„Hann sagði mér bara að negla á markið og ég gerði það bara“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. mars 2023 23:31 Tryggvi Garðar Jónsson var svekktur með úrslitin í kvöld, en ánægður með sína eigin frammistöðu. Vísir/Hulda Margrét Tryggvi Garðar Jónsson gat gengið sáttur frá borði eftir leik Vals gegn Göppingen í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Tryggvi skoraði ellefu mörk fyrir Valsliðið, en það dugði þó ekki til og Valur er úr leik eftir tveggja marka tap, 33-31. Valsmenn þurftu nánast á kraftaverki að halda eftir sjö marka tap í fyrri leiknum á heimavelli. Íslandsmeistararnir mættu með hálf laskað lið til leiks, en Tryggvi Garðar nýtti sitt tækifæri vel, en var þó eðlilega vonsvikinn með úrslit leiksins. „Þetta eru auðvitað smá vonbrigði. Við vorum allir sammála um það að við ætluðum að vinna þennan leik, alveg sama hvað,“ sagði Tryggvi í viðtali eftir leikinn. „Við erum núna úr leik í keppninni og við ætluðum að gera það með sæmd. Við ætluðum að vinna leikinn og vinna báða hálfleikana. Okkur tókst kannski að vinna seinni hálfleikinn, en við vildum vinna þá báða.“ Valsmenn geta þó borið höfuðið hátt eftir leik kvöldsins, enda er tveggja marka tap á útivelli gegn liði sem spilar í sterkustu deild heims ekkert til að skammast sín fyrir. „Ég er alveg sammála því. Við spiluðum alveg flotta vörn og sókn á köflum, en ég hefði viljað vinna leikinn.“ Þá segist Tryggvi hafa notið sín vel á vellinum í kvöld. „Já ég var heitur í kvöld. Ég var búinn að undirbúa mig mjög vel fyrir þennan leik og skoða heilmikið. Strákarnir voru að finna mig vel og klippa mig vel og ég var að nýta skotin mín vel.“ Umræða um stöðu Tryggva hjá Valsliðinu myndaðist í vor þegar Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi hlaðvarpsins Handkastsins og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, hafði orð á því að þessi 19 ára leikmaður væri hvorki að spila með aðalliði Vals, né U-liðinu. Tryggvi fékk þó traustið frá þjálfara liðsins, Snorra Steini Guðjónssyni, og segir að hann hafi fengið skotleyfir frá þjálfaranum. „Hann sagði mér bara að negla á markið og ég gerði það bara. Ég kom inn á og skaut örugglega úr öllum færum sem ég gat fengið.“ „Ég er búinn að vera að bíða eftir svona leik mjög lengi frá mér og ég er bara þakklátur fyrir það.“ Þá segist Tryggvi vona að frammistaðan í kvöld skili honum fleiri mínútum inni á vellinum á komandi vikum. „Já ég ætla að vona það. En Snorri ræður þessu og hann setur bara besta liðið inn á. Þannig að vonandi næ ég að komast inn í það.“ Að lokum bætti Tryggvi við að Evrópuævintýri sem þetta væri ómetanleg reynsla fyrir hvaða leikmann sem er. „Þetta er bara geggjuð reynsla. Bara geggjuð reynsla fyrir alla. Þetta er bara geggjað. Umgjörðin í Val, þetta eru bara þvílík forréttindi að fá að taka þátt í þessari keppni, spila í þessum höllum á móti Bundesligu-liðum og allsstaðar. Þetta eru bara forréttindi,“ sagði Tryggvi að lokum. Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir „Ef við tökum úrslitin út fyrir sviga er bara gott að enda þetta svona“ „Auðvitað getum við gengið stoltir frá þessu verkefni,“ sagði Alexander Örn Júlíusson, fyrirliði Íslandsmeistara Vals, eftir að liðið féll úr leik í Evrópudeildinni í handbolta gegn þýska liðinu Göppingen í kvöld. 28. mars 2023 21:34 „Búið að vera ótrúlegt dæmi“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir tveggja marka tap gegn Göppingen í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn eru nú úr leik í Evrópueildinni eftir samanæagt níu marka tap gegn þýska liðinu í 16-liða úrslitum. 28. mars 2023 20:53 Umfjöllun: Göppingen - Valur 33-31 | Tryggvi með sýningu í Göppingen Valur tapaði fyrir Göppingen, 33-31, í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta karla. Göppingen vann einvígið, 69-60 samanlagt. 28. mars 2023 20:30 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Í beinni: ÍR - Grótta | Komið að kveðjustund? Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Sjá meira
Valsmenn þurftu nánast á kraftaverki að halda eftir sjö marka tap í fyrri leiknum á heimavelli. Íslandsmeistararnir mættu með hálf laskað lið til leiks, en Tryggvi Garðar nýtti sitt tækifæri vel, en var þó eðlilega vonsvikinn með úrslit leiksins. „Þetta eru auðvitað smá vonbrigði. Við vorum allir sammála um það að við ætluðum að vinna þennan leik, alveg sama hvað,“ sagði Tryggvi í viðtali eftir leikinn. „Við erum núna úr leik í keppninni og við ætluðum að gera það með sæmd. Við ætluðum að vinna leikinn og vinna báða hálfleikana. Okkur tókst kannski að vinna seinni hálfleikinn, en við vildum vinna þá báða.“ Valsmenn geta þó borið höfuðið hátt eftir leik kvöldsins, enda er tveggja marka tap á útivelli gegn liði sem spilar í sterkustu deild heims ekkert til að skammast sín fyrir. „Ég er alveg sammála því. Við spiluðum alveg flotta vörn og sókn á köflum, en ég hefði viljað vinna leikinn.“ Þá segist Tryggvi hafa notið sín vel á vellinum í kvöld. „Já ég var heitur í kvöld. Ég var búinn að undirbúa mig mjög vel fyrir þennan leik og skoða heilmikið. Strákarnir voru að finna mig vel og klippa mig vel og ég var að nýta skotin mín vel.“ Umræða um stöðu Tryggva hjá Valsliðinu myndaðist í vor þegar Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi hlaðvarpsins Handkastsins og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, hafði orð á því að þessi 19 ára leikmaður væri hvorki að spila með aðalliði Vals, né U-liðinu. Tryggvi fékk þó traustið frá þjálfara liðsins, Snorra Steini Guðjónssyni, og segir að hann hafi fengið skotleyfir frá þjálfaranum. „Hann sagði mér bara að negla á markið og ég gerði það bara. Ég kom inn á og skaut örugglega úr öllum færum sem ég gat fengið.“ „Ég er búinn að vera að bíða eftir svona leik mjög lengi frá mér og ég er bara þakklátur fyrir það.“ Þá segist Tryggvi vona að frammistaðan í kvöld skili honum fleiri mínútum inni á vellinum á komandi vikum. „Já ég ætla að vona það. En Snorri ræður þessu og hann setur bara besta liðið inn á. Þannig að vonandi næ ég að komast inn í það.“ Að lokum bætti Tryggvi við að Evrópuævintýri sem þetta væri ómetanleg reynsla fyrir hvaða leikmann sem er. „Þetta er bara geggjuð reynsla. Bara geggjuð reynsla fyrir alla. Þetta er bara geggjað. Umgjörðin í Val, þetta eru bara þvílík forréttindi að fá að taka þátt í þessari keppni, spila í þessum höllum á móti Bundesligu-liðum og allsstaðar. Þetta eru bara forréttindi,“ sagði Tryggvi að lokum.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir „Ef við tökum úrslitin út fyrir sviga er bara gott að enda þetta svona“ „Auðvitað getum við gengið stoltir frá þessu verkefni,“ sagði Alexander Örn Júlíusson, fyrirliði Íslandsmeistara Vals, eftir að liðið féll úr leik í Evrópudeildinni í handbolta gegn þýska liðinu Göppingen í kvöld. 28. mars 2023 21:34 „Búið að vera ótrúlegt dæmi“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir tveggja marka tap gegn Göppingen í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn eru nú úr leik í Evrópueildinni eftir samanæagt níu marka tap gegn þýska liðinu í 16-liða úrslitum. 28. mars 2023 20:53 Umfjöllun: Göppingen - Valur 33-31 | Tryggvi með sýningu í Göppingen Valur tapaði fyrir Göppingen, 33-31, í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta karla. Göppingen vann einvígið, 69-60 samanlagt. 28. mars 2023 20:30 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Í beinni: ÍR - Grótta | Komið að kveðjustund? Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Sjá meira
„Ef við tökum úrslitin út fyrir sviga er bara gott að enda þetta svona“ „Auðvitað getum við gengið stoltir frá þessu verkefni,“ sagði Alexander Örn Júlíusson, fyrirliði Íslandsmeistara Vals, eftir að liðið féll úr leik í Evrópudeildinni í handbolta gegn þýska liðinu Göppingen í kvöld. 28. mars 2023 21:34
„Búið að vera ótrúlegt dæmi“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir tveggja marka tap gegn Göppingen í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn eru nú úr leik í Evrópueildinni eftir samanæagt níu marka tap gegn þýska liðinu í 16-liða úrslitum. 28. mars 2023 20:53
Umfjöllun: Göppingen - Valur 33-31 | Tryggvi með sýningu í Göppingen Valur tapaði fyrir Göppingen, 33-31, í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta karla. Göppingen vann einvígið, 69-60 samanlagt. 28. mars 2023 20:30
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða