Sport

Bergdís hetja íslenska liðsins í Köge - Skrefi nær lokakeppninni

Hjörvar Ólafsson skrifar
Íslenska liðið fer frábærlega af stað í milliriðlinum. 
Íslenska liðið fer frábærlega af stað í milliriðlinum.  Mynd/KSÍ

Íslenska landsliðið í fótbolta kvenna skipað leikmönnum 19 ára og yngri lagði Danmörku að velli með einu marki gegn engu þegar liðin áttust við fyrsta umferð í mill­iriðlum fyrir lokakeppni EM í dag.

Leikið var í Køge en það var Berg­dís Sveins­dótt­ir, leikmaður Vík­ings, sem tryggði íslenska liðinu stigin þrjú. Bergdís skoraði sigurmarkið eftir rúmlega klukkutíma skömmu eftir að hún kom inná sem varamaður. 

🎙️ Bergdís Sveinsdóttir skoraði sigurmark Íslands rétt eftir að hún kom inn á völlinn!#dottirpic.twitter.com/mwSYoNZlw2

— Knattspyrnusambandið (@footballiceland)

Íslenska liðið, sem hefur haft betur í síðustu átta leikjum sínum, er auk Danmörku með Svíþjóð og  Úkraínu og Dan­mörku í riðli. Svíþjóð vann sannfærandi 5-0 sigur gegn Úkraínu, 5:0, í hinum leik fyrstu umferðarinnar. 

Lið Íslands var þannig skipað í leiknum í dag: Fann­ey Inga Birk­is­dótt­ir - Birna Krist­ín Björns­dótt­ir, Jakobína Hjörv­ars­dótt­ir, Emel­ía Óskars­dótt­ir, Mika­ela Nótt Pét­urs­dótt­ir, Katla Tryggva­dótt­ir, Snæ­dís María Jör­unds­dótt­ir (Eyrún Embla Hjart­ar­dótt­ir 82.), Ísfold Marý Sig­tryggs­dótt­ir (Berg­dís Sveins­dótt­ir 63.), Sæ­dís Rún Heiðars­dótt­ir, Íris Héðins­dótt­ir Gonza­les, Vig­dís Lilja Kristjáns­dótt­ir (Sig­ríður Th. Guðmunds­dótt­ir 87.)

Næsti leik­ur Íslands er gegn Svíþjóð á laug­ar­dag kemur og þriðji og íslenska liðið etur svo kappi við Úkraínu í lokaumferð riðilsins á þriðju­daginn næst. Efsta lið riðils­ins fer beint áfram á loka­mótið sem fram fer í Belg­íu dagana 18.-30. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×