Hafði litlar væntingar til Rúnars en segir hann nú hárrétta manninn Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2023 13:30 Viggó Kristjánsson kominn í færi á HM í Svíþjóð í janúar. VÍSIR/VILHELM Viggó Kristjánsson segir það hafa komið sér á óvart þegar Rúnar Sigtryggsson var ráðinn sem þjálfari hans hjá þýska handknattleiksliðinu Leipzig. Hann hafi ekkert vitað við hverju mætti búast við af Rúnari en er hæstánægður undir hans stjórn og ákvað að skrifa undir nýjan samning við félagið. Viggó fékk nýjan samning sem gildir til ársins 2027, þrátt fyrir að hann glími nú við meiðsli í læri og spili ekki meira á þessari leiktíð vegna þeirra. Viggó er enn í 5. sæti yfir markahæstu leikmenn þýsku deildarinnar í vetur, með 135 mörk, og Leipzig er í 9. sæti af 18 liðum eftir að hafa aðeins náð í fjögur stig í tíu leikjum og verið í 16. sæti þegar Rúnar var ráðinn í nóvember. „Það er búið að vera frábært síðan að Rúnar tók við liðinu. Gengið vel bæði persónulega og hjá liðinu. Við sáum því ekki annað í stöðunni en að framlengja dvölina,“ segir Viggó í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur á Stöð 2. Hann vissi ekki við hverju mátti búast af Rúnari sem hafði ekki átt góðu gengi að fagna með Haukum í haust: „Ég hafði í raun litlar væntingar. Ég þekkti Rúnar ekkert sem þjálfara og vissi ekki hvað ég eða við sem lið værum að fá í hendurnar. Auðvitað voru liðsfélagar mínir fljótir að spyrja mig út í hvernig hann væri sem þjálfari og ég gat því miður ekki gefið neitt „feedback“ á það. En hann hefur reynst okkur svakalega vel. Auðvitað kom það mér á óvart á sínum tíma að hann væri ráðinn en hann hafði gott orðspor eftir að hafa verið með Aue hérna í næsta bæ við hliðina á okkur. Eftir á að hyggja var hann hárrétti maðurinn í starfið,“ segir Viggó en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Viggó ræddi um nýjan samning og næsta landsliðsþjálfara Spenntur að sjá nýjan landsliðsþjálfara og kannaði hug Rúnars „Fyrir okkur og mig persónulega hentar mjög vel hvernig Rúnar þjálfar. Hann gefur mér mikið frelsi til að spila minn leik, sem ég þarf á að halda ef ég að ná fram því besta hjá sjálfum mér,“ segir Viggó sem bíður þess nú að vita hver verður næsti þjálfari hans hjá íslenska landsliðinu. Nýr þjálfari tekur við liðinu eftir leikina við Ísrael og Eistland í undankeppni EM í lok þessa mánaðar. „Það verður áhugavert að sjá hver tekur við. Leiðinlegt að missa af næsta verkefni en ég geri þá ráð fyrir að það verði kominn nýr þjálfari í haust. Það verður mjög spennandi að sjá hver það verður. Ég spurði Rúnar hvort að hann hefði áhuga en hann neitaði því nú,“ segir Viggó léttur og bætir við. „Fyrir mér þá hefði það verið þægilegast en við sjáum bara til. Ég er bara spenntur að sjá hver tekur við.“ Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Fleiri fréttir Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Sjá meira
Viggó fékk nýjan samning sem gildir til ársins 2027, þrátt fyrir að hann glími nú við meiðsli í læri og spili ekki meira á þessari leiktíð vegna þeirra. Viggó er enn í 5. sæti yfir markahæstu leikmenn þýsku deildarinnar í vetur, með 135 mörk, og Leipzig er í 9. sæti af 18 liðum eftir að hafa aðeins náð í fjögur stig í tíu leikjum og verið í 16. sæti þegar Rúnar var ráðinn í nóvember. „Það er búið að vera frábært síðan að Rúnar tók við liðinu. Gengið vel bæði persónulega og hjá liðinu. Við sáum því ekki annað í stöðunni en að framlengja dvölina,“ segir Viggó í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur á Stöð 2. Hann vissi ekki við hverju mátti búast af Rúnari sem hafði ekki átt góðu gengi að fagna með Haukum í haust: „Ég hafði í raun litlar væntingar. Ég þekkti Rúnar ekkert sem þjálfara og vissi ekki hvað ég eða við sem lið værum að fá í hendurnar. Auðvitað voru liðsfélagar mínir fljótir að spyrja mig út í hvernig hann væri sem þjálfari og ég gat því miður ekki gefið neitt „feedback“ á það. En hann hefur reynst okkur svakalega vel. Auðvitað kom það mér á óvart á sínum tíma að hann væri ráðinn en hann hafði gott orðspor eftir að hafa verið með Aue hérna í næsta bæ við hliðina á okkur. Eftir á að hyggja var hann hárrétti maðurinn í starfið,“ segir Viggó en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Viggó ræddi um nýjan samning og næsta landsliðsþjálfara Spenntur að sjá nýjan landsliðsþjálfara og kannaði hug Rúnars „Fyrir okkur og mig persónulega hentar mjög vel hvernig Rúnar þjálfar. Hann gefur mér mikið frelsi til að spila minn leik, sem ég þarf á að halda ef ég að ná fram því besta hjá sjálfum mér,“ segir Viggó sem bíður þess nú að vita hver verður næsti þjálfari hans hjá íslenska landsliðinu. Nýr þjálfari tekur við liðinu eftir leikina við Ísrael og Eistland í undankeppni EM í lok þessa mánaðar. „Það verður áhugavert að sjá hver tekur við. Leiðinlegt að missa af næsta verkefni en ég geri þá ráð fyrir að það verði kominn nýr þjálfari í haust. Það verður mjög spennandi að sjá hver það verður. Ég spurði Rúnar hvort að hann hefði áhuga en hann neitaði því nú,“ segir Viggó léttur og bætir við. „Fyrir mér þá hefði það verið þægilegast en við sjáum bara til. Ég er bara spenntur að sjá hver tekur við.“
Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Fleiri fréttir Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Sjá meira