Leigusalar nýti sér slæma stöðu fólks til að græða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. apríl 2023 20:01 Sanna Magdalena segir leigusala nýta sér slæma stöðu fólks sem býr í atvinnuhúsnæði. Vísir/Arnar Ekki er leyfi fyrir búsetu í leiguherbergjum við Funahöfða í Reykjavík, þar sem eldur kom upp í gær. Borgarfulltrúi segir að verið sé að nýta slæma stöðu leigjenda til að græða á þeim. Áratugur er síðan fjallað var um slæman aðbúnað í húsnæðinu. Eldur kviknaði í íbúðarherbergi í atvinnuhúsnæði á Höfða í gær. Vel gekk að slökkva eldinn, sem var þó nokkuð mikill og eyðilagði herbergið. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem eldur kemur upp í Funahöfða 17a. Slökkviliðið hefur um nokkurt skeið haft eftirlit með húsnæðinu, sem er ekki skráð íbúðarhúsnæði Sextíu eru nú skráðir til heimilis í Funahöfða 17a en íbúðirnar um helmingi færri en það. Leigufélagið sem leigir út herbergin, Leiguherbergi ehf., leigir jafnframt út herbergi í Funahöfða 19, Dalshrauni 13 í Hafnarfirði og Smiðjuvegi 68-72 í Kópavogi. Allt er það skráð atvinnuhúsnæði. „Húsnæðiskerfið er ónýtt, það er ekki að þjóna þeim sem þurfa á húsnæði að halda og við sjáum að neyðin er mikil og það er ekki verið að byggja fyrir fólk í neyð,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista. Enn í sömu eigu og 2014 Fjallað var um slæman aðbúnað leigjenda í Funahöfða 17a í þáttunum Brestum, sem voru á dagskrá Stöðvar 2 árið 2014. Lýstu þá leigjendur hræðilegum aðbúnaði og slæmri framkomu leigusala. Húsnæðið var þá og er í eigu félagsins Atlas Holding ehf. en er nú rekið af Leiguherbergjum. Stefán Kjærnested, eigandi Atlas Holding, segir í samtali við fréttastofu að engar athugasemdir hafi borist frá Slökkviliðinu um skort á brunavörnum eftir gærdaginn. Hann hafi ekki vitað til þess að húsnæðið væri í sérstöku eftirlitið hjá Slökkviliði, eins og greint var frá í hádegisfréttum í dag. Hann vildi ekki tjá sig meira vegna málsins. „Það er mjög leiðinlegt og hræðilegt að vita til þess að leigusalar séu að nýta sér slæma stöðu þeirra sem eru í atvinnuhúsnæði og eru að reyna að koma sér í öruggt skjól,“ segir Sanna. Enn eigi það við að tala um húsnæði sem þetta sem fátækrahverfi Reykjavíkur. Verið sé að nýta slæma stöðu leigjenda til að græða. „Þeir eru að greiða mjög hátt verð fyrir herbergi með sameiginlegri aðstöðu og eru síðan jafnvel að flytja og fá ekki trygginguna til baka. Þrátt fyrir að þeir hafi ekki gert neitt rangt og eigi að fá þessa tryggingu.“ Húsnæðismál Slökkvilið Reykjavík Leigumarkaður Tengdar fréttir Húsnæðið ósamþykkt og slökkvilið gert athugasemdir við brunavarnir Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft augu með íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði við Funahöfða, þar sem eldur kom upp í gær. Íbúðarhúsnæðið er ósamþykkt og sextíu skráðir þar til húsa, þrátt fyrir að um þrjátíu leiguherbergi séu í húsinu. 5. apríl 2023 12:31 Slökkvilið kallað út vegna elds við Funahöfða Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í húsi við Funahöfða í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 11:30. 4. apríl 2023 11:56 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
Eldur kviknaði í íbúðarherbergi í atvinnuhúsnæði á Höfða í gær. Vel gekk að slökkva eldinn, sem var þó nokkuð mikill og eyðilagði herbergið. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem eldur kemur upp í Funahöfða 17a. Slökkviliðið hefur um nokkurt skeið haft eftirlit með húsnæðinu, sem er ekki skráð íbúðarhúsnæði Sextíu eru nú skráðir til heimilis í Funahöfða 17a en íbúðirnar um helmingi færri en það. Leigufélagið sem leigir út herbergin, Leiguherbergi ehf., leigir jafnframt út herbergi í Funahöfða 19, Dalshrauni 13 í Hafnarfirði og Smiðjuvegi 68-72 í Kópavogi. Allt er það skráð atvinnuhúsnæði. „Húsnæðiskerfið er ónýtt, það er ekki að þjóna þeim sem þurfa á húsnæði að halda og við sjáum að neyðin er mikil og það er ekki verið að byggja fyrir fólk í neyð,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista. Enn í sömu eigu og 2014 Fjallað var um slæman aðbúnað leigjenda í Funahöfða 17a í þáttunum Brestum, sem voru á dagskrá Stöðvar 2 árið 2014. Lýstu þá leigjendur hræðilegum aðbúnaði og slæmri framkomu leigusala. Húsnæðið var þá og er í eigu félagsins Atlas Holding ehf. en er nú rekið af Leiguherbergjum. Stefán Kjærnested, eigandi Atlas Holding, segir í samtali við fréttastofu að engar athugasemdir hafi borist frá Slökkviliðinu um skort á brunavörnum eftir gærdaginn. Hann hafi ekki vitað til þess að húsnæðið væri í sérstöku eftirlitið hjá Slökkviliði, eins og greint var frá í hádegisfréttum í dag. Hann vildi ekki tjá sig meira vegna málsins. „Það er mjög leiðinlegt og hræðilegt að vita til þess að leigusalar séu að nýta sér slæma stöðu þeirra sem eru í atvinnuhúsnæði og eru að reyna að koma sér í öruggt skjól,“ segir Sanna. Enn eigi það við að tala um húsnæði sem þetta sem fátækrahverfi Reykjavíkur. Verið sé að nýta slæma stöðu leigjenda til að græða. „Þeir eru að greiða mjög hátt verð fyrir herbergi með sameiginlegri aðstöðu og eru síðan jafnvel að flytja og fá ekki trygginguna til baka. Þrátt fyrir að þeir hafi ekki gert neitt rangt og eigi að fá þessa tryggingu.“
Húsnæðismál Slökkvilið Reykjavík Leigumarkaður Tengdar fréttir Húsnæðið ósamþykkt og slökkvilið gert athugasemdir við brunavarnir Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft augu með íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði við Funahöfða, þar sem eldur kom upp í gær. Íbúðarhúsnæðið er ósamþykkt og sextíu skráðir þar til húsa, þrátt fyrir að um þrjátíu leiguherbergi séu í húsinu. 5. apríl 2023 12:31 Slökkvilið kallað út vegna elds við Funahöfða Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í húsi við Funahöfða í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 11:30. 4. apríl 2023 11:56 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
Húsnæðið ósamþykkt og slökkvilið gert athugasemdir við brunavarnir Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft augu með íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði við Funahöfða, þar sem eldur kom upp í gær. Íbúðarhúsnæðið er ósamþykkt og sextíu skráðir þar til húsa, þrátt fyrir að um þrjátíu leiguherbergi séu í húsinu. 5. apríl 2023 12:31
Slökkvilið kallað út vegna elds við Funahöfða Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í húsi við Funahöfða í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 11:30. 4. apríl 2023 11:56