Trump ákærður í New York Samúel Karl Ólason skrifar 30. mars 2023 21:37 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Meðlimir ákærudómstóls í New York hafa lagt til að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, verði ákærður. Nákvæmlega fyrir hvað liggur ekki fyrir enn en búist er við því að Alvin Bragg, umdæmissaksóknari í Manhattan, opinberi ákæruna á næstu dögum. Í frétt New York Times segir að líklega muni Bragg reyna að gera samkomulag við Trump um að hann gefi sig fram. Trump er fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sem er ákærður fyrir glæp. Kom Trump á óvart Hann er nú staddur í Mar a Lago í Flórída, en aðstoðarmenn hans segja NYT að ákæran hafi komið honum á óvart. Hann hafi ekki átt von á henni í dag þar sem fregnir höfðu borist af því að ákærudómstóllinn væri í réttarhléi þar til í lok mánaðarins. Trump sækist eftir útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir næstu forsetakosningar í Bandaríkjunum. Ákæran mun ekki koma í veg fyrir framboð hans. Málið sem Bragg og ákærudómstóllinn hefur verið með til skoðunar snýr að 130 þúsund dala greiðslu Michaels Cohens, þáverandi einkalögmanns Trumps, til Stephanie Clifford, fyrrverandi klámleikkonu sem gengur einnig undir nafninu Stormy Daniels, skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016. Greiðslan var fyrir þögn hennar en Clifford hefur haldið því fram að hún hafi sængað hjá Trump skömmu eftir að Melania Trump eignaðist Barron Trump árið 2006. Bragg og ákærudómstóll sem hann skipaði eru að kanna hvort lög varðandi kosningar í Bandaríkjunum hafi verið brotin en Cohen greiddi Clifford úr eigin vasa og Trump greiddi Cohen. Rannsóknin hefur meðal annars snúist um það hvort greiðsluna megi skilgreina sem framlög til framboðs Trump og fer það langt yfir hámarkið sem einstaklingar mega gefa til framboðs stjórnmálamanns, sem er 2.700 dalir. Trump hefur ávallt neitað sök og sagt að hann hafi ekkert gert af sér. Hann hefur kallað þessa rannsókn, og aðrar sem að honum beinast, nornaveiðar Demókrata. Stendur frammi fyrir fleiri rannsóknum Ákærudómstóll er fyrirbæri vestanhafs (e. Grand jury) þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir vitnisburð og gögn í ákveðnum málum og kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur vegna meintra brota. Trump er einnig til rannsóknar af dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna og saksóknurum í Georgíu vegna opinberra og leynilegra gagna sem hann telur sig eiga og tilrauna hans til snúa niðurstöðum forsetakosninganna 2020, svo eitthvað sé nefnt. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Selenskí sagður uggandi vegna forsetakosninganna vestanhafs Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur áhyggjur af því að mögulegar breytingar á hinu pólitíska landslagi Vestanhafs muni hafa áhrif á gang stríðsins í Úkraínu. „Bandaríki skilja að ef þeir hætta að aðstoða okkur þá vinnum við ekki,“ sagði forsetinn í viðtali við AP. 29. mars 2023 08:07 Trump með 25 prósent forskot á DeSantis á landsvísu Donald Trump mælist nú með 50 prósenta fylgi á landsvísu en Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, með 24 prósent. DeSantis farnast hins vegar betur í Iowa og New Hampshire, þar sem fyrst verður gengið til atkvæða í forkosningum forsetakosninganna. 28. mars 2023 08:16 Trump hóf kosningabaráttuna með kór uppreisnarmanna Fyrsti fjöldafundur kosningabaráttu Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hófst með söng kórs stuðningsmanna hans sem voru fangelsaðir fyrir að ráðast á þinghúsið fyrir tveimur árum. Trump eyddi stórum hluta fundarins í að níða saksóknara sem rannsaka hann. 26. mars 2023 10:14 Trump sagður spenntur fyrir því að vera handjárnaður Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er sagður vera spenntur fyrir því að birtast handjárnaður í dómsal ef svo fer að hann verður handtekinn fyrir þátt sinn í því að hafa greitt klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels mútur. 22. mars 2023 08:07 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Sjá meira
Í frétt New York Times segir að líklega muni Bragg reyna að gera samkomulag við Trump um að hann gefi sig fram. Trump er fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sem er ákærður fyrir glæp. Kom Trump á óvart Hann er nú staddur í Mar a Lago í Flórída, en aðstoðarmenn hans segja NYT að ákæran hafi komið honum á óvart. Hann hafi ekki átt von á henni í dag þar sem fregnir höfðu borist af því að ákærudómstóllinn væri í réttarhléi þar til í lok mánaðarins. Trump sækist eftir útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir næstu forsetakosningar í Bandaríkjunum. Ákæran mun ekki koma í veg fyrir framboð hans. Málið sem Bragg og ákærudómstóllinn hefur verið með til skoðunar snýr að 130 þúsund dala greiðslu Michaels Cohens, þáverandi einkalögmanns Trumps, til Stephanie Clifford, fyrrverandi klámleikkonu sem gengur einnig undir nafninu Stormy Daniels, skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016. Greiðslan var fyrir þögn hennar en Clifford hefur haldið því fram að hún hafi sængað hjá Trump skömmu eftir að Melania Trump eignaðist Barron Trump árið 2006. Bragg og ákærudómstóll sem hann skipaði eru að kanna hvort lög varðandi kosningar í Bandaríkjunum hafi verið brotin en Cohen greiddi Clifford úr eigin vasa og Trump greiddi Cohen. Rannsóknin hefur meðal annars snúist um það hvort greiðsluna megi skilgreina sem framlög til framboðs Trump og fer það langt yfir hámarkið sem einstaklingar mega gefa til framboðs stjórnmálamanns, sem er 2.700 dalir. Trump hefur ávallt neitað sök og sagt að hann hafi ekkert gert af sér. Hann hefur kallað þessa rannsókn, og aðrar sem að honum beinast, nornaveiðar Demókrata. Stendur frammi fyrir fleiri rannsóknum Ákærudómstóll er fyrirbæri vestanhafs (e. Grand jury) þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir vitnisburð og gögn í ákveðnum málum og kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur vegna meintra brota. Trump er einnig til rannsóknar af dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna og saksóknurum í Georgíu vegna opinberra og leynilegra gagna sem hann telur sig eiga og tilrauna hans til snúa niðurstöðum forsetakosninganna 2020, svo eitthvað sé nefnt.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Selenskí sagður uggandi vegna forsetakosninganna vestanhafs Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur áhyggjur af því að mögulegar breytingar á hinu pólitíska landslagi Vestanhafs muni hafa áhrif á gang stríðsins í Úkraínu. „Bandaríki skilja að ef þeir hætta að aðstoða okkur þá vinnum við ekki,“ sagði forsetinn í viðtali við AP. 29. mars 2023 08:07 Trump með 25 prósent forskot á DeSantis á landsvísu Donald Trump mælist nú með 50 prósenta fylgi á landsvísu en Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, með 24 prósent. DeSantis farnast hins vegar betur í Iowa og New Hampshire, þar sem fyrst verður gengið til atkvæða í forkosningum forsetakosninganna. 28. mars 2023 08:16 Trump hóf kosningabaráttuna með kór uppreisnarmanna Fyrsti fjöldafundur kosningabaráttu Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hófst með söng kórs stuðningsmanna hans sem voru fangelsaðir fyrir að ráðast á þinghúsið fyrir tveimur árum. Trump eyddi stórum hluta fundarins í að níða saksóknara sem rannsaka hann. 26. mars 2023 10:14 Trump sagður spenntur fyrir því að vera handjárnaður Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er sagður vera spenntur fyrir því að birtast handjárnaður í dómsal ef svo fer að hann verður handtekinn fyrir þátt sinn í því að hafa greitt klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels mútur. 22. mars 2023 08:07 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Sjá meira
Selenskí sagður uggandi vegna forsetakosninganna vestanhafs Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur áhyggjur af því að mögulegar breytingar á hinu pólitíska landslagi Vestanhafs muni hafa áhrif á gang stríðsins í Úkraínu. „Bandaríki skilja að ef þeir hætta að aðstoða okkur þá vinnum við ekki,“ sagði forsetinn í viðtali við AP. 29. mars 2023 08:07
Trump með 25 prósent forskot á DeSantis á landsvísu Donald Trump mælist nú með 50 prósenta fylgi á landsvísu en Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, með 24 prósent. DeSantis farnast hins vegar betur í Iowa og New Hampshire, þar sem fyrst verður gengið til atkvæða í forkosningum forsetakosninganna. 28. mars 2023 08:16
Trump hóf kosningabaráttuna með kór uppreisnarmanna Fyrsti fjöldafundur kosningabaráttu Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hófst með söng kórs stuðningsmanna hans sem voru fangelsaðir fyrir að ráðast á þinghúsið fyrir tveimur árum. Trump eyddi stórum hluta fundarins í að níða saksóknara sem rannsaka hann. 26. mars 2023 10:14
Trump sagður spenntur fyrir því að vera handjárnaður Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er sagður vera spenntur fyrir því að birtast handjárnaður í dómsal ef svo fer að hann verður handtekinn fyrir þátt sinn í því að hafa greitt klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels mútur. 22. mars 2023 08:07
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent