Ekkert verður af áætlunarflugi Condor til Akureyrar og Egilsstaða í ár Atli Ísleifsson skrifar 28. mars 2023 09:53 Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla Isavia. Vísir/Sigurjón Þýska flugfélagið Condor hefur tilkynnt að hætt hafi verið við áætlunarflug til Akureyrar og Egilsstaða frá Frankfurt í Þýskalandi sem hefjast átti um miðjan maí og standa fram í október. Markaðssetning er sögð hafa farið of seint af stað. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Isavia. Þar segir að mikil vinna hafi verið unnin í tengslum við flugið af hálfu heimamanna á Akureyri og Egilsstöðum, sem og Condor, og að stefnt sé að því að nýta þann undirbúning fyrir árið 2024. Það muni þó skýrist á næstu vikum. Tilkynnt var um fyrirætlanir Condor í júlí á síðasta ári, en í tilkynningunni frá Isavia segir að að þeirra mati hefði fyrirvarinn þurft að vera enn lengri til að tryggja betur bókanir frá ferðaskrifstofum. Til stóð að fljúga í hverri viku á tímabilinu á milli Frankfurt- og Akureyrarflugvallar og Frankfurt- og Egilsstaðaflugvallar. Flugfélagið Condor flýgur með ríflega níu milljónir farþega árlega. Stefna á næsta sumar Haft er eftir Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, framkvæmdastjóra Isavia Innanlandsflugvalla, að því miður hafi verkefnið með Condor ekki gengið upp í ár. Þó séu vonir bundnar við að af millilandaflugi milli Þýskalands og Norður- og Austurlands verði árið 2024. „Það eru margir þættir sem leiddu til þessarar niðurstöðu, markaðssetningin erlendis hófst ekki nógu snemma til að ná flugi fyrir árið í ár og breyttar markaðsforsendur áttu einnig sinn þátt í að svona fór. Áhugi flugfélaga á millilandaflugi til Norður- og Austurlands fer stöðugt vaxandi, við finnum það mjög sterkt á ferðakaupstefnum og vinnustofum erlendis,” segir Sigrún Björk. Flugfélagið Condor flýgur með ríflega níu milljónir farþega árlega.Getty/Marcos del Mazo Sigrún Björk segir ennfremur að reynslan sýni að þetta sé langhlaup og flugfélög séu varkár í sínum ákvörðunum um nýja áfangastaði og flugleiðir. Það þurfi því töluvert úthald til að láta hlutina ganga upp. „Það er afar mikilvægt að halda áfram að bjóða upp á aðgengi að landinu í gegnum nýjar gáttir í takti við stefnu stjórnvalda um að efla ferðaþjónustu í öllum landshlutum. Það verður áfram helsta markmið okkar og sem fyrr segir er áhuginn greinilega til staðar. Framboð á millilandaflugi um Akureyrarflugvöll hefur aldrei verið meira og ferðaskrifstofur sem bjóða ferðir þangað hafa verið að fjölga ferðum, svo dæmi sé tekið. Viðhöfum heyrt frá Condor að þau hafi fulla trú á áfangastöðum á Íslandi, sér í lagi á Austur- og Norðurlandi. Rannsóknir Ferðamálastofu sýna að ferðamenn sem hingað koma hafa mikinn áhuga á að heimsækja landið aftur og skoða þá nýja landshluta og þýski markaðurinn hefur verið einn af lykilmörkuðum íslenskrar ferðaþjónustu,” er haft eftir Sigrúnu Björk. Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Akureyri Egilsstaðaflugvöllur Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Greint er frá þessu í tilkynningu frá Isavia. Þar segir að mikil vinna hafi verið unnin í tengslum við flugið af hálfu heimamanna á Akureyri og Egilsstöðum, sem og Condor, og að stefnt sé að því að nýta þann undirbúning fyrir árið 2024. Það muni þó skýrist á næstu vikum. Tilkynnt var um fyrirætlanir Condor í júlí á síðasta ári, en í tilkynningunni frá Isavia segir að að þeirra mati hefði fyrirvarinn þurft að vera enn lengri til að tryggja betur bókanir frá ferðaskrifstofum. Til stóð að fljúga í hverri viku á tímabilinu á milli Frankfurt- og Akureyrarflugvallar og Frankfurt- og Egilsstaðaflugvallar. Flugfélagið Condor flýgur með ríflega níu milljónir farþega árlega. Stefna á næsta sumar Haft er eftir Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, framkvæmdastjóra Isavia Innanlandsflugvalla, að því miður hafi verkefnið með Condor ekki gengið upp í ár. Þó séu vonir bundnar við að af millilandaflugi milli Þýskalands og Norður- og Austurlands verði árið 2024. „Það eru margir þættir sem leiddu til þessarar niðurstöðu, markaðssetningin erlendis hófst ekki nógu snemma til að ná flugi fyrir árið í ár og breyttar markaðsforsendur áttu einnig sinn þátt í að svona fór. Áhugi flugfélaga á millilandaflugi til Norður- og Austurlands fer stöðugt vaxandi, við finnum það mjög sterkt á ferðakaupstefnum og vinnustofum erlendis,” segir Sigrún Björk. Flugfélagið Condor flýgur með ríflega níu milljónir farþega árlega.Getty/Marcos del Mazo Sigrún Björk segir ennfremur að reynslan sýni að þetta sé langhlaup og flugfélög séu varkár í sínum ákvörðunum um nýja áfangastaði og flugleiðir. Það þurfi því töluvert úthald til að láta hlutina ganga upp. „Það er afar mikilvægt að halda áfram að bjóða upp á aðgengi að landinu í gegnum nýjar gáttir í takti við stefnu stjórnvalda um að efla ferðaþjónustu í öllum landshlutum. Það verður áfram helsta markmið okkar og sem fyrr segir er áhuginn greinilega til staðar. Framboð á millilandaflugi um Akureyrarflugvöll hefur aldrei verið meira og ferðaskrifstofur sem bjóða ferðir þangað hafa verið að fjölga ferðum, svo dæmi sé tekið. Viðhöfum heyrt frá Condor að þau hafi fulla trú á áfangastöðum á Íslandi, sér í lagi á Austur- og Norðurlandi. Rannsóknir Ferðamálastofu sýna að ferðamenn sem hingað koma hafa mikinn áhuga á að heimsækja landið aftur og skoða þá nýja landshluta og þýski markaðurinn hefur verið einn af lykilmörkuðum íslenskrar ferðaþjónustu,” er haft eftir Sigrúnu Björk.
Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Akureyri Egilsstaðaflugvöllur Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira