Tímamót í 25 ára sögu Vísis Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. apríl 2023 07:00 Vísir hefur birst í alls konar myndum í gegnum tíðina. Frá tímanum þegar kynna þurfti Internetið fyrir landsmönnum yfir í nútímann þar sem líf án Internets er óhugsandi. Aldarfjórðungur er liðinn síðan Vísi var komið á koppinn. Fjölmargir blaðamenn, fréttastjórar, ljósmyndarar, umbrotsmenn, tökumenn, klipparar og fagfólk með aðra titla hafa tekið þátt í vexti miðilsins sem í dag er sá mest lesni á landinu. Á slíkum tímamótum er ekki úr vegi að renna yfir sögu miðilsins. Eðlilega verður stiklað á stóru í slíkri frásögn enda hægt að staldra víða við. En við byrjum þann 1. apríl árið 1998. 1998 - Vísir í loftið Það var Halldór Blöndal, þáverandi samgönguráðherra, sem ýtti Vísi formlega úr vör við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu þann 1. apríl árið 1998. Frá ræsingu Vísis, þann 1. apríl 1998. Við opnunina naut samgönguráðherra aðstoðar fyrrverandi Bandaríkjaforsetans Bills Clinton sem talaði í gegnum gervihnött og Bills Gates, framkvæmdastjóra Microsoft, sem óskaði Íslendingum til hamingju með „visir.is" frá aðalstöðvum sínum í Seattle. Þetta innskot var reyndar í anda dagsins, 1. apríl, því bandarískir „tvífarar" þessara merkismanna fóru með hlutverk þeirra. Þá var fyrsta sjónvarpsauglýsing Vísis frumsýnd en hana má sjá í spilaranum hér að neðan. Þar er hægt að heyra Sykurmolann Einar Örn Benediktsson þylja vísu um ágæti Internetsins og ljúka henni á hinum fleygu orðum: „Farðu ekki á mis, við Vísir.is“. Hljómsveitin Maus lék lagið Égímeilaðig sem var einstaklega við hæfi enda varð Vísir ein af fyrstu íslensku vefsíðunum til að bjóða lesendum upp á ókeypis tölvupóst. Alls sóttu 12 þúsund gestir Vísi fyrsta daginn sem þótti prýðileg aðsókn í þá daga. Það var ljóst frá upphafi að Vísir ætlaði að láta að sér kveða og bera uppátæki hans á hveitibrauðsdögunum það með sér. Sem dæmi má nefna raunveruleikaþáttinn „Hiti 98“ þar sem sex ungir Íslendingar voru sendir til Ibiza þar sem þeir skemmtu sér saman í einni íbúð í tvær vikur. Þátttakendurnir héldu dagbók og greindu lesendum Vísis og hlustendum FM957 frá öllu dramanu, ástinni og örlögunum sem á daga þeirra drifu í syndabælinu. Þá hélt Vísir úti því sem mætti kalla skemmtistaðavaktinni Vísisauganu sem gerði notendum „færi á því að kíkja út á lífið um helgar og vera þannig „þar sem hlutirnir eru að gerast en sitja samt heima.“ Það er spurning hvort Vísir ætti að byrja aftur með beinar útsendingar frá skemmtistöðum borgarinnar? 1999 - Dr. Love og netpósturinn Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson leiddi lesendur Vísis í allan sannleikann um samskipti kynjanna og svaraði spurningum þeirra undir listamannsnafninu Dr. Love. Hvort sem rætt var um stefnumótahegðun eða kynlíf komu lesendur aldrei að tómum kofanum hjá Dr. Love sem naut mikilla vinsælda undir lok síðustu aldar. Láttu Dr. Love greiða úr tilfinningaflækjunni þegar allt er komið í spaghettí! Um svipað leyti var farið að bjóða lesendum að velja sér ókeypis netfang og hafa tölvupóstinn sinn hjá Vísi. Ekki leið á löngu áður en @visir.is-endingar skiptu þúsundum og enn þann dag í dag er fjöldi fólks sem vitjar tölvupóstsins síns á Vísi daglega. 2001 - Vísir 2.0 Önnur útgáfa Vísis fór í loftið árið 2001 og var hraðvirkari og, að okkar mati, fallegri en forverinn. Myndir léku æ stærra hlutverk og undirsíðurnar skiptu tugum. 2002 - Fréttablaðið á rafrænu Fréttablaðið og Vísir hafa verið tengd nær órofa böndum allt frá fyrsta tölublaði. Lesendur sem ekki fengu blaðið inn um lúguna gátu frá árinu 2002 til 2019 nálgast það í heild sinni á Vísi og nýttu þúsundir sér þann kost á hverjum degi. 2004 - Vísir hinn þriðji Þriðji Vísir er einn af okkar uppáhalds. Hann var sá fyrsti sem bauð lesendum upp á að horfa á sjónvarps- og hlusta á útvarpsstöðvar 365 sem hefur notið ævarandi vinsælda allar götur síðan. Vísisfígúran sem landmenn fengu að kynnast þetta sama ár naut þó ekki jafn mikilla vinsælda og var hún látin hverfa skömmu síðar. Þessi félagi hérna var lukkufígúra Vísis á tímabili. Við vitum hins vegar ekki hvað hann hefur verið að sýsla síðan árið 2004. 2005 - Fasteignavefurinn Nú þegar húsnæðismarkaðurinn er á milli tannanna á fólki er gott að hugsa til þess hversu mikið fasteignavefur Vísis auðveldaði húsnæðisleitendum lífið þegar honum var hleypt af stokkunum árið 2005. 2005- Ahh, NFS Hin metnaðarfulla Nýja fréttastofa (NFS) var alltaf í þráðbeinni útsendingu á Vísi meðan hennar naut við. Hún tórði fram á haustmánuði ársins 2006 þegar ákveðið var að fréttastofan myndi senda á ný undir merkjum kvöldfrétta Stöðvar 2. Þær eru á sínum stað á Vísi á hverjum degi klukkan 18:30. Þau Edda Andrésdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson voru meðal þeirra sem stóðu hina löngu vakt meðan NFS lifði.Vísir/Heiða 2007 - Kampavísir Ákveðið var að poppa upp á Vísi hið alræmda góðærisár 2007. Það gerði greinilega mikla lukku því sama ár hlaut Vísir Íslensku vefverðlaunin. Fleiri myndbönd, stærri myndir og hraðari vefur - allt eins og það á að vera. 2007 - Snjallsímabyltingin hefst með iPhone Þegar Steve heitinn Jobs, þáverandi forstjóri Apple, kynnti fyrstu útgáfu iPhone-símans árið 2007 gerðu fáir sér í hugarlund hvurslags áhrif snjallsímavæðingin sem fylgdi í kjölfarið myndi hafa á blaðamennsku. Meira en helmingur allra lesenda Vísis lesa vefinn nú á snjalltækjum og því nauðsynlegt fyrir blaðamenn að passa að skrif þeirra komi vel út á litlum snertiskjám. 2008 - Boltavaktin byrjar að rúlla Ríkuleg umfjöllun um íþróttir hefur allt frá upphafi verið eitt af aðalsmerkjum Vísis og því var Boltavaktin, þar sem fylgjast má með gangi mála í leikjum á rauntíma, kærkomin viðbót í verkfæratösku Vísismannsins. Þetta ár skreið Vísir fram úr Mbl í lestri í fyrsta skipti undir ritstjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar. Miðlarnir áttu eftir standa í mikilli keppni um titilinn mest lesni vefmiðill landsins. 2009 - Vísir tístir Á Twitter skiptir hraðinn máli og því lá í augum uppi að vefur sem gefur sig út fyrir að vera fyrstur með fréttirnar myndi stofna Twitter-aðgang. Þið finnið okkur á @visir_is. 2010 - Facebook bætist í hópinn Í tilefni af fimmtu útgáfu Vísis, sem leit dagsins ljós árið 2010, ákvað Vísir að byrja að feta sig áfram á Facebook. Nú er svo komið að nær fjórðungur allra lesenda Vísis koma af Facebook og beinar útsendingar á síðunni okkar eru daglegt brauð. Læk á það. 2012 - Sexy Vísir Vísir hinn sjötti heiðraði okkur með nærveru sinni árið 2010. Hann fékk líka Íslensku vefverðlaunin, jei! Stærri ljósmyndir, útvarps- og sjónvarpsklippur og alls konar eiginleikar sem Vísi 1 gat ekki látið sig dreyma um. 2014 - Iceland Magazine í loftið Enski hluti Vísis, Iceland Magazine, fór að fræða umheiminn um allt það sem íslenskt er árið 2014. How do you like Vísir? 2015 - Sigga Kling Spákonan okkar allra, Sigríður Klingenberg, byrjaði að spá fyrir landsmönnum mánaðarlega á Vísi árið 2015. Allt frá fyrstu spá hefur hún notið mikilla vinsælda meðal lesenda Vísis og það er hreinlega með ólíkindum að fólk hafi komist í gegnum mánuðinn áður en leiðsagnar hennar naut við. Sigga sneri aftur á Vísi árið 2022 eftir smá hlé. Sigríður Klingenberg byrjaði að spá fyrir lesendum Vísis árið 2015. 2016 - Beinar útsendingar, beinar útsendingar og fleiri beinar útsendingar Það var svo sannarlega ekki gúrkutíð árið 2016 með öllum sínum Panamaskjölum, kosningum og Evrópumótinu í knattspyrnu, já þegar Ísland lagði England. Skýrasta merkið um það eru þær 550 beinu útsendingar sem Vísir blés til árið 2016. Fréttirnar geta ekki borist mikið hraðar en það. 2017 - Nýr Vísir í loftið Vísir hinn sjöundi fór í loftið árið 2017 með ýmsum útfærslum og breytingum. Vísir var framan af ári undirlagður fréttum af einu stærsta sakamáli Íslandssögunnar, morðinu á Birnu Brjánsdóttur. Þá spratt #metoo hreyfingin upp á árinu þar sem konur úr hinum ýmsu stéttum, undir áhrifum frá kynsystrum sínum í Hollywood, rufu þögnina. Karlalandsliðið tryggði sæti sitt á HM í fótbolta. Vodafone festir kaup á öllum miðlum 365 nema Fréttablaðinu. Í samkomulaginu fólst þó að fréttir úr Fréttablaðinu birtust áfram á Vísi í tvö ár. 2018 - Nýjar sjónvarps- og útvarpssíður Sjónvarps- og útvarpssíðurnar á Vísi voru teknar í gegn og allt safnið gert aðgengilegt. Leit í safninu tók stakkaskiptum. Yfir fimm hundruð þúsund klippur má finna í safninu. 2019 - Alfreð mætir á Vísi Vísir og Alfreð hófu samstarf um birtingu atvinnuauglýsinga. Atvinnusíðan var sett í loftið og atvinnuauglýsingar fóru að birtast á viðskiptasíðu Vísi. Fréttaskýringaþátturin Kompás hefur göngu sína á Vísi. Þar er haldið í gamalt og gott vörumerki af Stöð 2. 2020 - Útsendingaflóð Heimsfaraldur kórónuveiru setti mark sitt á Vísi á árinu sem var vægast sagt tíðindamikið í þróun Vísis. Starfsfólk Vísis vann stærstan hluta ársins heima hjá sér en fjölmiðlasókn landsmanna náði hápunkti um þetta leyti. Vísir sýndi beint og var með textalýsingu frá um tvö hundruð upplýsingafundum vegna veirunnar á meðan á faraldrinum stóð. Þá fjölgaði útsendingum af öllum mögulegum toga í samkomubanninu. Tónleikaröðin Samkoma fór í loftið á Vísi, lesið var og sprellað úr Borgarleikhúsinu og þá var messað á Vísi. Nýtt vefútvarp fór í loftið á Vísi þar sem hlusta má á allar útvarpsstöðvar á Vísi. Þar er sömuleiðis hægt að fletta upp lögum sem voru í spilun. Bylgjuappið fór í loftið og sömuleiðis FM957 og X977 öppin. Rakel Sveinsdóttir setti Atvinnulífið í loftið á Vísi og þá hóf Vísir að segja fréttir á pólsku fyrir þann stóra hluta samfélagsins sem er pólskumælandi. Ragnar Axelsson, RAX, gengur til liðs við Vísi og þættirnir RAX-augnablik fara í framleiðslu. 2021 - Innherji mætir til leiks Vísir var mest lesni vefurinn á Íslandi árið 2021, titill sem Mbl hafði haldið mörg árin á undan með Vísi á hælunum. Þá setti Vísir í loftið sjónvarpsstöðina Stöð 2 Vísi sem einbeitir sér að beinum útsendingum og að sýna vinsælasta sjónvarpsefnið á Vísi hverju sinni. Vefþættirnir RAX fengu Edduverðlaun fyrir menningarþátt ársins. Vefsjónvarpsframleiðsla á Vísi heldur áfram að aukast. Eldgos varð á Suðurnesjum sem setti svip sinn á fréttaárið. Kristján Már Unnarsson var í beinni útsendingu úr þyrlu yfir svæðinu þegar ljóst mátti vera að eldgos væri að hefjast. Vefmyndavél var komið fyrir á svæðinu svo lesendur gátu fylgst með gangi mála á meðan gosinu stóð. Ýmsir áttu eftir að bregða á leik við vefmyndavélina sem jafnframt fangaði stórfengleg augnablik. 2022 - Áframhaldandi sókn Vísir hélt áfram stöðu sinni sem mest lesni vefmiðill landsins. Innrás Rússa hófst í Úkraínu og var ástandinu lýst daglega í vaktinni á Vísi. Umfjöllunin var tilnefnd til blaðamannaverðlauna. Innherji, sem sérhæfir sig einkum í fréttum um íslenskt viðskiptalíf og efnahagsmál, verður hluti af Vísi. Um er að ræða fyrsta áskriftarmiðillinn undir Vísi með innskráningu. Miðillinn er í ritstjórn Harðar Ægissonar. Sannkallað túristagos varð á Suðurnesjum og nú fjölmenntu ferðamenn, lausir við heimsfaraldur, til Íslands til að bera gosið augum. Fulltrúar Vísis voru tíðir gestir á svæðinu, oft í beinni útsendingu, og tóku ferðamenn tali eða náðu af þeim mögnuðum myndum. 2023 - Afmælisár Vísir fagnar 25 ára afmæli sínu og horfir spenntur fram á veginn. Á þriðja hundrað þúsund notendur sækja vefinn heim á degi hverjum. Við fögnum hverri heimsókn og sömuleiðis ábendingum á ritstjorn@visir.is, hvort sem þær snúa að því sem betur má fara eða leiða til næsta stóra skúbbs. Til hamingju með daginn kæru lesendur! Tímamót Fjölmiðlar Tengdar fréttir Áskorun að vera í loftinu allan sólarhringinn alla daga ársins Í dag fagnar Vísir stórafmæli, miðillinn er 25 ára eða kvartaldar gamall. Vísir er ráðandi á íslenskum fjölmiðlamarkaði og hefur undanfarin árin slegist við mbl.is um það að mega heita víðlesnasti fjölmiðill landsins. 1. apríl 2023 09:01 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Á slíkum tímamótum er ekki úr vegi að renna yfir sögu miðilsins. Eðlilega verður stiklað á stóru í slíkri frásögn enda hægt að staldra víða við. En við byrjum þann 1. apríl árið 1998. 1998 - Vísir í loftið Það var Halldór Blöndal, þáverandi samgönguráðherra, sem ýtti Vísi formlega úr vör við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu þann 1. apríl árið 1998. Frá ræsingu Vísis, þann 1. apríl 1998. Við opnunina naut samgönguráðherra aðstoðar fyrrverandi Bandaríkjaforsetans Bills Clinton sem talaði í gegnum gervihnött og Bills Gates, framkvæmdastjóra Microsoft, sem óskaði Íslendingum til hamingju með „visir.is" frá aðalstöðvum sínum í Seattle. Þetta innskot var reyndar í anda dagsins, 1. apríl, því bandarískir „tvífarar" þessara merkismanna fóru með hlutverk þeirra. Þá var fyrsta sjónvarpsauglýsing Vísis frumsýnd en hana má sjá í spilaranum hér að neðan. Þar er hægt að heyra Sykurmolann Einar Örn Benediktsson þylja vísu um ágæti Internetsins og ljúka henni á hinum fleygu orðum: „Farðu ekki á mis, við Vísir.is“. Hljómsveitin Maus lék lagið Égímeilaðig sem var einstaklega við hæfi enda varð Vísir ein af fyrstu íslensku vefsíðunum til að bjóða lesendum upp á ókeypis tölvupóst. Alls sóttu 12 þúsund gestir Vísi fyrsta daginn sem þótti prýðileg aðsókn í þá daga. Það var ljóst frá upphafi að Vísir ætlaði að láta að sér kveða og bera uppátæki hans á hveitibrauðsdögunum það með sér. Sem dæmi má nefna raunveruleikaþáttinn „Hiti 98“ þar sem sex ungir Íslendingar voru sendir til Ibiza þar sem þeir skemmtu sér saman í einni íbúð í tvær vikur. Þátttakendurnir héldu dagbók og greindu lesendum Vísis og hlustendum FM957 frá öllu dramanu, ástinni og örlögunum sem á daga þeirra drifu í syndabælinu. Þá hélt Vísir úti því sem mætti kalla skemmtistaðavaktinni Vísisauganu sem gerði notendum „færi á því að kíkja út á lífið um helgar og vera þannig „þar sem hlutirnir eru að gerast en sitja samt heima.“ Það er spurning hvort Vísir ætti að byrja aftur með beinar útsendingar frá skemmtistöðum borgarinnar? 1999 - Dr. Love og netpósturinn Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson leiddi lesendur Vísis í allan sannleikann um samskipti kynjanna og svaraði spurningum þeirra undir listamannsnafninu Dr. Love. Hvort sem rætt var um stefnumótahegðun eða kynlíf komu lesendur aldrei að tómum kofanum hjá Dr. Love sem naut mikilla vinsælda undir lok síðustu aldar. Láttu Dr. Love greiða úr tilfinningaflækjunni þegar allt er komið í spaghettí! Um svipað leyti var farið að bjóða lesendum að velja sér ókeypis netfang og hafa tölvupóstinn sinn hjá Vísi. Ekki leið á löngu áður en @visir.is-endingar skiptu þúsundum og enn þann dag í dag er fjöldi fólks sem vitjar tölvupóstsins síns á Vísi daglega. 2001 - Vísir 2.0 Önnur útgáfa Vísis fór í loftið árið 2001 og var hraðvirkari og, að okkar mati, fallegri en forverinn. Myndir léku æ stærra hlutverk og undirsíðurnar skiptu tugum. 2002 - Fréttablaðið á rafrænu Fréttablaðið og Vísir hafa verið tengd nær órofa böndum allt frá fyrsta tölublaði. Lesendur sem ekki fengu blaðið inn um lúguna gátu frá árinu 2002 til 2019 nálgast það í heild sinni á Vísi og nýttu þúsundir sér þann kost á hverjum degi. 2004 - Vísir hinn þriðji Þriðji Vísir er einn af okkar uppáhalds. Hann var sá fyrsti sem bauð lesendum upp á að horfa á sjónvarps- og hlusta á útvarpsstöðvar 365 sem hefur notið ævarandi vinsælda allar götur síðan. Vísisfígúran sem landmenn fengu að kynnast þetta sama ár naut þó ekki jafn mikilla vinsælda og var hún látin hverfa skömmu síðar. Þessi félagi hérna var lukkufígúra Vísis á tímabili. Við vitum hins vegar ekki hvað hann hefur verið að sýsla síðan árið 2004. 2005 - Fasteignavefurinn Nú þegar húsnæðismarkaðurinn er á milli tannanna á fólki er gott að hugsa til þess hversu mikið fasteignavefur Vísis auðveldaði húsnæðisleitendum lífið þegar honum var hleypt af stokkunum árið 2005. 2005- Ahh, NFS Hin metnaðarfulla Nýja fréttastofa (NFS) var alltaf í þráðbeinni útsendingu á Vísi meðan hennar naut við. Hún tórði fram á haustmánuði ársins 2006 þegar ákveðið var að fréttastofan myndi senda á ný undir merkjum kvöldfrétta Stöðvar 2. Þær eru á sínum stað á Vísi á hverjum degi klukkan 18:30. Þau Edda Andrésdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson voru meðal þeirra sem stóðu hina löngu vakt meðan NFS lifði.Vísir/Heiða 2007 - Kampavísir Ákveðið var að poppa upp á Vísi hið alræmda góðærisár 2007. Það gerði greinilega mikla lukku því sama ár hlaut Vísir Íslensku vefverðlaunin. Fleiri myndbönd, stærri myndir og hraðari vefur - allt eins og það á að vera. 2007 - Snjallsímabyltingin hefst með iPhone Þegar Steve heitinn Jobs, þáverandi forstjóri Apple, kynnti fyrstu útgáfu iPhone-símans árið 2007 gerðu fáir sér í hugarlund hvurslags áhrif snjallsímavæðingin sem fylgdi í kjölfarið myndi hafa á blaðamennsku. Meira en helmingur allra lesenda Vísis lesa vefinn nú á snjalltækjum og því nauðsynlegt fyrir blaðamenn að passa að skrif þeirra komi vel út á litlum snertiskjám. 2008 - Boltavaktin byrjar að rúlla Ríkuleg umfjöllun um íþróttir hefur allt frá upphafi verið eitt af aðalsmerkjum Vísis og því var Boltavaktin, þar sem fylgjast má með gangi mála í leikjum á rauntíma, kærkomin viðbót í verkfæratösku Vísismannsins. Þetta ár skreið Vísir fram úr Mbl í lestri í fyrsta skipti undir ritstjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar. Miðlarnir áttu eftir standa í mikilli keppni um titilinn mest lesni vefmiðill landsins. 2009 - Vísir tístir Á Twitter skiptir hraðinn máli og því lá í augum uppi að vefur sem gefur sig út fyrir að vera fyrstur með fréttirnar myndi stofna Twitter-aðgang. Þið finnið okkur á @visir_is. 2010 - Facebook bætist í hópinn Í tilefni af fimmtu útgáfu Vísis, sem leit dagsins ljós árið 2010, ákvað Vísir að byrja að feta sig áfram á Facebook. Nú er svo komið að nær fjórðungur allra lesenda Vísis koma af Facebook og beinar útsendingar á síðunni okkar eru daglegt brauð. Læk á það. 2012 - Sexy Vísir Vísir hinn sjötti heiðraði okkur með nærveru sinni árið 2010. Hann fékk líka Íslensku vefverðlaunin, jei! Stærri ljósmyndir, útvarps- og sjónvarpsklippur og alls konar eiginleikar sem Vísi 1 gat ekki látið sig dreyma um. 2014 - Iceland Magazine í loftið Enski hluti Vísis, Iceland Magazine, fór að fræða umheiminn um allt það sem íslenskt er árið 2014. How do you like Vísir? 2015 - Sigga Kling Spákonan okkar allra, Sigríður Klingenberg, byrjaði að spá fyrir landsmönnum mánaðarlega á Vísi árið 2015. Allt frá fyrstu spá hefur hún notið mikilla vinsælda meðal lesenda Vísis og það er hreinlega með ólíkindum að fólk hafi komist í gegnum mánuðinn áður en leiðsagnar hennar naut við. Sigga sneri aftur á Vísi árið 2022 eftir smá hlé. Sigríður Klingenberg byrjaði að spá fyrir lesendum Vísis árið 2015. 2016 - Beinar útsendingar, beinar útsendingar og fleiri beinar útsendingar Það var svo sannarlega ekki gúrkutíð árið 2016 með öllum sínum Panamaskjölum, kosningum og Evrópumótinu í knattspyrnu, já þegar Ísland lagði England. Skýrasta merkið um það eru þær 550 beinu útsendingar sem Vísir blés til árið 2016. Fréttirnar geta ekki borist mikið hraðar en það. 2017 - Nýr Vísir í loftið Vísir hinn sjöundi fór í loftið árið 2017 með ýmsum útfærslum og breytingum. Vísir var framan af ári undirlagður fréttum af einu stærsta sakamáli Íslandssögunnar, morðinu á Birnu Brjánsdóttur. Þá spratt #metoo hreyfingin upp á árinu þar sem konur úr hinum ýmsu stéttum, undir áhrifum frá kynsystrum sínum í Hollywood, rufu þögnina. Karlalandsliðið tryggði sæti sitt á HM í fótbolta. Vodafone festir kaup á öllum miðlum 365 nema Fréttablaðinu. Í samkomulaginu fólst þó að fréttir úr Fréttablaðinu birtust áfram á Vísi í tvö ár. 2018 - Nýjar sjónvarps- og útvarpssíður Sjónvarps- og útvarpssíðurnar á Vísi voru teknar í gegn og allt safnið gert aðgengilegt. Leit í safninu tók stakkaskiptum. Yfir fimm hundruð þúsund klippur má finna í safninu. 2019 - Alfreð mætir á Vísi Vísir og Alfreð hófu samstarf um birtingu atvinnuauglýsinga. Atvinnusíðan var sett í loftið og atvinnuauglýsingar fóru að birtast á viðskiptasíðu Vísi. Fréttaskýringaþátturin Kompás hefur göngu sína á Vísi. Þar er haldið í gamalt og gott vörumerki af Stöð 2. 2020 - Útsendingaflóð Heimsfaraldur kórónuveiru setti mark sitt á Vísi á árinu sem var vægast sagt tíðindamikið í þróun Vísis. Starfsfólk Vísis vann stærstan hluta ársins heima hjá sér en fjölmiðlasókn landsmanna náði hápunkti um þetta leyti. Vísir sýndi beint og var með textalýsingu frá um tvö hundruð upplýsingafundum vegna veirunnar á meðan á faraldrinum stóð. Þá fjölgaði útsendingum af öllum mögulegum toga í samkomubanninu. Tónleikaröðin Samkoma fór í loftið á Vísi, lesið var og sprellað úr Borgarleikhúsinu og þá var messað á Vísi. Nýtt vefútvarp fór í loftið á Vísi þar sem hlusta má á allar útvarpsstöðvar á Vísi. Þar er sömuleiðis hægt að fletta upp lögum sem voru í spilun. Bylgjuappið fór í loftið og sömuleiðis FM957 og X977 öppin. Rakel Sveinsdóttir setti Atvinnulífið í loftið á Vísi og þá hóf Vísir að segja fréttir á pólsku fyrir þann stóra hluta samfélagsins sem er pólskumælandi. Ragnar Axelsson, RAX, gengur til liðs við Vísi og þættirnir RAX-augnablik fara í framleiðslu. 2021 - Innherji mætir til leiks Vísir var mest lesni vefurinn á Íslandi árið 2021, titill sem Mbl hafði haldið mörg árin á undan með Vísi á hælunum. Þá setti Vísir í loftið sjónvarpsstöðina Stöð 2 Vísi sem einbeitir sér að beinum útsendingum og að sýna vinsælasta sjónvarpsefnið á Vísi hverju sinni. Vefþættirnir RAX fengu Edduverðlaun fyrir menningarþátt ársins. Vefsjónvarpsframleiðsla á Vísi heldur áfram að aukast. Eldgos varð á Suðurnesjum sem setti svip sinn á fréttaárið. Kristján Már Unnarsson var í beinni útsendingu úr þyrlu yfir svæðinu þegar ljóst mátti vera að eldgos væri að hefjast. Vefmyndavél var komið fyrir á svæðinu svo lesendur gátu fylgst með gangi mála á meðan gosinu stóð. Ýmsir áttu eftir að bregða á leik við vefmyndavélina sem jafnframt fangaði stórfengleg augnablik. 2022 - Áframhaldandi sókn Vísir hélt áfram stöðu sinni sem mest lesni vefmiðill landsins. Innrás Rússa hófst í Úkraínu og var ástandinu lýst daglega í vaktinni á Vísi. Umfjöllunin var tilnefnd til blaðamannaverðlauna. Innherji, sem sérhæfir sig einkum í fréttum um íslenskt viðskiptalíf og efnahagsmál, verður hluti af Vísi. Um er að ræða fyrsta áskriftarmiðillinn undir Vísi með innskráningu. Miðillinn er í ritstjórn Harðar Ægissonar. Sannkallað túristagos varð á Suðurnesjum og nú fjölmenntu ferðamenn, lausir við heimsfaraldur, til Íslands til að bera gosið augum. Fulltrúar Vísis voru tíðir gestir á svæðinu, oft í beinni útsendingu, og tóku ferðamenn tali eða náðu af þeim mögnuðum myndum. 2023 - Afmælisár Vísir fagnar 25 ára afmæli sínu og horfir spenntur fram á veginn. Á þriðja hundrað þúsund notendur sækja vefinn heim á degi hverjum. Við fögnum hverri heimsókn og sömuleiðis ábendingum á ritstjorn@visir.is, hvort sem þær snúa að því sem betur má fara eða leiða til næsta stóra skúbbs. Til hamingju með daginn kæru lesendur!
Tímamót Fjölmiðlar Tengdar fréttir Áskorun að vera í loftinu allan sólarhringinn alla daga ársins Í dag fagnar Vísir stórafmæli, miðillinn er 25 ára eða kvartaldar gamall. Vísir er ráðandi á íslenskum fjölmiðlamarkaði og hefur undanfarin árin slegist við mbl.is um það að mega heita víðlesnasti fjölmiðill landsins. 1. apríl 2023 09:01 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Áskorun að vera í loftinu allan sólarhringinn alla daga ársins Í dag fagnar Vísir stórafmæli, miðillinn er 25 ára eða kvartaldar gamall. Vísir er ráðandi á íslenskum fjölmiðlamarkaði og hefur undanfarin árin slegist við mbl.is um það að mega heita víðlesnasti fjölmiðill landsins. 1. apríl 2023 09:01