Opna GoKart-braut á Akureyri í sumar Bjarki Sigurðsson skrifar 2. apríl 2023 09:50 GoKart-brautin verður á svæði Bílaklúbbs Akureyrar. Getty/Bílaklúbbur Akureyrar Opnuð verður GoKart-braut á Akureyri 1. júní í ár. Um er að ræða einu braut sinnar tegundar á landinu en GoKart hefur ekki verið í boði á Íslandi síðan árið 2018 þegar brautin í Garðabæ lokaði. Einn þeirra á bak við nýju brautina segir GoKart vera mikilvægt svo krakkar fái tilfinningu fyrir akstri áður en þeir fá bílpróf. Gerðar hafa verið þó nokkrar tilraunir við að reka GoKart-braut á Íslandi í gegnum árin. Prófað hefur verið að hafa þær í Garðabæ, Reykjanesbæ, Korputorgi og fleiri stöðum. Síðustu ár hefur þó engin braut verið á Íslandi og Íslendingar þurft að sætta sig við að fara bara í GoKart þegar ferðast er erlendis. Nú ætla Hákon Gunnar Hákonarson og Baldvin Þór Ellertsson að reyna að koma þessari sívinsælu afþreyingu aftur af stað á Íslandi. Þann 1. júní næstkomandi opna þeir GoKart-braut á Akureyri á svæði bílaklúbbsins þar í bæ. Ríkisrekið í Danmörku Í samtali við fréttastofu segir Hákon Gunnar að GoKart sé að vissu leyti nauðsynlegt fyrir ungt fólk til þess að fá tilfinningu fyrir akstri. GoKart sé til alls staðar í heiminum og sé meira að segja ríkisrekið í Danmörku svo ungir krakkar fái sín fyrstu kynni af akstri. „Það segir sig sjálft að ungir ökumenn sem hafa ekið GoKart í nokkur ár áður en þeir fara í umferðina eru öruggari og betri ökumenn. Svo er bara líka gleðihlutinn af þessu. Kappakstur og allt þetta. Ná tíma og finna út línur. Bara keyra kappakstur sem mörgum finnst rosalega skemmtileg afþreying. Að keyra kappakstur löglega, það verður ekkert betra fyrir þá. Þá náum við kappakstrinum af götunum eins og er alltaf hugsunin í þessu,“ segir Hákon Gunnar. Hákon Gunnar Hákonarson er einn þeirra sem ætlar að bjóða Íslendingum upp á GoKart á Akureyri. Hugmyndin kviknaði þegar hann og félagi hans voru að tala um hvaða afþreying væri í boði á Akureyri. Fannst þeim úrvalið helst til of lítið. „Ég var í þessum bransa 1994 eða 1995. Með GoKart leigu og Jet Ski-leigu, ég og félagi minn sem erum að opna þetta núna. Við vorum að rabba okkar á milli um hvað væri í boði í bæjarfélaginu, okkur fannst það heldur magurt eitthvað, miðað við hvernig þetta var í gamla daga. Okkur fannst tilvalið að bjóða upp á þetta,“ segir Hákon Gunnar. Þétt braut Brautin verður útibraut og bílarnir eru með þeim flottari í heiminum. Brautin verður á svæði Bílaklúbbs Akureyrar en eigendur brautarinnar leigja svæðið undir brautina af þeim. Svæðið er nýtt eins og hægt er og verður brautin frekar þétt. Akureyri verður seint þekkt sem sólarparadís allan ársins hring en Hákon Gunnar segir það vera í lagi. Brautin verði einungis opin yfir sumarmánuðina. „Þunginn í þessu eru þessir þrír mánuðir á sumrin. En það eru búin að vera inni GoKart í Garðabæ og þetta hefur verið úti í Smáranum og Keflavík. Við vorum bara með þetta úti hér í gamla daga og ætlum bara að gera þetta eins,“ segir Hákon Gunnar. Stefnt er á að brautin opni 1. júní næstkomandi. Akureyri Bílar Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Gerðar hafa verið þó nokkrar tilraunir við að reka GoKart-braut á Íslandi í gegnum árin. Prófað hefur verið að hafa þær í Garðabæ, Reykjanesbæ, Korputorgi og fleiri stöðum. Síðustu ár hefur þó engin braut verið á Íslandi og Íslendingar þurft að sætta sig við að fara bara í GoKart þegar ferðast er erlendis. Nú ætla Hákon Gunnar Hákonarson og Baldvin Þór Ellertsson að reyna að koma þessari sívinsælu afþreyingu aftur af stað á Íslandi. Þann 1. júní næstkomandi opna þeir GoKart-braut á Akureyri á svæði bílaklúbbsins þar í bæ. Ríkisrekið í Danmörku Í samtali við fréttastofu segir Hákon Gunnar að GoKart sé að vissu leyti nauðsynlegt fyrir ungt fólk til þess að fá tilfinningu fyrir akstri. GoKart sé til alls staðar í heiminum og sé meira að segja ríkisrekið í Danmörku svo ungir krakkar fái sín fyrstu kynni af akstri. „Það segir sig sjálft að ungir ökumenn sem hafa ekið GoKart í nokkur ár áður en þeir fara í umferðina eru öruggari og betri ökumenn. Svo er bara líka gleðihlutinn af þessu. Kappakstur og allt þetta. Ná tíma og finna út línur. Bara keyra kappakstur sem mörgum finnst rosalega skemmtileg afþreying. Að keyra kappakstur löglega, það verður ekkert betra fyrir þá. Þá náum við kappakstrinum af götunum eins og er alltaf hugsunin í þessu,“ segir Hákon Gunnar. Hákon Gunnar Hákonarson er einn þeirra sem ætlar að bjóða Íslendingum upp á GoKart á Akureyri. Hugmyndin kviknaði þegar hann og félagi hans voru að tala um hvaða afþreying væri í boði á Akureyri. Fannst þeim úrvalið helst til of lítið. „Ég var í þessum bransa 1994 eða 1995. Með GoKart leigu og Jet Ski-leigu, ég og félagi minn sem erum að opna þetta núna. Við vorum að rabba okkar á milli um hvað væri í boði í bæjarfélaginu, okkur fannst það heldur magurt eitthvað, miðað við hvernig þetta var í gamla daga. Okkur fannst tilvalið að bjóða upp á þetta,“ segir Hákon Gunnar. Þétt braut Brautin verður útibraut og bílarnir eru með þeim flottari í heiminum. Brautin verður á svæði Bílaklúbbs Akureyrar en eigendur brautarinnar leigja svæðið undir brautina af þeim. Svæðið er nýtt eins og hægt er og verður brautin frekar þétt. Akureyri verður seint þekkt sem sólarparadís allan ársins hring en Hákon Gunnar segir það vera í lagi. Brautin verði einungis opin yfir sumarmánuðina. „Þunginn í þessu eru þessir þrír mánuðir á sumrin. En það eru búin að vera inni GoKart í Garðabæ og þetta hefur verið úti í Smáranum og Keflavík. Við vorum bara með þetta úti hér í gamla daga og ætlum bara að gera þetta eins,“ segir Hákon Gunnar. Stefnt er á að brautin opni 1. júní næstkomandi.
Akureyri Bílar Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira