Dómur féll Gwyneth Paltrow í vil: Fær einn dollara í bætur Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 30. mars 2023 22:53 Gwyneth Paltrow í dómsal í Utah. AP/Jeff Swinger Kviðdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að bandaríska leikkonan Gwyneth Paltrow beri ekki ábyrgð vegna atviks þar sem hinn 76 ára Terry Sanderson braut fjögur rifbein í skíðabrekku í Utah í Bandaríkjunum árið 2016. Er það mat kviðdómsins að Sanderson beri alfarið ábyrgð á slysinu. Dómurinn var kveðinn upp nú fyrir stundu og samkvæmt frétt BBC kinkaði Paltrow kolli þegar dómurinn var lesinn upp og leit út fyrir að vera „ánægð.“ Paltrow fær einn dollara í miskabætur. Paltrow hafði áður sagt að hún hefði farið fram á einn dollara í bætur, auk málskostnaðar, þar sem að henni hafi þótt það „táknræn“ upphæð. Sanderson krafðist þess að fá jafnvirði fjörutíu milljóna króna í skaðabætur frá Paltrow. Paltrow var leyft að yfirgefa réttarsalinn á undan öðrum. Samkvæmt lögfræðingi hennar mun hún ekki tjá sig opinberlega um niðurstöðuna en hann hyggst ræða við fréttamenn fyrir utan dómsalinn fyrir hennar hönd. Sagði Sanderson hafa klesst á sig Réttarhöldin hófust þann 21. mars síðastliðinn. Hinn 76 ára Terry Sanderson, sem er læknir á eftirlaunum og býr í Utah, vildi meina að Paltrow hefði skíðað með mjög óábyrgum hætti sem varð til þess að hún rakst á hann í skíðabrekku í Dear Valley Resort í Park City. Í stefnunni segir að kvikmyndastjarnan hafi klesst harkalega á hann með þeim afleiðingum að hann hafi dottið um koll. Sanderson segist meðal annars hafa hlotið höfuðáverka, auk þess að fjögur rifbein brotnuðu í líkama hans. Í stefnunni segir ennfremur að Paltrow hafi staðið strax upp eftir áreksturinn og haldið förinni áfram niður brekkuna, án þess að kanna hvort að í lagi væri með Sanderson. Paltrow var þó ekki sammála Sanderson og vildi meina að það hafi verið Sanderson sem hafi klesst á sig. Þá sagði hún Sanderson hefði ýkt meiðsli sín og væri með stefnunni að reyna notfæra sér frægð hennar og ríkidæmi. Lögmenn Sanderson fengu læknasérfræðinga, einkalækni hans, skíðafélaga og dóttur hans til að bera vitni. Dóttir hans sagði hann hafa sýnt breytta hegðun eftir áreksturinn. Lögmenn Paltrow spurðu dóttur Sanderson meðal annars út í ummæli hans um það að hann væri sjálfur frægur eftir að skollið saman við Paltrow. Hún var einnig spurð út í tölvupóst þar sem talað er um upptöku á Go Pro myndavél sem aldrei hefur fundist. Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Paltrow fyrir dóm vegna árekstursins í skíðabrekkunni 2016 Bandaríska leikkonan Gwyneth Paltrow þarf að mæta í dómsal síðar í dag vegna máls sem 76 ára maður höfðaði gegn henni sökum áreksturs í skíðabrekku í Utah árið 2016. 21. mars 2023 11:03 Segir málaferli gegn Paltrow vera „kjaftæði“ Lögmaður Gwyneth Paltrow, lýsti í vikunni dómsmáli sem höfðað hefur verið gegn leik- og athafnakonunni sem „kjaftæði“. Réttarhöldin í máli manns sem sakað hefur Paltrow um að hafa rutt sig niður á skíðum í Utah í Bandaríkjunum árið 2016 hófust á þriðjudaginn. 23. mars 2023 11:06 Paltrow ber vitni í dag Gwyneth Paltrow og Terry Sanderson, sem höfðað hefur mál gegn henni vegna atviks þar sem hann braut fjögur rifbein í skíðabrekku í Utah í Bandaríkjunum árið 2016 munu líklega bæði bera vitni í dag. Réttarhöldin í þessu máli hófust í vikunni en Sanderson sakar Paltrow um að hafa rutt sig niður á skíðum svo hann hafi brotið rifbein og hlotið heilaskaða. 24. mars 2023 11:58 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Dómurinn var kveðinn upp nú fyrir stundu og samkvæmt frétt BBC kinkaði Paltrow kolli þegar dómurinn var lesinn upp og leit út fyrir að vera „ánægð.“ Paltrow fær einn dollara í miskabætur. Paltrow hafði áður sagt að hún hefði farið fram á einn dollara í bætur, auk málskostnaðar, þar sem að henni hafi þótt það „táknræn“ upphæð. Sanderson krafðist þess að fá jafnvirði fjörutíu milljóna króna í skaðabætur frá Paltrow. Paltrow var leyft að yfirgefa réttarsalinn á undan öðrum. Samkvæmt lögfræðingi hennar mun hún ekki tjá sig opinberlega um niðurstöðuna en hann hyggst ræða við fréttamenn fyrir utan dómsalinn fyrir hennar hönd. Sagði Sanderson hafa klesst á sig Réttarhöldin hófust þann 21. mars síðastliðinn. Hinn 76 ára Terry Sanderson, sem er læknir á eftirlaunum og býr í Utah, vildi meina að Paltrow hefði skíðað með mjög óábyrgum hætti sem varð til þess að hún rakst á hann í skíðabrekku í Dear Valley Resort í Park City. Í stefnunni segir að kvikmyndastjarnan hafi klesst harkalega á hann með þeim afleiðingum að hann hafi dottið um koll. Sanderson segist meðal annars hafa hlotið höfuðáverka, auk þess að fjögur rifbein brotnuðu í líkama hans. Í stefnunni segir ennfremur að Paltrow hafi staðið strax upp eftir áreksturinn og haldið förinni áfram niður brekkuna, án þess að kanna hvort að í lagi væri með Sanderson. Paltrow var þó ekki sammála Sanderson og vildi meina að það hafi verið Sanderson sem hafi klesst á sig. Þá sagði hún Sanderson hefði ýkt meiðsli sín og væri með stefnunni að reyna notfæra sér frægð hennar og ríkidæmi. Lögmenn Sanderson fengu læknasérfræðinga, einkalækni hans, skíðafélaga og dóttur hans til að bera vitni. Dóttir hans sagði hann hafa sýnt breytta hegðun eftir áreksturinn. Lögmenn Paltrow spurðu dóttur Sanderson meðal annars út í ummæli hans um það að hann væri sjálfur frægur eftir að skollið saman við Paltrow. Hún var einnig spurð út í tölvupóst þar sem talað er um upptöku á Go Pro myndavél sem aldrei hefur fundist.
Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Paltrow fyrir dóm vegna árekstursins í skíðabrekkunni 2016 Bandaríska leikkonan Gwyneth Paltrow þarf að mæta í dómsal síðar í dag vegna máls sem 76 ára maður höfðaði gegn henni sökum áreksturs í skíðabrekku í Utah árið 2016. 21. mars 2023 11:03 Segir málaferli gegn Paltrow vera „kjaftæði“ Lögmaður Gwyneth Paltrow, lýsti í vikunni dómsmáli sem höfðað hefur verið gegn leik- og athafnakonunni sem „kjaftæði“. Réttarhöldin í máli manns sem sakað hefur Paltrow um að hafa rutt sig niður á skíðum í Utah í Bandaríkjunum árið 2016 hófust á þriðjudaginn. 23. mars 2023 11:06 Paltrow ber vitni í dag Gwyneth Paltrow og Terry Sanderson, sem höfðað hefur mál gegn henni vegna atviks þar sem hann braut fjögur rifbein í skíðabrekku í Utah í Bandaríkjunum árið 2016 munu líklega bæði bera vitni í dag. Réttarhöldin í þessu máli hófust í vikunni en Sanderson sakar Paltrow um að hafa rutt sig niður á skíðum svo hann hafi brotið rifbein og hlotið heilaskaða. 24. mars 2023 11:58 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Paltrow fyrir dóm vegna árekstursins í skíðabrekkunni 2016 Bandaríska leikkonan Gwyneth Paltrow þarf að mæta í dómsal síðar í dag vegna máls sem 76 ára maður höfðaði gegn henni sökum áreksturs í skíðabrekku í Utah árið 2016. 21. mars 2023 11:03
Segir málaferli gegn Paltrow vera „kjaftæði“ Lögmaður Gwyneth Paltrow, lýsti í vikunni dómsmáli sem höfðað hefur verið gegn leik- og athafnakonunni sem „kjaftæði“. Réttarhöldin í máli manns sem sakað hefur Paltrow um að hafa rutt sig niður á skíðum í Utah í Bandaríkjunum árið 2016 hófust á þriðjudaginn. 23. mars 2023 11:06
Paltrow ber vitni í dag Gwyneth Paltrow og Terry Sanderson, sem höfðað hefur mál gegn henni vegna atviks þar sem hann braut fjögur rifbein í skíðabrekku í Utah í Bandaríkjunum árið 2016 munu líklega bæði bera vitni í dag. Réttarhöldin í þessu máli hófust í vikunni en Sanderson sakar Paltrow um að hafa rutt sig niður á skíðum svo hann hafi brotið rifbein og hlotið heilaskaða. 24. mars 2023 11:58