Munu líklega grípa til frekari rýminga vegna hættu á flóðum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. mars 2023 12:28 Allir eru í viðbragðsstöðu á Austfjörðum vegna stöðunnar. Landsbjörg Líklega verður farið í frekari rýmingar á Austfjörðum eftir hádegi vegna slæmrar veðurspár. Helsta áhyggjuefnið núna eru möguleg krapaflóð og aurskriður en það bætist við snjóflóðahættu sem einnig er á svæðinu og hafa einhver flóð fallið í morgun. Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir mikilvægt að fólk sýni sérstaka aðgát. Tvær appelsínugular viðvaranir eru í gildi á Austfjörðum, annars vegar vegna mikillar snjókomu og skafrennings, einkum norðantil, sem gildir til níu í fyrramálið og hins vegar vegna mikillar rigningar og asahláku samhliða hlýnandi veðri sunnantil, sem er í gildi til miðnættis en þá tekur gul viðvörun við út morgundaginn. Að því er kemur fram í færslu frá ofanflóðavakt Veðurstofunnar hefur veruleg úrkoma verið á Austfjörðum síðan í nótt. Eftir því sem líður á daginn muni hlýna jafnt og þétt á sunnanverðum fjörðunum en kaldara norðan Mjóafjarðar fram á kvöld. „Aðstæður á Austfjörðum eru óvenjulegar að því leyti að mikill nýfallinn snjór er á svæðinu og gert ráð fyrir hlýindum og rigningu næstu daga. Því er hætt við að blaut snjóflóð falli úr neðri hluta hlíða þegar hlýnar og fer að rigna, en eftir því sem líður á veðrið má búast við því að krapaflóð geti fallið þegar snjórinn blotnar og mettast. Erfitt er að spá fyrir um hvar krapaflóð falla en algengast er að þau eigi upptök í vatnsfarvegum,“ segir í færslunni. Aðgerðarstjórn fundaði með almannavörnum og Veðurstofunni klukkan ellefu. „Veðurspár eru að ganga eftir að mestu leyti, það kannski lengir heldur tímann sem snjóar áður en það fer að rigna. En eins og við áttum von á þá verður örugglega farið í einhverjar aðeins frekari rýmingar, það er bara verið að ákveða það núna og verður tilkynnt fyrir klukkan tvö,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Rýmingar eru enn í gildi á Seyðisfirði, Eskifirði og í Neskaupstað. Ekki er talið þörf á frekari rýmingum í Neskaupstað en verið sé að skoða Eskifjörð, Fáskrúðsfjörð og Stöðvarfjörð. Ekki sé um að ræða stór eða fjölmenn svæði sem bætast við en þó einhver. Hætta á krapaflóðum samhliða snjóflóðahættu Áhyggjuefnið núna er hættan á krapaflóðum en íbúar eru hvattir til að sýna ýtrustu aðgát vegna mögulegra vatnavaxta þegar rigning fer að aukast. Hættustig vegna snjóflóða er þá enn í gildi. „Það hlýnar seinna eins og á Seyðisfirði og þar, þannig áfram verður snjóflóðahættan viðvarandi. Það hafa verið að falla flóð í morgun, eins og í kringum Neskaupstað, sem eru í sjálfu sér góðar fréttir að farvegirnir séu að hreinsa sig og það séu ekki stór flóð að falla. Þannig það er enn þá töluverð snjóflóðahætta,“ segir Víðir. Vegir eru víða lokaðir vegna hættu á snjó- og aurflóðum, til að mynda Fjarðarheiðin, vegurinn um Fagradal og vegurinn frá Norðfjarðargöngunum til Neskaupstaðar. Líklega verða vegir áfram lokaðir meðan viðvaranir eru í gildi. „Það verður ekki opnað nema þá fyrir einhverja neyðarumferð, heyrist mér á öllu. En það verður aðeins að koma í ljós hvað hlánar hratt og hvort að skriðufarvegir hreinsi sig en mér finnst ekki líklegt að það opni alveg strax,“ segir Víðir. Austurland: Vegir eru víða lokaðir vegna hættu á snjó- og aurflóðum og er veðurspáin slæm út daginn. Hálka eða krapi er á flestum þeirra leiða sem ekki eru lokaðar. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) March 30, 2023 Líkt og áður segir eru viðvaranir í gildi út morgundaginn en seinni partinn á morgun mun veður skána nokkuð ef spár ganga eftir. Líklega muni þau þó ekki sjá fyrir endann á ástandinu fyrr en á laugardag. Allir séu í viðbragðsstöðu. „Við erum náttúrulega búin að koma fyrir björgunarfólki og stjórnendum aðgerða á öllum þessum stöðum og höldum vel utan um þessa aðgerð. Aðgerðarstjórnin er á Egilsstöðum og síðan erum við með vettvangsstjórnina í öllum þéttbýliskjörnunum þannig það er vel haldið utan um skipulagið fyrir austan,“ segir Víðir. Snjóflóð í Neskaupstað Veður Múlaþing Fjarðabyggð Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Vegir víða ófærir eða lokaðir Fjöldi vega er annað hvort ófær eða lokaður fyrir austan, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Vegagerðinni. Víða er hætta á snjó- og aurflóðum en staðan verður metin eftir því sem líður á daginn. 30. mars 2023 07:18 Áfram snjóflóðahætta og búist við asahláku austanlands Appelsínugul viðvörun er í gildi á Austfjörðum fram á miðjan dag og gul svo út daginn. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er enda í gildi á Austfjörðum og hættustig í Neskaupstað, Seyðisfirði og Eskifirði. 30. mars 2023 07:06 Búist við umtalsverðri úrkomu en telja ekki þörf á frekari rýmingum Gert er ráð fyrir umtalsverðri úrkomu á Austfjörðum í kvöld og fram til föstudagsmorguns. Bæði er spáð snjókomu og rigningu. Töluverður fjöldi húsa á Austurlandi var rýmdur í kjölfar snjóflóða sem féllu á svæðinu í upphafi vikunnar. Veðurstofa telur að ekki sé þörf á frekari rýmingum að svo stöddu. 29. mars 2023 18:03 Frekari rýmingar á Seyðisfirði og áfram enginn skóli í Neskaupstað Veðurstofan hefur ákveðið að rýma skuli að nýju hús á reit 14 á Seyðisfirði í varúðarskyni frá klukkan 21 í kvöld. Von er á mikilli snjókomu. 29. mars 2023 14:10 Rýmingar áfram í gildi og mögulegt að þær verði víðtækari Rýmingar frá í gær í Neskaupstað, á Eskifirði og Seyðisfirði eru enn í gildi og hugsanlegt er að rýma þurfi nýju þau hús sem aflétt var af í gær. 29. mars 2023 12:49 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Sjá meira
Tvær appelsínugular viðvaranir eru í gildi á Austfjörðum, annars vegar vegna mikillar snjókomu og skafrennings, einkum norðantil, sem gildir til níu í fyrramálið og hins vegar vegna mikillar rigningar og asahláku samhliða hlýnandi veðri sunnantil, sem er í gildi til miðnættis en þá tekur gul viðvörun við út morgundaginn. Að því er kemur fram í færslu frá ofanflóðavakt Veðurstofunnar hefur veruleg úrkoma verið á Austfjörðum síðan í nótt. Eftir því sem líður á daginn muni hlýna jafnt og þétt á sunnanverðum fjörðunum en kaldara norðan Mjóafjarðar fram á kvöld. „Aðstæður á Austfjörðum eru óvenjulegar að því leyti að mikill nýfallinn snjór er á svæðinu og gert ráð fyrir hlýindum og rigningu næstu daga. Því er hætt við að blaut snjóflóð falli úr neðri hluta hlíða þegar hlýnar og fer að rigna, en eftir því sem líður á veðrið má búast við því að krapaflóð geti fallið þegar snjórinn blotnar og mettast. Erfitt er að spá fyrir um hvar krapaflóð falla en algengast er að þau eigi upptök í vatnsfarvegum,“ segir í færslunni. Aðgerðarstjórn fundaði með almannavörnum og Veðurstofunni klukkan ellefu. „Veðurspár eru að ganga eftir að mestu leyti, það kannski lengir heldur tímann sem snjóar áður en það fer að rigna. En eins og við áttum von á þá verður örugglega farið í einhverjar aðeins frekari rýmingar, það er bara verið að ákveða það núna og verður tilkynnt fyrir klukkan tvö,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Rýmingar eru enn í gildi á Seyðisfirði, Eskifirði og í Neskaupstað. Ekki er talið þörf á frekari rýmingum í Neskaupstað en verið sé að skoða Eskifjörð, Fáskrúðsfjörð og Stöðvarfjörð. Ekki sé um að ræða stór eða fjölmenn svæði sem bætast við en þó einhver. Hætta á krapaflóðum samhliða snjóflóðahættu Áhyggjuefnið núna er hættan á krapaflóðum en íbúar eru hvattir til að sýna ýtrustu aðgát vegna mögulegra vatnavaxta þegar rigning fer að aukast. Hættustig vegna snjóflóða er þá enn í gildi. „Það hlýnar seinna eins og á Seyðisfirði og þar, þannig áfram verður snjóflóðahættan viðvarandi. Það hafa verið að falla flóð í morgun, eins og í kringum Neskaupstað, sem eru í sjálfu sér góðar fréttir að farvegirnir séu að hreinsa sig og það séu ekki stór flóð að falla. Þannig það er enn þá töluverð snjóflóðahætta,“ segir Víðir. Vegir eru víða lokaðir vegna hættu á snjó- og aurflóðum, til að mynda Fjarðarheiðin, vegurinn um Fagradal og vegurinn frá Norðfjarðargöngunum til Neskaupstaðar. Líklega verða vegir áfram lokaðir meðan viðvaranir eru í gildi. „Það verður ekki opnað nema þá fyrir einhverja neyðarumferð, heyrist mér á öllu. En það verður aðeins að koma í ljós hvað hlánar hratt og hvort að skriðufarvegir hreinsi sig en mér finnst ekki líklegt að það opni alveg strax,“ segir Víðir. Austurland: Vegir eru víða lokaðir vegna hættu á snjó- og aurflóðum og er veðurspáin slæm út daginn. Hálka eða krapi er á flestum þeirra leiða sem ekki eru lokaðar. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) March 30, 2023 Líkt og áður segir eru viðvaranir í gildi út morgundaginn en seinni partinn á morgun mun veður skána nokkuð ef spár ganga eftir. Líklega muni þau þó ekki sjá fyrir endann á ástandinu fyrr en á laugardag. Allir séu í viðbragðsstöðu. „Við erum náttúrulega búin að koma fyrir björgunarfólki og stjórnendum aðgerða á öllum þessum stöðum og höldum vel utan um þessa aðgerð. Aðgerðarstjórnin er á Egilsstöðum og síðan erum við með vettvangsstjórnina í öllum þéttbýliskjörnunum þannig það er vel haldið utan um skipulagið fyrir austan,“ segir Víðir.
Snjóflóð í Neskaupstað Veður Múlaþing Fjarðabyggð Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Vegir víða ófærir eða lokaðir Fjöldi vega er annað hvort ófær eða lokaður fyrir austan, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Vegagerðinni. Víða er hætta á snjó- og aurflóðum en staðan verður metin eftir því sem líður á daginn. 30. mars 2023 07:18 Áfram snjóflóðahætta og búist við asahláku austanlands Appelsínugul viðvörun er í gildi á Austfjörðum fram á miðjan dag og gul svo út daginn. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er enda í gildi á Austfjörðum og hættustig í Neskaupstað, Seyðisfirði og Eskifirði. 30. mars 2023 07:06 Búist við umtalsverðri úrkomu en telja ekki þörf á frekari rýmingum Gert er ráð fyrir umtalsverðri úrkomu á Austfjörðum í kvöld og fram til föstudagsmorguns. Bæði er spáð snjókomu og rigningu. Töluverður fjöldi húsa á Austurlandi var rýmdur í kjölfar snjóflóða sem féllu á svæðinu í upphafi vikunnar. Veðurstofa telur að ekki sé þörf á frekari rýmingum að svo stöddu. 29. mars 2023 18:03 Frekari rýmingar á Seyðisfirði og áfram enginn skóli í Neskaupstað Veðurstofan hefur ákveðið að rýma skuli að nýju hús á reit 14 á Seyðisfirði í varúðarskyni frá klukkan 21 í kvöld. Von er á mikilli snjókomu. 29. mars 2023 14:10 Rýmingar áfram í gildi og mögulegt að þær verði víðtækari Rýmingar frá í gær í Neskaupstað, á Eskifirði og Seyðisfirði eru enn í gildi og hugsanlegt er að rýma þurfi nýju þau hús sem aflétt var af í gær. 29. mars 2023 12:49 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Sjá meira
Vegir víða ófærir eða lokaðir Fjöldi vega er annað hvort ófær eða lokaður fyrir austan, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Vegagerðinni. Víða er hætta á snjó- og aurflóðum en staðan verður metin eftir því sem líður á daginn. 30. mars 2023 07:18
Áfram snjóflóðahætta og búist við asahláku austanlands Appelsínugul viðvörun er í gildi á Austfjörðum fram á miðjan dag og gul svo út daginn. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er enda í gildi á Austfjörðum og hættustig í Neskaupstað, Seyðisfirði og Eskifirði. 30. mars 2023 07:06
Búist við umtalsverðri úrkomu en telja ekki þörf á frekari rýmingum Gert er ráð fyrir umtalsverðri úrkomu á Austfjörðum í kvöld og fram til föstudagsmorguns. Bæði er spáð snjókomu og rigningu. Töluverður fjöldi húsa á Austurlandi var rýmdur í kjölfar snjóflóða sem féllu á svæðinu í upphafi vikunnar. Veðurstofa telur að ekki sé þörf á frekari rýmingum að svo stöddu. 29. mars 2023 18:03
Frekari rýmingar á Seyðisfirði og áfram enginn skóli í Neskaupstað Veðurstofan hefur ákveðið að rýma skuli að nýju hús á reit 14 á Seyðisfirði í varúðarskyni frá klukkan 21 í kvöld. Von er á mikilli snjókomu. 29. mars 2023 14:10
Rýmingar áfram í gildi og mögulegt að þær verði víðtækari Rýmingar frá í gær í Neskaupstað, á Eskifirði og Seyðisfirði eru enn í gildi og hugsanlegt er að rýma þurfi nýju þau hús sem aflétt var af í gær. 29. mars 2023 12:49