„Við erum búin að bíða eftir því að hægt væri að fara með þyrluna inn á Neskaupstað. Það var flogið með lækni, tvo lögreglumenn og tvo frá Rauða krossinum í Neskaupstað frá Egilsstöðum. Þar lenti þyrlan fyrir um hálftíma síðan,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við fréttastofu.

Þegar þyrlan lenti í Neskaupstað var ákveðið að flytja ólétta konu þaðan og inn á Egilsstaði. Samkvæmt Ásgeiri var ekki um neyðarflutning að ræða heldur var ákveðið að flytja konuna af öryggisástæðum.
„Við gerum ráð fyrir því að þyrlan verði fyrir austan í nótt og að áhöfnin gisti þar.“
Gista í varðskipinu.
Varðskipið Þór er nú einnig á leiðinni austur. Varðskipið er væntanlegt inn á Seyðisfjörð klukkan 21:30. Þaðan verður síðan farið með vistir og viðbragðsaðila, bæði inn á Neskaupstað og Eskifjörð.
„Það eru sex sem fara úr á hvorum stað,“ segir Ásgeir. „Síðan koma viðbragðsaðilar sem eru þarna fyrir austan til með að gista í varðskipinu í nótt, það eru um tuttugu manns.