um er að ræða erfiðan útivöll og þeir þýsku eru með sjö marka forskot eftir fyrri leikinn á Hlíðarenda. Leikurinn fer fram í EWS Arena í Göppingen sem var byggð árið 1967. Þrátt fyrir endurbætur ber hún enn þess merki að hún sé gömul og Björgvin segir þetta mikla gryfju. „Hún er góð, skemmtileg og þétt setin þegar pakkað er í henni. Stúkan er nálægt vellinum og svolítil gryfja. Við fengum smá smjörþef af því að æfa á gólfinu hjá þeim - þetta er auðvitað fornfrægt félag með mikla sögu og maður finnur það þegar maður gengur þarna inn.“ Búist er við að öll 5.600 sætin á vellinum verði upptekin annað kvöld og stemningin eftir því. Þá er höllin þekkt fyrir að vera einn erfiðasti útivöllurinn að sækja heim í Þýskalandi. „Þetta verður upplifun fyrir þessa gæja. Við erum búnir að spila á mörgum stöðum, þetta er tólfti leikurinn okkar í keppninni og fimm lönd sem við höfum farið til. Við höfum upplifað misjafna stemningu en nú erum við komnir í 16-liða úrslit og það verður fullt af fólki,“ „Að sjúga það í sig er verkefni morgundagsins og þurfum að bæta því við að skila sigri í hús,“ segir Björgvin Páll. Vilja enda á sigri Tapið var býsna stórt gegn Göppingen í síðustu viku; Valur tapaði með sjö marka mun og er það munur sem þarf að vinna upp ef liðið ætlar ekki að falla úr keppninni á morgun. Aðspurður hvort menn hafi náð þeim leik fullkomnlega úr kerfinu segir Björgvin Páll: „Ekki að fullu. Það vonandi tekst með því að eiga góðan leik. Við viljum ekki enda þetta svoleiðis. Þetta var hörkuleikur lengi vel en þeirra gæði og okkar mistök skila þeim þessum sjö marka sigri. Sem er kannski aðeins of mikið fyrir leikinn og fyrir einvígið en við ætlum að reyna vinna leikinn á morgun. Það væri auðvitað draumur,“ „Það verður erfitt en okkur langar að dreyma og okkur langar að enda þetta vel. Ef við vinnum ekki með sjö, þá allavega að vinna leikinn,“ segir Björgvin Páll. Klippa: Björgvin Páll í Göppingen Stoltir af frammistöðunni Björgvin Páll segir Valsmenn þá geta borið höfuðið hátt eftir frammistöðuna í Evrópu í vetur. Sama hvernig fer á morgun. „Við erum bara stoltir af okkar frammistöðu, bæði inni á vellinum og utan vallar. Við erum búnir að skila á þriðjudagskvöldum í Valsheimilinu eru búin að koma átta þúsund manns í húsið, sem er auðvitað bara geggjað,“ „Svo fyrir íslenska handbolta og fyrir okkur. Við erum að - innan gæsalappa - missa leikmenn í atvinnumennsku þannig að þetta er búið að gefa alveg helling,“ segir Björgvin Páll. Leikur Vals og Göppingen hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Vísir mun fylgja liðinu eftir fram að leik og gera allt saman vel upp að honum loknum. Fleira kemur fram í viðtalinu við Björgvin sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjá meira
Leikurinn fer fram í EWS Arena í Göppingen sem var byggð árið 1967. Þrátt fyrir endurbætur ber hún enn þess merki að hún sé gömul og Björgvin segir þetta mikla gryfju. „Hún er góð, skemmtileg og þétt setin þegar pakkað er í henni. Stúkan er nálægt vellinum og svolítil gryfja. Við fengum smá smjörþef af því að æfa á gólfinu hjá þeim - þetta er auðvitað fornfrægt félag með mikla sögu og maður finnur það þegar maður gengur þarna inn.“ Búist er við að öll 5.600 sætin á vellinum verði upptekin annað kvöld og stemningin eftir því. Þá er höllin þekkt fyrir að vera einn erfiðasti útivöllurinn að sækja heim í Þýskalandi. „Þetta verður upplifun fyrir þessa gæja. Við erum búnir að spila á mörgum stöðum, þetta er tólfti leikurinn okkar í keppninni og fimm lönd sem við höfum farið til. Við höfum upplifað misjafna stemningu en nú erum við komnir í 16-liða úrslit og það verður fullt af fólki,“ „Að sjúga það í sig er verkefni morgundagsins og þurfum að bæta því við að skila sigri í hús,“ segir Björgvin Páll. Vilja enda á sigri Tapið var býsna stórt gegn Göppingen í síðustu viku; Valur tapaði með sjö marka mun og er það munur sem þarf að vinna upp ef liðið ætlar ekki að falla úr keppninni á morgun. Aðspurður hvort menn hafi náð þeim leik fullkomnlega úr kerfinu segir Björgvin Páll: „Ekki að fullu. Það vonandi tekst með því að eiga góðan leik. Við viljum ekki enda þetta svoleiðis. Þetta var hörkuleikur lengi vel en þeirra gæði og okkar mistök skila þeim þessum sjö marka sigri. Sem er kannski aðeins of mikið fyrir leikinn og fyrir einvígið en við ætlum að reyna vinna leikinn á morgun. Það væri auðvitað draumur,“ „Það verður erfitt en okkur langar að dreyma og okkur langar að enda þetta vel. Ef við vinnum ekki með sjö, þá allavega að vinna leikinn,“ segir Björgvin Páll. Klippa: Björgvin Páll í Göppingen Stoltir af frammistöðunni Björgvin Páll segir Valsmenn þá geta borið höfuðið hátt eftir frammistöðuna í Evrópu í vetur. Sama hvernig fer á morgun. „Við erum bara stoltir af okkar frammistöðu, bæði inni á vellinum og utan vallar. Við erum búnir að skila á þriðjudagskvöldum í Valsheimilinu eru búin að koma átta þúsund manns í húsið, sem er auðvitað bara geggjað,“ „Svo fyrir íslenska handbolta og fyrir okkur. Við erum að - innan gæsalappa - missa leikmenn í atvinnumennsku þannig að þetta er búið að gefa alveg helling,“ segir Björgvin Páll. Leikur Vals og Göppingen hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Vísir mun fylgja liðinu eftir fram að leik og gera allt saman vel upp að honum loknum. Fleira kemur fram í viðtalinu við Björgvin sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjá meira